Hver vegur að heiman er vegurinn burt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. september 2013 08:30 Dapurlegasta frétt síðustu viku var sú að Björn Zoega skuli hættur sem forstjóri Landspítalans. Hann hefur nú í nokkur ár staðið í því að reka spítalann með neyðarráðstöfunum sem miðast við neyðarástand, rétt eins og hér á landi hafi geisað borgarastríð um árabil. Við höfum séð langlegusjúklinga senda heim. Við höfum séð fárveikt fólk á bráðamóttökum að bíða eftir að fá verkjalyf. Við höfum séð rangar sjúkdómsgreiningar úrvinda lækna. Við höfum séð sárþjáða sjúklinga rukkaða fyrir smáviðvik. Við höfum séð tæki grotna niður og eðlilegt viðhald eftirlátið sjónvarpssöfnunum og einkaframtakssöfnunum. Við höfum séð lokanir deilda. Við höfum séð spítalann rekinn með óeðlilegu og óhóflegu vinnuálagi á læknanema, þar sem mikil og illa launuð ábyrgð er lögð á mjóar herðar. Við höfum vanist því að fjársvelt heilbrigðiskerfi sé eðlilegt ástand. Við höldum að lykilhugtakið sé hagræðing fremur en heilbrigði, þjónusta og líkn. Björn Zoega stóð í þessu hagræðingarhelvíti án þess að blikna, án þess að hvika nokkru sinni, því að allan tímann virðist hann hafa séð fyrir sér ljóstýru við endann á göngunum; þá stund þegar hægt væri að fara að reka Landspítalann á eðlilegan hátt. En ljósið hverfur langt og mjótt. Það slokknaði nú í síðustu viku þegar hann fékk að sjá fjárlög ríkisstjórnar sjávarútvegs, landbúnaðar og afskriftameistara. Hann hafði trúað því sem stjórnarherrarnir sögðu en nú veit hann betur. Og hann er hættur. Hann er farinn.Ertu þá farin? Og Sigga á borði númer tuttugu og sjö hætti í gær. Hún er farin til einhvers lands þar sem hún þarf ekki að borga allt sem hún ber úr býtum í afborganir af vöxtum af lánum sem væru löngu uppgreidd í eðlilegu þjóðfélagi. Hún ætlar ekki til Rússlands eða Kína, landanna sem ríkisstjórnin og forsetinn telja að við eigum að miða okkur við – hún er gengin í Evrópusambandið. Og samt er allt fólkið hennar Siggu hér, menningarlegar viðmiðanir hennar eru flestar hér, tungumálið og minningarnar, kenndirnar ljúfar og sárar, vinir og saga; hún þekkir sig hérna. Það bara dugir ekki lengur til. Hún er farin til útlanda þangað sem er einhver heil brú í þjóðfélaginu. Og unga fólkið sem er að ljúka háskólanámi í útlöndum kemur ekki aftur – kannanir segja okkur að það sé ekkert sérstaklega að flýta sér heim. Það langar ekki að búa í þjóðfélagi sem metur lítils menntun þess og þekkingu. Og fyrirtækin sem byggja á hugviti og útflutningi á hágæðavöru – þau eru á leiðinni burt, eru að gefast upp á gjaldeyrishöftunum. Iðnaðarmennirnir eru á leiðinni burt, enda varla verið reist hús hér af viti árum saman, en ansi mörg í öngviti uppi á Gnitaheiði og inni í Feigðarósi. Ríkisbubbarnir eru löngu farnir; þó að þeir eigi hér allt sem gefur arð þá búa þeir sjálfir á sólríkum ströndum sælli landa. Þannig gæti allt farið. Við gætum lent í ljótum vítahring fólksflótta og efnahagslegrar stöðnunar. Haldi áfram hin markvissa láglaunastefna og verði áfram haldið í ónýtan gjaldmiðil – og verði áfram blásnar bólur með reglulegu millibili sem springa svo með æ hörmulegri afleiðingum – þá er hætt við því að enginn verði hér lengur eftir nokkra áratugi, nema fólk á leiðinni burt sem sættir sig í bili við lág laun, okurvexti, verslunareinokun, svimandi matarverð og haftaþjóðfélag – nokkrir stjórnmálamenn, verkfræðingar sem komnir eru hingað til að virkja Dettifoss fyrir álverið á Bakka eftir að síðasta borholan á Þeistareykjum tæmdist og líta eftir olíuhreinsunarstöðinni sem Rússarnir fengu loks að reisa í Arnarfirði, og nokkrir aldraðir íslenskufræðingar eins og ég, sem hvergi fá vinnu við sitt hæfi í útlöndum vegna þess að Ísland verður aftur orðið púkó. Kínverskir auðkýfingar hafa fyrir löngu veðsett öræfin sem eru í eigu bandarískra vogunarsjóða.Hver vegur að heiman Og þegar fólk er farið – þá er það því miður farið. Það getur svo sem haft hugann heima, eins og hún Svana ömmusystir mín í Ameríku sem söng fjárlögin í hárri elli eða hann Snorri Hjartarson, skáldið góða sem orti línurnar um að hver vegur að heiman sé vegur heim. Hann var auðvitað bara að hugga sjálfan sig og aðra brottflutta Borgfirðinga, því að hann var ekkert á leiðinni þangað aftur, heldur var tilvera hans í Reykjavík. Brottflutt fólk getur reist sér sumarbústað í gömlu heimahögunum en allar forsendur fyrir því að búa þar til langframa eru brostnar um leið og það festir rætur á nýjum stað. Þetta þarf ekki að vera svona. Það ætti að vera dásamlegt að búa hér – og er það meira að segja enn á marga lund. Hér er skemmtilegt fólk, það talar stórkostlegt tungumál, það er duglegt, uppátækjasamt, sniðugt og jafnvel einhver hetjubragur stundum á mannlífinu hér. Fegurðin hér er frámunaleg, endalaus víðernin, vatnið gott úr lækjarsytru; berin vaxa á ilmandi lyngi; og nóg af blessuðum vindinum til að feykja burt fúlum þönkum þegar svo ber undir; fámenn og vel menntuð þjóð í góðu og gjöfulu landi. En það þarf að vera hægt að búa hérna. Við verðum að fara að koma okkur upp stjórnmálamönnum sem hafa það að leiðarljósi að það sé hægt að búa hérna. Og vilja byggja sanngjarnt og nokkurn veginn dellufrítt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Dapurlegasta frétt síðustu viku var sú að Björn Zoega skuli hættur sem forstjóri Landspítalans. Hann hefur nú í nokkur ár staðið í því að reka spítalann með neyðarráðstöfunum sem miðast við neyðarástand, rétt eins og hér á landi hafi geisað borgarastríð um árabil. Við höfum séð langlegusjúklinga senda heim. Við höfum séð fárveikt fólk á bráðamóttökum að bíða eftir að fá verkjalyf. Við höfum séð rangar sjúkdómsgreiningar úrvinda lækna. Við höfum séð sárþjáða sjúklinga rukkaða fyrir smáviðvik. Við höfum séð tæki grotna niður og eðlilegt viðhald eftirlátið sjónvarpssöfnunum og einkaframtakssöfnunum. Við höfum séð lokanir deilda. Við höfum séð spítalann rekinn með óeðlilegu og óhóflegu vinnuálagi á læknanema, þar sem mikil og illa launuð ábyrgð er lögð á mjóar herðar. Við höfum vanist því að fjársvelt heilbrigðiskerfi sé eðlilegt ástand. Við höldum að lykilhugtakið sé hagræðing fremur en heilbrigði, þjónusta og líkn. Björn Zoega stóð í þessu hagræðingarhelvíti án þess að blikna, án þess að hvika nokkru sinni, því að allan tímann virðist hann hafa séð fyrir sér ljóstýru við endann á göngunum; þá stund þegar hægt væri að fara að reka Landspítalann á eðlilegan hátt. En ljósið hverfur langt og mjótt. Það slokknaði nú í síðustu viku þegar hann fékk að sjá fjárlög ríkisstjórnar sjávarútvegs, landbúnaðar og afskriftameistara. Hann hafði trúað því sem stjórnarherrarnir sögðu en nú veit hann betur. Og hann er hættur. Hann er farinn.Ertu þá farin? Og Sigga á borði númer tuttugu og sjö hætti í gær. Hún er farin til einhvers lands þar sem hún þarf ekki að borga allt sem hún ber úr býtum í afborganir af vöxtum af lánum sem væru löngu uppgreidd í eðlilegu þjóðfélagi. Hún ætlar ekki til Rússlands eða Kína, landanna sem ríkisstjórnin og forsetinn telja að við eigum að miða okkur við – hún er gengin í Evrópusambandið. Og samt er allt fólkið hennar Siggu hér, menningarlegar viðmiðanir hennar eru flestar hér, tungumálið og minningarnar, kenndirnar ljúfar og sárar, vinir og saga; hún þekkir sig hérna. Það bara dugir ekki lengur til. Hún er farin til útlanda þangað sem er einhver heil brú í þjóðfélaginu. Og unga fólkið sem er að ljúka háskólanámi í útlöndum kemur ekki aftur – kannanir segja okkur að það sé ekkert sérstaklega að flýta sér heim. Það langar ekki að búa í þjóðfélagi sem metur lítils menntun þess og þekkingu. Og fyrirtækin sem byggja á hugviti og útflutningi á hágæðavöru – þau eru á leiðinni burt, eru að gefast upp á gjaldeyrishöftunum. Iðnaðarmennirnir eru á leiðinni burt, enda varla verið reist hús hér af viti árum saman, en ansi mörg í öngviti uppi á Gnitaheiði og inni í Feigðarósi. Ríkisbubbarnir eru löngu farnir; þó að þeir eigi hér allt sem gefur arð þá búa þeir sjálfir á sólríkum ströndum sælli landa. Þannig gæti allt farið. Við gætum lent í ljótum vítahring fólksflótta og efnahagslegrar stöðnunar. Haldi áfram hin markvissa láglaunastefna og verði áfram haldið í ónýtan gjaldmiðil – og verði áfram blásnar bólur með reglulegu millibili sem springa svo með æ hörmulegri afleiðingum – þá er hætt við því að enginn verði hér lengur eftir nokkra áratugi, nema fólk á leiðinni burt sem sættir sig í bili við lág laun, okurvexti, verslunareinokun, svimandi matarverð og haftaþjóðfélag – nokkrir stjórnmálamenn, verkfræðingar sem komnir eru hingað til að virkja Dettifoss fyrir álverið á Bakka eftir að síðasta borholan á Þeistareykjum tæmdist og líta eftir olíuhreinsunarstöðinni sem Rússarnir fengu loks að reisa í Arnarfirði, og nokkrir aldraðir íslenskufræðingar eins og ég, sem hvergi fá vinnu við sitt hæfi í útlöndum vegna þess að Ísland verður aftur orðið púkó. Kínverskir auðkýfingar hafa fyrir löngu veðsett öræfin sem eru í eigu bandarískra vogunarsjóða.Hver vegur að heiman Og þegar fólk er farið – þá er það því miður farið. Það getur svo sem haft hugann heima, eins og hún Svana ömmusystir mín í Ameríku sem söng fjárlögin í hárri elli eða hann Snorri Hjartarson, skáldið góða sem orti línurnar um að hver vegur að heiman sé vegur heim. Hann var auðvitað bara að hugga sjálfan sig og aðra brottflutta Borgfirðinga, því að hann var ekkert á leiðinni þangað aftur, heldur var tilvera hans í Reykjavík. Brottflutt fólk getur reist sér sumarbústað í gömlu heimahögunum en allar forsendur fyrir því að búa þar til langframa eru brostnar um leið og það festir rætur á nýjum stað. Þetta þarf ekki að vera svona. Það ætti að vera dásamlegt að búa hér – og er það meira að segja enn á marga lund. Hér er skemmtilegt fólk, það talar stórkostlegt tungumál, það er duglegt, uppátækjasamt, sniðugt og jafnvel einhver hetjubragur stundum á mannlífinu hér. Fegurðin hér er frámunaleg, endalaus víðernin, vatnið gott úr lækjarsytru; berin vaxa á ilmandi lyngi; og nóg af blessuðum vindinum til að feykja burt fúlum þönkum þegar svo ber undir; fámenn og vel menntuð þjóð í góðu og gjöfulu landi. En það þarf að vera hægt að búa hérna. Við verðum að fara að koma okkur upp stjórnmálamönnum sem hafa það að leiðarljósi að það sé hægt að búa hérna. Og vilja byggja sanngjarnt og nokkurn veginn dellufrítt samfélag.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun