
Óskabarn í krísu
Vöxtur Icelandair hefur verið ævintýri líkastur á undanförnum árum. Flugfélagið hefur spilað lykilhlutverk, sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, í uppgangi nýrrar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sem hefur átt mestan þátt í þeim umskiptum sem hafa orðið á stöðu íslenska þjóðarbúsins. Eftir nánast linnulausa velgengni eru núna hins vegar blikur á lofti hjá þessu óskabarni þjóðarinnar.