Gul viðvörun á Suðurlandi vegna rigningar Gul veðurviðvörun vegna talsverðrar eða mikillar rigningar er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 15 í dag til hádegis á morgun. Innlent 8. ágúst 2022 14:55
Ferðaplönin vs. raunveruleikinn Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Skoðun 8. ágúst 2022 13:30
Sigurvegari leiksins Göngum um Ísland Gönguleiknum Göngum um Ísland er lokið. Lífið samstarf 5. ágúst 2022 15:38
Gott sumar í ferðaþjónustunni en ýmsar áskoranir fram undan Ferðaþjónustan hefur tekið hratt við sér eftir faraldurinn en Ísland er nánast upp bókað næstu mánuði. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir greinina þó standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þar sem tryggja þurfi að framboð sé í takt við eftirspurn. Innlent 29. júlí 2022 19:07
Þjóðhátíð farin af stað í blíðskaparveðri: „Svæðið sjaldan verið jafn stappað og í gær“ Húkkaraballið, sem er óformlegt upphaf Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, fór nokkuð vel fram í gærkvöldi og áætlað er að aldrei hafi fleiri sótt ballið. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri ætla ekki að láta möguleikann á vondu veðri skemma verslunarmannahelgina fyrir sér. Innlent 29. júlí 2022 13:08
Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. Innlent 29. júlí 2022 11:43
Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Skoðun 28. júlí 2022 09:01
Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019 Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel. Lífið 27. júlí 2022 10:05
Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar. Neytendur 26. júlí 2022 14:04
Væta í kortunum víðast hvar um verslunarmannahelgina Spár gera ráð fyrir því að tvær lægðir gangi yfir landið í vikunni. Skil þeirrar fyrri ganga inn á landið seint á morgun, þriðjudag, og þeirrar síðari á föstudag, fyrsta dag stærstu ferðahelgi landsins. Veður 26. júlí 2022 10:41
Ótrúleg svaðilför Chris Burkard meðfram allri Suðurströndinni Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi. Lífið 23. júlí 2022 08:00
Draumadagur í Drangey hjá Áslaugu Örnu og vinum Veðurblíðan og náttúrufegurðin í Skagafirðinum virtust fara vel með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunarráðherra, og stjörnum prýddan vinahóp hennar í skemmtiferð þeirra í vikunni. Lífið 22. júlí 2022 13:48
Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. Innlent 20. júlí 2022 22:30
Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. Innlent 20. júlí 2022 12:30
Evrópskir ferðamenn fegnir að komast í svalann á Íslandi Greinilegt er að margir þeirra evrópsku ferðamanna sem komnir eru hingað til lands eru fegnir að vera lausir undan ofurhitanum á meginlandinu og í Bretlandi. Við hittum nokkra þeirra fyrir í miðbæ Reykjavíkur í dag. Innlent 19. júlí 2022 21:01
Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. Innlent 19. júlí 2022 09:30
Stjörnulífið: Sumarfríið, sólin, fjallgöngur og náttúrulaugar Veiðin, sundlaugarnar, sumarfríið og sælan. Stjörnurnar virðast vera að njóta lífsins þessa dagana ef marka má samfélagsmiðla, hvort sem er hérlendis í fjallgöngu eða erlendis á sólarströndum. Lífið 18. júlí 2022 11:21
Gamlir vinir á gamalli dráttarvél á Vestfjörðum Félgarnir Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun og áhugamaður um búvélar og fornbíla og Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands eru nú að aka Vestfjarðarhringinn á Massey Ferguson 35X árgerð '63. Samhliða ferðinni er þeir að safna fyrir forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Félagarnir fóru hringinn í kringum landið á dráttarvél 2015 en slepptu þá Vestfjörðunum. Innlent 14. júlí 2022 13:45
Taktu þátt í gönguleik UMFÍ og Optical Studio Göngum um Ísland er stórskemmtilegt átaksverkefni UMFÍ og Vísis í samstarfi við Optical studio. Átakið hefst 15. júlí og gengur út á að njóta íslenskrar náttúru í botn. Lífið samstarf 14. júlí 2022 12:10
Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. Innlent 12. júlí 2022 20:42
Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. Erlent 12. júlí 2022 17:03
Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. Innlent 11. júlí 2022 18:31
Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Þó svo að sólin hafi kannski ekki látið fara mikið fyrir sér í síðustu viku skinu stjörnurnar skært enda nóg um að vera. Sumarið er tími allskyns fögnuða og ferðalaga og má segja að ástin og ævintýrin hafi svo sannarlega svifið yfir vötnum þessa vikuna. Lífið 11. júlí 2022 11:26
Fjórfalt fleiri flugferðum aflýst Fjórfalt fleiri flugferðum frá Keflavíkurflugvelli var aflýst í júní en á sama tíma árið 2019. Innlent 11. júlí 2022 11:07
Draumaferðin er handan við hornið með Icelandair! Nú er ég að fara að fljúga til Danmerkur með börnin mín tvö í lok mánaðar að heimsækja systur mína sem er að fara að halda upp á stórafmælið sitt. Ég hef oft mætt bæði seint og illa í stórafmæli fjölskyldumeðlima en hef lofað því hér eftir að mæta í öll stórafmæli, því maður veit aldrei.... Skoðun 9. júlí 2022 13:31
Vika 6: Hvar er Magnús Hlynur? Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður flakkar um landið í sumar og tekur fyrir eitt bæjarfélag í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardögum. Hér á Vísi birtum við lauflétta getraun á laugardagsmorgnum. Ferðalög 9. júlí 2022 09:00
Gisting úti á Fjallsárlóni Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda. Innlent 9. júlí 2022 08:29
Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls. Innlent 9. júlí 2022 08:25
Sóttu áttatíu manns á Laugaveginn Ferðaskrifstofan South Coast Adventure sótti um áttatíu manns frá Emstrum, þriðja áfanga gönguleiðarinnar um Laugaveginn, í gær. Veðrið var slæmt og höfðu tveir ofkælst, þar af annar þeirra verulega. Innlent 8. júlí 2022 11:29
Kótelettan:„Það var gríðarlega góð mæting hjá okkur í fyrra og frábær stemmning“ Fjölskylduhátíð Kótelettunar verður haldin í tólfta sinn á Selfossi um helgina. Meðal dagskrárliða eru Stóra Grillsýningin, Styrktarlettur SKB og Veltibillinn. Einnig er dagskrá á sviðinu fyrir alla fjölskylduna þar sem XXX Rottweilerhunda, Stuðmenn og Aldamótatónleikarnir stíga m.a. á stokk. Lífið 7. júlí 2022 12:31