Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Öku­maður að öllum líkindum sofandi þegar slysið varð

Ökumaður Kia bifreiðar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í júní í fyrra var að öllum líkindum sofandi þegar slysið átti sér stað. Slitlag á vegi var einnig ekki samkvæmt nýjustu viðmiðum Vegagerðar. Einn slasaðist alvarlega í slysinu sem átti sér stað seinni part dags 16. júní. 

Innlent
Fréttamynd

Isavia sýknað af milljarðakröfu í deilu um rútustæði

Isavia ohf. var í gær sýknað af öllum kröfum Airport Direct ehf. og Hópbíla ehf. í máli sem sneri að deilum um rútustæði við Keflavíkurflugvöll. Airport Direct krafðist greiðslu upp á tæplega milljarð króna og Hópbílar 170 milljóna króna og helmingunar á gjaldi sem fyrirtækið greiðir fyrir notkun svokallaðra nærstæða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stranda­glópar ýmist ösku­reiðir eða sultuslakir

Veður hefur leikið íbúa á suðvesturhorninu og víðar grátt í dag. Ferðamenn hafa ekki heldur farið varhluta af veðrinu, og einhverjir þeirra orðið fyrir því að flugferðum þeirra var frestað eða þær felldar niður. Þeir eru misánægðir með gang mála.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Fer­tram og risa­sala á Kerecis hlutu við­skipta­verð­laun Þjóð­mála

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var útnefndur viðskiptamaður ársins 2023 á Hátíðarkvöldi Þjóðmála síðastliðinn fimmtudag auk þess sem risasala á fyrirtækinu til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast fyrir jafnvirði um 180 milljarða króna var valin viðskipti ársins. Þá hlaut Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, sérstök heiðursverðlaun Þjóðmála fyrir ævilangt framlag sitt til uppbyggingar íslensks atvinnulífs.

Innherji
Fréttamynd

Ferða­þjónusta, frá stefnu í að­gerðir

Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir.

Skoðun
Fréttamynd

Pink Iceland verð­launuð í annað skipti

Pink Iceland hlaut Nýsköpunarverðlaun og Skriðuklaustur í Fljótsdal Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023. Verðlaunin voru afhent á 25 ára afmælisráðstefnu samtakanna á Hilton Reykjavík Nordica í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrir­sjáan­leiki í rekstri skiptir öllu máli

Stjórnvöld hafa nú loks birt fyrirhugaða breytingu á skattheimtu á ferðaþjónustu í frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði frá 1. janúar 2024 lagður á hvern einstakling í stað gistirýmis áður. Þá er einnig lagt til að skatturinn leggist á skemmtiferðaskip í siglingum til og frá og við Ísland, sem hefur ekki verið áður.

Skoðun
Fréttamynd

Hefurðu komið í „Yoda Cave“ og á „Diamond Beach“?

Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“.

Skoðun
Fréttamynd

Land­helgis­gæslan og lög­regla um borð í Amelíu Rose

Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 

Innlent
Fréttamynd

Upp­lýsum ferða­menn

Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi.

Skoðun
Fréttamynd

Kynnis­ferðir hætta ferðum í Bláa lónið

Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga.

Innlent
Fréttamynd

Vatnshellir á Snæ­fells­nesi nýtur mikilla vin­sælda

Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum al­farið ráð­leggingum sér­fræðinganna“

Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur

Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Sorg­leg“ staða uppi hjá leið­sögu­mönnum

Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið.

Innlent
Fréttamynd

Hver eru sam­fé­lags­leg á­hrif skemmti­ferða­skipa?

Fagmennska er leiðarljós þeirra sem starfa innan ferðaþjónustunnar og árangurinn sýnir að ferðaþjónustan býr yfir þeirri hæfni sem þarf til að standast væntingar ferðamanna eða fara fram úr þeim. Eftir hápunkt sumarsins hefur eitthvað borið á því að stöku áhrifamenn í íslenskri ferðaþjónustu grípi til hugtaksins troðningstúrisma en það er sértaklega slæmt vegna þess að slíkur málflutningur er mjög skaðlegur fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta flug ea­syJet til Akur­eyrar

Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga.

Viðskipti innlent