Rúmlega hálf milljón farþega ferðaðist með Icelandair í ágúst Alls flutti Icelandair 514 þúsund farþega í ágústmánuði en sætanýting var 89 prósent. Farþegafjöldinn tæplega tvöfaldaðist en í ágúst í fyrra voru þeir 264 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6. september 2022 16:09
Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. Lífið 6. september 2022 06:01
„Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. Lífið 5. september 2022 15:25
Allt í rusli í Reykjadal Blóðugur pappír, óhreinar nærbuxur og risastór poki fullur af dósum voru á meðal þess rusls sem finna mátti á víð og dreif í Reykjadal í dag. Innlent 4. september 2022 22:19
Labbaði beint í fangið á Katy Perry Söngkonan Þuríður Blær Jóhannansdóttir hitaði á dögunum upp fyrir poppprinsessuna Katy Perry á skipinu Norwegian Prima sem hún lýsir sem Kapítalískum draum í viðtali við Vísi. Lífið 4. september 2022 10:01
„Master Chief“ nýtur lífsins á Íslandi Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours. Lífið 3. september 2022 21:36
Guðrún ráðin forseti Gray Line Worldwide Guðrún Þórisdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gray Line á Íslandi, hefur verið ráðin í starf forseta Gray Line Worldwide. Viðskipti innlent 2. september 2022 13:55
„Það eru aðrir ráðherrar sem titra hérna í hnjánum“ Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega vígður í morgun. Ríkisstjórnin var viðstödd vígsluna og ljóst er að sumir þeirra eru lofthræddari en aðrir. Innlent 1. september 2022 11:27
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. Innlent 31. ágúst 2022 23:31
Miðar á jólahlaðborð seldust upp á mettíma Strax er orðið uppselt á jólahlaðborðið hjá hótel Geysi í Haukadal en ef marka má Facebook síðu hótelsins seldust miðarnir upp á rétt rúmlega tveimur klukkustundum. Viðskipti innlent 31. ágúst 2022 22:11
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. Erlent 31. ágúst 2022 15:26
Unga fólkið af svæðinu stendur vaktina í Kiðagili Í Bárðardal í Suður – Þingeyjarsýslu er rekin ferðaþjónusta á Kiðagili þar sem systurnar í Svartárkoti og fjölskyldur þeirra sjá um reksturinn. Það hefur verið meira en nóg að gera í sumar og bókunarstaða er mjög góð fram á haust. Maturinn fyrir gesti kemur meira og minna allur úr sveitinni. Innlent 25. ágúst 2022 20:30
Kjötsúpa og heimagerður ís úr sauðamjólk Ann Marie í Fljótsdal dó ekki ráðalaus þegar hún fór að spá í hvernig hún gæti aukið tekjur sínar með því að þjóna ferðamönnum á svæðinu. Jú, hún opnaði matarvagn við Hengifoss þar sem hún selur meðal annars kjötsúpu og heimagerðan ís úr sauðamjólk af bænum sínum. Innlent 24. ágúst 2022 12:31
Diljá ráðin hagfræðingur SAF Samtök ferðaþjónustunnar hafa ráðið Diljá Matthíasardóttur í starf hagfræðings samtakanna og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 07:26
Ekki gaman að sjá glæný för á heimleiðinni eftir þrotlausa vinnu við lagfæringar Vösk sveit Austurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4 hélt á fjöll í gær til að reyna eyða ummerkjum um grófan utanvegaakstur á Kverkfjallaleið, norðan Vatnajökuls. Verkið gekk vel að sögn formanns deildarinnar, en þó var leiðangursmönnum ekki skemmt þegar ný för eftir utanvegaakstur voru sjáanleg á heimleiðinni. Innlent 22. ágúst 2022 15:00
Hrósar unglingum sérstaklega í ferðum sínum um Breiðafjörð Kristján Lár Gunnarsson hefur siglt í mörg ár með ferðamenn um Breiðafjörðinn og finnst það alltaf jafn gaman enda mikill sögumaður og nýtur þess í botn að fræða fólk um ævintýri eyjanna, skoða fuglalífið og njóta náttúrunnar, sem svæðið hefur upp á að bjóða. Innlent 22. ágúst 2022 12:06
Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum. Innlent 21. ágúst 2022 09:14
Talar sex tungumál í Ólafsfirði Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. Innlent 20. ágúst 2022 09:03
Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins. Innlent 18. ágúst 2022 15:20
Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Innlent 18. ágúst 2022 07:46
Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill ráðast í hafnargerð í Vík í Mýrdal til að koma í veg fyrir umfangsmikla vikurflutninga um Suðurlandsveginn. Höfnin myndi skapa mikil tækifæri fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnarlausa sjávarþorp landsins. Innlent 17. ágúst 2022 13:31
Enginn spenntur fyrir umfangsmiklum vikurflutningum um þjóðveginn Þungaflutningar yrðu mun tíðari um Suðurlandsveginn ef áform þýsks fyrirtækis ganga eftir. Vörubíll mun keyra í gegn um helstu bæi svæðisins á kortersfresti. Sveitarfélögum á svæðinu líst ekki á blikuna og setja sig upp á móti flutningunum. Innlent 17. ágúst 2022 09:58
Gunni og Felix að bugast vegna hávaða frá þyrlum Gósentíð er nú hjá þyrlufyrirtækjum vegna gossins á Reykjanesi. En ekki eru allir kátir með ónæðið sem er því samfara; þeir eru reyndar fjölmargir sem vilja segja hingað og ekki lengra. Þeir Gunni og Felix skemmtikraftar eru þeirra á meðal. Innlent 16. ágúst 2022 10:38
Styðja stjórnvöld starfastuld? Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til. Skoðun 15. ágúst 2022 14:30
„Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. Innlent 15. ágúst 2022 13:53
Lítið hægt að gera ef „menn hverfa í hraunið“ Það er nánast ógjörningur fyrir viðbragðsaðila við gosstöðvarnar í Meradölum að koma fólki til bjargar, ef það lendir í sjálfheldu úti á sjálfu hrauninu. Myndband sem sýnir ferðamenn hætta sér ískyggilega nálægt gígunum hefur vakið athygli. Innlent 14. ágúst 2022 19:16
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. Innlent 14. ágúst 2022 08:40
Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. Innlent 13. ágúst 2022 12:08
Missti báða fótleggina eftir slys á Tröllaskaga Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða. Innlent 12. ágúst 2022 23:03
Íbúar á landsbyggðinni neikvæðari í garð túrista Íbúar landsbyggðarinnar virðast ívið neikvæðari gagnvart túristum en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem snýr að viðhorfi Íslendinga til ferðamanna. Innlent 12. ágúst 2022 10:59