Öryggi og velferð í Uppsveitum Haraldur Helgi Hólmfríðarson skrifar 12. júlí 2023 15:31 Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Ferðamennska á Íslandi Slökkvilið Sjúkraflutningar Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun