Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. Erlent 29. júní 2023 10:23
Enginn setur börnin sín í bátinn nema sjórinn sé öruggari en landið Aldrei í sögunni hefur fleira fólk verið á flótta í heiminum. Það er rétt að minna á þá dapurlegu staðreynd í dag, þann 20. júní, á alþjóðadegi flóttafólks, þegar ljósi er varpað á þann vanda sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Foreldrar, börn, systkini, ömmur og afar hafa hrakist heiman frá sér. Frá ættingjum, skólagöngu, vinum, atvinnu, eignum, ættjörð sinni og öðru því sem skiptir fólk máli. Skoðun 20. júní 2023 17:01
Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. Erlent 20. júní 2023 12:03
Neita að hafa smyglað fólki Egypsku mennirnir sem handteknir voru vegna gruns um mansal í tengslum við mál fiskibáts sem yfirfullur var af flóttamönnum og hvolfdi út af ströndum Grikklands síðastliðinn miðvikudag hafa allir neitað sök. Erlent 19. júní 2023 17:03
Segja gögn benda til þess að grísk yfirvöld hafi sagt ósatt Breska ríkisútvarpið segist hafa gögn undir höndum sem bendi til að gríska strandgæslan hafi ekki sagt rétt frá þegar yfirfullur flóttamannabátur sökk unan grísku ströndinni með þeim afleiðingum að hundruð fórust. Erlent 19. júní 2023 06:53
Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. Erlent 17. júní 2023 12:24
Handtóku níu grunaða smyglara eftir harmleikinn á Miðjarðarhafi Lögreglan á Grikklandi hefur handtekið níu aðila sem grunaðir eru um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu um borð í yfirfulla fiskibátnum sem sökk á miðvikudaginn. Erlent 16. júní 2023 07:44
Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. Erlent 15. júní 2023 22:30
Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. Erlent 15. júní 2023 06:50
Að berjast við vindmyllur Vald býr í orðum og orð ber að nota af ábyrgð og varkárni. Á það sérstaklega við hjá kjörnum fulltrúum sem vinna í þágu fólksins. Það er ekki hægt að segja að ábyrg og vel upplýst umræða hafi verið höfð að leiðarljósi hjá ákveðnum kjörnum fulltrúum undanfarið í garð flóttafólks og fólks sem leitar hér alþjóðlegrar verndar. Skoðun 15. maí 2023 08:30
Dómsmálaráðherra segir ávinning af því að styrkja hælisleitendur til brottfarar Dómsmálaráðherra segir væntanlega reglugerð um styrki til hælisleitenda sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og hafa ýmist dregið umsókn sína til baka eða fengið synjun vera til hagsbóta fyrir báða aðila. Það væri ódýrara að styðja fólk til að yfirgefa landið sjálfviljugt en flytja það nauðugt úr landi. Innlent 26. apríl 2023 13:04
Ítalska strandgæslan kemur 1200 til bjargar Ítalska strandgæslan er nú í tveimur aðskildum aðgerðum þar sem reyn er að bjarga samtals 1200 manns á yfirfullum bátum undan ströndum Sikileyjar. Erlent 11. apríl 2023 07:36
Segir ráðuneytið reka fólk úr íbúðum svo leigja megi hælisleitendum Bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ segir bæinn vera kominn að þolmörkum þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hún segir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið reka fólk úr íbúðum sínum svo leigja megi hælisleitendum þær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja bæjarbúa ekki treysta yfirvöldum þegar kemur að málaflokknum. Innlent 6. apríl 2023 13:32
Hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldurinn kviknaði Öryggisverðir í flóttamannabúðum í Ciudad Jarez hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldur kviknaði í búðunum í gær. Minnst 38 létust og 28 eru særðir en flóttamennirnir sjálfir eru sagðir hafa kveikt eldinn. Erlent 29. mars 2023 15:05
Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. Erlent 28. mars 2023 14:42
Tölum um lygar Dómsmálaráðherra Íslands, maðurinn sem ber ábyrgð á málefnum lögreglu, dómstóla og sýslumanna og réttvísinni á Íslandi svona almennt og yfirleitt, hefur endurtekið verið staðinn að lygum. Hann lýgur að þinginu. Hann lýgur að fjölmiðlum. Hann lýgur að almenningi. Skoðun 27. mars 2023 11:31
Vilja nota skrifstofuhúsnæði undir flóttafólk Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk. Innlent 24. mars 2023 22:03
Grísk lögregla rænir og misþyrmir hælisleitendum kerfisbundið Gríska lögreglan misþyrmir og rænir flóttafólk með skipulögðum hætti. Hún hefur á síðustu árum stolið meira en tveimur milljónum evra af fólkinu. Grísk stjórnvöld hafa ennfremur flutt meira en 20.000 flóttamenn yfir til Tyrklands með ólögmætum hætti. Erlent 19. mars 2023 14:31
Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ Innlent 16. mars 2023 21:21
Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. Innlent 16. mars 2023 11:48
Þögull barnamálaráðherra Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda. Skoðun 16. mars 2023 07:01
Útlendingafrumvarpið samþykkt Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega. Innlent 15. mars 2023 20:47
Breytingartillögur felldar jafnóðum Þingmenn úr minnihluta Alþingis hafa lagt fram fjölmargar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á fundi sem nú stendur yfir. Meirihluti þingmanna hefur fellt tillögurnar jafnóðum. Innlent 15. mars 2023 19:17
Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. Innlent 15. mars 2023 16:50
Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. Innlent 15. mars 2023 13:01
Fundurinn einn sá einkennilegasti að mati Sigmars Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis. Innlent 14. mars 2023 13:38
Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. Innlent 14. mars 2023 11:11
Sprengisandur: Virkjanir, iðnaður, flóttafólk og breytingar á verslun Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 12. mars 2023 09:31
Hækkun leigu og íbúðaverðs í boði ríkisvaldsins Húsnæði fyrir flóttafólk er nánast uppurið eins og rakið hefur verið í fréttum. Í frétt Ríkisútvarpsins 4. mars sl. er haft eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, aðgerðastjóra móttöku flóttafólks, að gistiúrræði fyrir flóttafólk hér á landi verði fullt í þessari viku ef fram heldur sem horfir. Hann segir þörf á húsnæði sem geti rúmað tuttugu manns og upp úr. Skoðun 11. mars 2023 13:00
Börn á meðal þeirra 58 sem létu lífið Minnst fimmtíu og átta manns, þar á meðal börn, létu lífið þegar þegar bátur fórst undan suð-austurstönd Ítalíu. Slæmt var í sjóinn og skipið sagt hafa steytt á klettum. Erlent 26. febrúar 2023 16:47
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent