Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Groesjan staðfestur sem ökumaður Renault

Frakkinn Romain Goresjan var í dag staðfestur sem ökumaður Renault í stað Nelson Piquet, sem var sagt upp störfum fyrir nokkrum vikum. Groesjan keppir fyrir Renault á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari vill Schumacher í bíl 2010

Þó Michael Schumacher hafi ákveðið að keppa ekki i Valencia á Spáni um aðra helgi, þá er enn ekki ljóst hvort hann tekur þátt í öðrum mótum á árinu með Ferrari. Luca Badoer mun keyra bíl Massa í Valencia, en framhaldið er ekki ljóst.

Formúla 1
Fréttamynd

Frakkinn Groesjean í stað Nelson Piquet

Franski ökumaðurinn Romain Groesejan tekur við hlutverki Nelson Piquet hjá Renault, sem var rekinn úr sæti ökumanns eftir síðasta kappakstur. Groesejan fær sitt fyrsta tækifæri á Valencia brautinni á Spáni, á sama tíma og Luca Badoer ekur í stað Felipe Massa hjá Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Shumacher: Leiður og vonsvikinn

Michael Schumacher er hundsvekktur að geta ekki keppt að sinni í Formúlu 1, vegna hálsmeiðsla sem hann hlaut í mótorhjólakappakstri í febrúar. Ekki er þó útséð með hvort hann keyrir síðar á árinu, eða jafnvel á því næsta samkvæmt fréttum frá Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari forsetinn svekktur útaf Schumacher

Luca Montezemolo, forseti Ferrari eru verulega svekktur að Michael Schumacher getur ekki keppt. Hann segir að Schumacher hafi verið eins og lítill spenntur strákur þegar honum var boðið að keyra bíl Felipe Massa og honum þyki verulega leitt að geta ekki keppt vegna meiðsla sem hann hlaut í mótorhjólaóhappi í febrúar.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher getur ekki keppt í Valencia

Michael Schumacher tilkynnti formlega í morgun að hann getur ekki keppt í Valencia um aðra helgi eins og til stóð. Meiðsli sem hann hlaut í mótorhjólaslysi í febrúar sködduðu hann á hálsi og hann telur ljóst eftir æfingar að það gangi ekki upp að keppa í Formúlu 1 að sinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher varði brúðkaupsafmælinu í kappakstri

Michael Schumacher er eldheitur þessa dagana í undirbúningi fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn síðan 2006. Hann æfði kart kappakstur í tvo daga í vikunni og svo mikill er áhuginn að á afmæli brúðkaups síns dvaldi hann á kartbraut við Garda vatnið við æfingar.

Formúla 1
Fréttamynd

Niki Lauda: Schumacher sá eftir að hætta

Austurríkismaðurinn Niki Lauda telur að Michael Schumacher hafi séð eftir að hætt árið 2006 og hann hafi aldrei losnað við kappaksturs bakteríuna. Þess vegna hafi hann farið í mótorhjólakappakstur.

Formúla 1
Fréttamynd

Stóru liðin sækjast eftir Nico Rosberg

Frank Williams segir að mörg lið hafi áhuga á Nico Rosberg. sem er liðsmaður Williams ásamt Kazuki Nakajima. Rosberg ákvað að vera áfram hjá Williams í fyrra, þó McLaren hefði áhuga á kappanum.

Formúla 1
Fréttamynd

Ekki tekist að bjarga BMW

BMW liðið sem er hætt að keppa í Formúlu 1 tókst ekki að selja liðið í tæka tíð fyrir undirskrift FOTA keppnisliða við FIA, en skráningu lauk í gær og tólf lið eru skráð í Formúlu 1 frá 2010 til 2011.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari í fýlu við Frank Williams

Forráðamenn Ferrari eru afar ósáttir að Frank Williams og lið hans hafi sett sig á móti því að Michael Schumacher fái einn æfingadag á 2009 bíl. Williams vill að farið sé að reglum um æfingabann og ekki skapað fordæmi á breytingum.

Formúla 1
Fréttamynd

Nelson Piquet: Briatore slátraði mér

Brasilíumaðurinn Nelson Piquet hefur fengið uppsagnabréf frá Renault og er ekki sáttur við aðferðir Flavio Briatore. Briatore hefur verið ófeiminn við að gagnrýna Piquet í fjölmiðlum frá því hann hóf að keppa með Renault í fyrra.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa: Þakklátur að sleppa lifandi

Felipe Massa var útstkirfaður af spítalanum í Búdaest í dag, þar sem hann hefur dvalið síðustu 9 daga eftir óhappið í tímatökunni á Hungaroring brautinni. Fyrst var honum var hugað líf, en hann hefur braggast hratt á spítalanum eftir að neyðaraðgerð var framkvæmd á höfði hans.

Formúla 1
Fréttamynd

FIA og FOTA semja um Formúlu 1

FIA, aþljóðabílasambandið og FOTA, samtök keppnisliða hafa undirritað samning til 31. desember 2012 sem nær yfir allt sem kemur að mótshaldi, tekjuskiptungu sjónvarpsréttar og öðru sem máli skiptir í rekstri mótaraðarinnar.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher byrjaður að keyra Ferrari

Michael Schumacher lætur ekki deigan síga, þó æfingabann milli mót þýði að hann má ekki keyra 2009 Formúlu 1 bíl. Hann er að keyra 2007 Ferrari á Mugello brautinni í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher mætir til leiks í stað Massa

Michael Schumacher mun keppa í staðinn fyrir Felipe Masssa í kappakstrsmótinu í Valencia á Spáni í lok ágúst. Þetta var staðfest í dag af Schumacher, en orðrómi um þetta efni var neitað í gær af umboðsmanni hans.

Formúla 1
Fréttamynd

Button hefur áhyggjur af gangi mála

Jenson Button er ekki alls kostar sáttur við stöðuna hjá Brawn liðinu þessa dagana. Eftir draumabyrjun á árinu hefur hann ekki unnið í þremur síðustu mótum. Um helgina vann Lewis Hamilton sitt fyrsta mót og Mark Webber hefur sótt 15 stiga á forskot Buttons í stigamótinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Neyðaraðgerð bjargaði lífi Massa

Brasilíumaðurinn Felipe Massa hefur verið vakinn úr dái, en honum hefur verið haldið meira og minna sofandi síðan hann lenti í óhappi í tímatökum í Búdapest á laugardag. Sérstakur blaðamannafundur var haldin á AEK spítalanum í Búdapest í kvöld.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa braggast hægt og rólega

Læknar sem sjá um Felipe Massa á spítla í Búdapest eftir slys tímatökum á laugardaginn segja að líðan hans sé stöðug og fyrstu merki um að hann nái fullri heilsu séu jákvæð. Þó sé enn of snemmt að fullyrða stöðu hans.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Átti ekki von á sigri

Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton vonast til að ná forystu

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er fjórði á ráslínu fyrir kappaksturinn í Búdapest í dag. Hann kveðst vonast eftir að ná forystu, þar sem hann er með KERS búnað í bílnum sem gefur honum 80 auka hestöfl umfram þrjá fremstu ökumennina.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa reyndist höfuðkúpubrotinn eftir slys

Brasilíumaðurinn Felipe Massa liggur á gjörgæsludeild á spítala í Búdapest eftir slys í tímatökum í dag. Hann skall harkalega á varnarvegg eftir að aðskotahlutur skaust í hjálm hans og rotaði hann.

Formúla 1