Massa: Mikilvægt að setja pressu á Ferrari Felipe Massa annar ökumanna Williams liðsins í Formúlu 1 segir að það sé mikilvægt fyrir liðið að setja pressu á Ferrari í nánustu framtíð. Formúla 1 16. júní 2015 22:00
Manor hugsanlega hætt við Manor liðið í Formúlu 1 endurhugsar nú áætlun sína um að kynna nýjan bíl á tímabilinu. Hugsanlega verður hann ekki kynntur fyrr en á næsta tímabili. Formúla 1 14. júní 2015 15:30
Bílskúrinn: Endurkoman í Kanada Lewis Hamilton kom til baka eftir vonbrigðin í Kanada, Nico Rosberg glímdi við bremsuvandamál og Valtteri Bottas komst á verðlaunapall. Formúla 1 9. júní 2015 23:00
Wolff: Við erum ekki alltaf hálfvitar Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Bottas var jafnframt fyrsti ökumaðurinn sem kemst á verðlaunapall í ár sem ekur ekki fyrir Mercedes eða Ferrari. Hver sagði hvað eftir keppnina? Formúla 1 7. júní 2015 20:24
Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kanada Lewis Hamitlon á Mercedes vann í Kanada, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Það var sama hvað Rosberg reyndi, Hamilton átti alltaf svar. Formúla 1 7. júní 2015 19:36
Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? Formúla 1 6. júní 2015 18:41
Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Formúla 1 6. júní 2015 18:18
Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. Formúla 1 6. júní 2015 00:01
Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. Formúla 1 4. júní 2015 22:00
Renault ætlar að hætta sem vélaframleiðandi Renault hefur útilokað að halda áfram sem eingöngu vélaframleiðandi. Hár kostnaður og lítið auglýsingagildi eru nefndar sem helstu ástæður. Formúla 1 3. júní 2015 06:00
Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta. Formúla 1 1. júní 2015 22:30
Ricciardo: Breiðari afturdekk skref í rétta átt Daniel Ricciardo telur að breiðari afturdekk muni gera sýnilegri muninn milli góðra ökumanna og þeirra bestu. Formúla 1 30. maí 2015 23:15
Wolff: Við sögðum Hamilton að vera áfram úti Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Lewis Hamilton ökumaður liðsins hafi átt stóran þátt í því að hið örlagaríka þjónustuhlé fór fram. Formúla 1 29. maí 2015 08:00
Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. Formúla 1 27. maí 2015 08:00
Wolff: Við misreiknuðum þjónustuhléið Nico Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð og er þá kominn í hóp goðsagna á borð við Graham Hill, Ayrton Senna og Alain Prost. Formúla 1 24. maí 2015 18:30
Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mónakó þriðja árið í röð. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. Formúla 1 24. maí 2015 13:57
Vettel: Það var of kalt fyrir okkur Lewis Hamilton náði einum mikilvægasta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? Formúla 1 23. maí 2015 15:00
Lewis Hamilton á ráspól í Mónakó Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í Mónakó. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar en átti ekkis var. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Formúla 1 23. maí 2015 13:05
Hamilton: Ég á meira inni Lewis Hamilton sýndi hvað hann getur á seinni æfingu gærdagsins. Hann var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg. Formúla 1 23. maí 2015 11:30
Hamilton hraðastur á báðum æfingum Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagisins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Formúla 1 21. maí 2015 20:05
Alonso: Held við náum í stig í Mónakó McLaren mun ná í sín fyrstu stig í ár í keppninni í Mónakó um helgina ef marka má orð annars ökumanna liðsins, Fernando Alonso. Formúla 1 19. maí 2015 22:15
Hamilton finnst ótrúlegt að geta náð Senna Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir það ótrúlega tilfinningu að nálgast þá mögnuðu tölfræði sem Ayrton Senna náði á sínum ferli. Formúla 1 19. maí 2015 07:30
Hamilton: Ég ætla á undan í tímatökunni í Mónakó Lewis Hamilton ætlar að tryggja að atburðir tímatökunnar í Mónakó í fyrra endurtaki sig ekki í ár. Formúla 1 16. maí 2015 23:30
Eldsneytisáfylling snýr aftur í Formúlu 1 Uppkast af stefnubreytingu hefur verið samþykkt af skipulagshópi Formúlu 1 liða á fundi í gær. Meðal breytinga er að eldsneytisáfyllingar snúa aftur. Formúla 1 15. maí 2015 22:15
Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til. Formúla 1 12. maí 2015 22:31
Vettel: Við reyndum allt sem við gátum Nico Rosberg á Mercedes vann keppni dagsins eftir spennandi keppni í Barselóna. Honum var aldrei ógnað af alvöru. Hver sagði hvað eftir keppni dagsins? Formúla 1 10. maí 2015 15:00
Nico Rosberg vann á Spáni Nico Rosberg á Mercedes vann sína fyrstu keppni á tímabilinu í dag. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð í öðru sæti og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Formúla 1 10. maí 2015 13:41
Hamilton: Ég hafði ekki hraðann Nico Rosberg náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Rosberg átti í spennandi baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? Formúla 1 9. maí 2015 23:00
Nico Rosberg á ráspól í Barselóna Nico Rosberg náði ráspól í Barselóna, liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Formúla 1 9. maí 2015 13:04
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Spáni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar. Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni en Sebastian Vettel á Ferrari varð þá annar. Formúla 1 8. maí 2015 17:30