
Thiago meiddur og setur félagaskipti Toney í hættu
Igor Thiago meiddist á hné í æfingaleik með Brentford í gærkvöldi sem gæti sett fyrirhuguð félagaskipti Ivans Toney í hættu.
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.
Igor Thiago meiddist á hné í æfingaleik með Brentford í gærkvöldi sem gæti sett fyrirhuguð félagaskipti Ivans Toney í hættu.
Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR í Bestu deild karla, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu hjá liðinu í vikunni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru.
Fjórir leikir fóru fram hér á landi í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær. Stjarnan var eina liðið sem vann sinn leik, Breiðablik og Víkingur töpuðu en Valur gerði markalaust jafntefli. Öll mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan.
Beverly Priestman hefur verið vikið úr starfi sem þjálfari kvennalandsliðs Kanada í fótbolta á meðan Ólympíuleikunum stendur eftir að frekari upplýsingar um drónanjósnir hennar litu dagsins ljós.
Franska liðið FC Girondins de Bordeaux, sem er sjötta sigursælasta lið í sögu franskrar knattspyrnu, hefur verið lýst gjaldþrota og mun leika frönsku C-deildinni í haust, sem er hálf-atvinnumannadeild.
„Það var margt gott og þá sérstaklega eftir að við hækkuðum tempóið í okkar leik,“ byrjaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir sigur síns liðs á Paide í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Höskuldur Gunnlaugsson átti góðan leik inni á miðsvæðinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Drita í fyrri leik liðanna í annarri umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrirliðinn er vongóður um að Blikar nái að komast áfram þrátt fyrir 2-1 tap.
Frakkland vann góðan 3-2 sigur á Kólumbíu í A-riðli Ólympíuleikanna í kvöld en heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og gerðu nánast út um hann í fyrri hálfleik en staðan var 3-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Það var að vonum svekktur Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal eftir 0-1 tap Víkings gegn KF Egnatia í kvöld. Arnar segir sína menn hafa lagt sig alla fram en skortur á sjálfstrausti og tæknileg mistök urðu þeim að falli.
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og það má segja að það hafi ekki vantað hitann, þó svo að það sé bölvuð kuldatíð. Tvö rauð spjöld fóru á loft og tvö víti voru dæmd.
Blikar eru í nokkuð snúinni stöðu eftir fyrri leik sinn við Drita frá Kósóvó í annarri umferð í forkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta sem fram fór á Kópavogsvelli í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.
Valur og St. Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeild Evrópu.
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, situr uppi í stúku og fylgist með leik Breiðabliks og Drita þessa stundina en hann átti að vera á varamannabekknum í kvöld.
Þjóðverjar byrjuðu Ólympíuleikana á að leggja Ástralíu 3-0 í knattspyrnu kvenna en Þjóðverjar höfðu töluverða yfirburði í leiknum.
Stórlið FCK átti ekki í miklum vandræðum á útivelli gegn FC Bruno's Magpies í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar en Orri Steinn og félagar höfðu töluverða yfirburði í leiknum.
Stjarnan vann öruggan sigur í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar og mætti eistneska liðinu Paide Linnameeskond í kvöld þar sem Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri.
Guðlaugur Victor Pálsson er genginn til liðs við Plymouth Argyle FC en liðið leikur í ensku B-deildinni. Þar hittir hann fyrir sinn gamla þjálfara, Wayne Rooney, en Rooney var þjálfari DC United í Bandaríkjunum þegar Victor lék þar.
Víkingur lá 0-1 fyrir KF Egnatia í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Markmannsmistök kostuðu Víkinga leikinn og þeir fundu fá færi í leit að jöfnunarmarki.
Skoskir stuðningsmenn St. Mirren eru ekki lítið spenntir fyrir fyrsta Evrópuleik liðsins í 37 ár. Sá fer fram á Hlíðarenda í kvöld.
Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda.
Keppni í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum rúllaði af stað í dag og er tveimur leikjum lokið. Kanada lagði Nýja-Sjáland 2-1 og þá lagði Spánn Japan 2-1.
Moussa Diaby hefur yfirgefið herbúðir Aston Villa eftir aðeins eitt tímabil og skrifað undir samning við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.
Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag.
Breiðablik mætir sterku kósóvsku liði Drita í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambansdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir menn spennta fyrir verkefninu.
Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu.
Stjörnumenn mæta eistneska liðinu Paide Linnameeskond í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Úrslitin gætu ráðið miklu um útkomu einvígsins.
Fulham er sagt hafa boðið 35 milljónir punda í Emile Smith Rowe, sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Arsenal er tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en kveður hann með miklum trega.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn mæta reiða til leiks í Evrópuleik kvöldsins við Egnatia frá Albaníu. Hann hefur litlar áhyggjur af hegðun fólks í stúkunni.
FC Bruno's Magpies var stofnað á knæpu einni í Gíbraltar og er ekki mjög þekkt nafn í fótboltaheiminum enda ekki nema ellefu ára gamalt. Síðar í dag leikur liðið gegn FC Kaupmannahöfn í undankeppni Sambandsdeildarinnar.