
Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili
Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn.
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.
Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn.
Real Madrid hefur ákveðið að virkja klásúlu í samningi og festa kaup á framherjanum Joselu.
Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir.
Þýski þjálfarinn Julian Nagelsmann tók undir orð landsliðsmannsins Joshua Kimmich og segir fáránlegar spurningar settar fram í rasískri könnun ríkismiðilsins ARD.
Fimmtán mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í fótbolta í gær.
Ýmsir höfðu gaman að óförum Cristianos Ronaldo í úrslitum konungsbikarsins í Sádi-Arabíu, meðal annars Neymar.
Kevin Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Everton og fleiri liða, liggur alvarlega veikur á spítala.
Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn.
Bayer Leverkusen varð þýskur meistari á nýliðnu tímabili eftir að hafa farið ósigraðir í gegnum tímabilið. Þeir gætu hins vegar misst einn af sínum mikilvægustu mönnum til stórliðs Bayern Munchen.
Það var ýmislegt sem Ómar Ingi Guðmundsson gat verið ósáttur við í kvöld þegar HK tapaði fyrir Breiðablik 0-2 í Kórnum. Leikið var í 9. umferð Bestu deildar karla og náðu HK-ingar því ekki að fjarlægjast fall svæðið í þetta sinn.
Annar markaskorara Breiðabliks var að vonum sáttur með leik liðsins í kvöld og eigin frammistöðu. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði seinna mark gestanna í byrjun seinni hálfleiks til að tryggja öll stigin fyri Breiðablik í 2-0 sigri þeirra í Kórnum í kvöld.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, þurfti að játa sig sigraðan á móti Íslandsmeisturum Víkings í kvöld. Leikurinn var fjörugur en Árbæingar komust yfir á fyrstu mínútu en þurftu á endanum að sætta sig við 5-2 tap.
Venezia sem Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson leika með tryggði sér sæti í Serie A deildinni á Ítalíu á næstu leiktíð eftir 1-0 sigur á Cremonese í seinni umspilsleik liðanna.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stýrði sínum mönnum til sigurs í miklum markaleik í Víkinni í kvöld á móti Fylki. Hann var þó langt frá því að vera hæstánægður með 5-2 sigur.
Úrslitin voru eftir bókinni í Víkinni í kvöld þegar efsta lið Bestu deildar karla mætti því neðsta. Víkingur tók á móti Fylki og sigruðu heimamenn 5-2 í ansi fjörugum leik.
Tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn dugði Breiðablik til að landa öllum stigunum í Kópavogsslagnum í 9. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Blikar hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en tvö dugðu í þetta sinn. Blikar halda því í við Víking í topp baráttunni.
Elías Már Ómarsson og liðsfélagar hans í NAC Breda tryggðu sér í dag sæti í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-1 tap gegn Excelsior í seinni umspilsleik liðanna um sæti í efstu deild.
Hilmir Mikaelsson skoraði fyrir Kristiansund þegar lið hans Kristiansund vann sinn fyrsta sigur í norsku deildinni síðan í apríl. Logi Tómasson og Strömgodset töpuðu hins vegar stigum á heimavelli.
Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn á fullt eftir meiðsli og er líka búinn að klæða sig í skotskóna.
Vestramenn hoppuðu upp fyrir HK og upp í níunda sæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 heimasigur á Stjörnunni en leikurinn var spilaður í Laugardalnum. Stjörnuliðið hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum.
Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag.
Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu.
Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich er allt annað en sáttur við bæði spurninguna og svörin í nýrri skoðunakönnum meðal þýsku þjóðarinnar þar sem spurt var út í þýska fótboltalandsliðið.
Valgeir Valgeirsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í dag þegar Örebro gerði 2-2 jafntefli við Oddevold á heimavelli í sænsku b-deildinni í fótbolta.
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar vel undir stjórn Emmu Hayes og Cloé Eyja Lacasse var á skotskónum með kanadíska landsliðinu.
Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili í Erling Haaland því annar ungur Norðmaður vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar.
Skagamenn sóttu þrjú stig norður á Akureyri í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á KA í öðrum leik níundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta.
Nökkvi Þeyr Þórisson lék með St. Louis City í nótt þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lionel Messi og félaga í Inter Miami.
Töluverð læti voru bæði á Wembley-leikvanginum og fyrir utan í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Fimmtíu og þrír voru handteknir vegna atburðanna.
Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti vann í kvöld sinn fimmta Meistaradeildartitil þegar hann stýrði Real Madrid í 2-0 sigri gegn Dortmund.