Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Markametið hans Gylfa í tölum

Gylfi Þór Sigurðsson bætti í gær markamet íslenska karlalandsliðsins þegar hann varð sá fyrsti í sögunni til að skora 27 mörk fyrir íslenska landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Drauma­starfið þitt er ekki alltaf á lausu“

Fót­bolta­þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfs­son einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfara­störfum í fót­bolta­heiminum. Staðan þar er eins og á al­mennum vinnu­markaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“

„Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur Hollands í Aþenu góður fyrir Ísland

Slóvakía vann Lúxemborg 1-0 á útivelli í J-riðli undankeppni EM 2024. Ísland á litla sem enga möguleika á að ná 2. sæti en sigur Hollands gerir það að verkum að það er næsta öruggt að Ísland fari í umspil þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Nik tekur við Blikum

Nik Chamberlain hefur látið af störfum sem þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hann er í þann mund að taka við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sevilla hefur á­huga á Greenwood

Talið er að enski framherjinn Mason Greenwood vilja skipt alfarið yfir til Getafe þar sem hann er á láni frá Manchester United. Talið er að Sevilla ætli að veita Getafe samkeppni um leikmanninn sem spilaði hvorki né æfði í fleiri mánuði eftir að þáverandi kærasta hans sagði hann hafa beitt sig ítrekuðu líkamlegu ofbeldi og birti myndir því til sönnunar.

Fótbolti
Fréttamynd

Austur­ríki á EM

Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld.

Fótbolti