
Skytturnar á toppinn
Arsenal er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á nýliðum Luton Town. Þá gerði Brighton & Hove Albion markalaust jafntefli við Brentford.
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.
Arsenal er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á nýliðum Luton Town. Þá gerði Brighton & Hove Albion markalaust jafntefli við Brentford.
Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona gera nú hvað þeir geta til að sannfæra þjálfara liðsins, Xavi, um að vera áfram við stjórnvölin. Xavi stendur þó fast á sínu og mun hætta í sumar.
Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður væntanlega í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum við Pólland á föstudag og Þýskaland næsta þriðjudag, í undankeppni EM í fótbolta.
ÍTF, hagsmunasamtök félaganna í efstu deildum Íslands í fótbolta, hafa opnað fyrir skráningu í draumadeildarleik sem tengist Bestu deild karla í fótbolta.
Stjarnan hefur fengið til sín bandarískan varnarmann fyrir komandi leiktíð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún heitir Hannah Sharts og er 24 ára gömul.
„Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur.
Kamerúnska knattspyrnusambandið hefur lýst yfir mikilli undrun eftir að íþróttamálaráðuneyti landsins réði Marc Brys sem nýjan þjálfara karlalandsliðsins.
Cristiano Ronaldo hlóð í enn eina þrennuna er Al Nassr vann 8-0 risasigur gegn Abha í sádiarabísku deildinni í knattspyrnu í gær. Þetta var annar leikurinn í röð sem Ronaldo skorar þrennu.
Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, var í morgun handtekinn á flugvellinum í Madríd.
FH hefur gengið frá samningum við Ísak Óla Ólafsson út leiktíðina 2027. Hann kemur frá Esbjerg í Danmörku.
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, veit ekki alveg hvar hann hefur FH skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Það velkist enginn í vafa um það á hvaða leikmanni Póllands þarf að hafa mestar gætur, þegar stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Pólverjum á Kópavogsvelli á föstudaginn. Hún heitir Ewa Pajor og er nú orðuð við Manchester United.
Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, er ekki lengur talinn meðal þeirra þjálfara sem eru taldir líklegastir til að taka við stjórnartaumunum hjá Liverpool þegar Jürgen Klopp lætur af störfum í sumar.
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, finnst teikn á lofti um að ÍA falli ekki í sama pytt og áður, þegar liðið hefur komið upp úr næstefstu deild.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Ótrúlegt öskubuskuævintýri þýska C-deildarliðsins FC Saarbrucken er á enda eftir tap gegn FC Kaiserslautern í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær.
Það á ekki af Manchester United að ganga á þessari leiktíð en nú er ljóst að Victor Lindelöf og Lisandro Martínez verða frá næsta mánuðinn vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leik gegn Brentford á dögunum.
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, er þekktur fyrir miklar tilfinningar á hliðarlínunni. Þá á hann það til að ræða við, og jafnvel gagnrýna, leikmenn beint eftir leik á meðan allar myndavélar heimsins eru á honum.
Raphaël Varane, miðvörður Manchester United, segist hafa skaðað líkama sinn með því að spila stuttu eftir að hafa fengið heilahristing. Þá segist hann ekki leyfa börnum sínum að skalla boltann þegar þau eru að leika sér í fótbolta.
Juventus lagði Lazio 2-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Coppa Italia eða ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu.
West Ham United gerði 1-1 jafntefli við nágranna sína í Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Stigið gerir ekki mikið fyrir liðin sem eru bæði í harðri Evrópubaráttu.
Newcastle United og Everton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þá vann Nottingham Forest 3-1 sigur á Fulham.
Sperkspekingurinn Chris Sutton, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Blackburn Rovers og Chelsea, segir að gagnrýni Roy Keane í garð norska framherjans Erling Braut Haaland hafi verið „ósanngjörn og algjört bull.“
Vísir er með beina textalýsingu frá leik Burnley og Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Burnley er í næstneðsta sæti deildarinnar á meðan Wolves situr í tíunda sæti.
Gabriel Kobylak, markvörður pólska liðsins Radomiak Radom, reyndist hetja liðsins er hann skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi gegn Puszcza í pólsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Reberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, og Julian Nagelsmann, þjálfari þýska landsliðsins, eru þeir tveir kandídatar sem telja líklegastir til að taka við stjórastöðu þýska stórveldisins Bayern München í sumar.
Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt.
Spænska ungstirnið Pedri hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir stórkostlegt ár hans árið 2021. Meiðsli hafa strítt unga manninum sem er þess þó viss að hann verði enn að eftir áratug. Hann virðist þá ekki hræðast hármissi.