Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ronaldo af bekknum og til bjargar

Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll

Eyjamenn eru ansi nálægt því að geta fagnað sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 6-0 risasigur á Grindavík í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Grótta féll en ÍR bjó sér til góða von um að fara í umspil.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Af­mælis­barnið Gylfi Þór fær kannski köku­sneið

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir Gylfa Þór mögulega fá kökusneið í tilefni dagsins en ekki mikið meira en það þar sem það er leikur annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Til­búinn að kaupa Boehly út

Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. 

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ef þetta hefði gerst í karla­fót­bolta“

„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ekið í veg fyrir rútu Eyja­kvenna

Leikmenn kvennaliða ÍBV í handbolta og fótbolta sluppu vel þegar rúta þeirra lenti í árekstri á leið heim úr Reykjavík í dag. Einn leikmaður var þó sendur á sjúkrahús til skoðunar.

Sport
Fréttamynd

Amanda og fé­lagar hentu Val úr keppni

Valskonur verða ekki með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur eftir að þær steinlágu gegn Twente í Hollandi í dag, 5-0, í úrslitaleik um að komast í seinni umferð undankeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætlum klár­lega að koma okkur strax aftur upp“

Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var eðlilega sár og svekkt eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna. Úrslitin þýða að Keflavík er fallið úr efstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram upp í Bestu deild kvenna

Fram hefur tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Það gerði liðið með frábærum 5-0 sigri á toppliði FHL í lokaumferð Lengjudeildar kvenna.

Íslenski boltinn