Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Bjórpása í Víkinni og lög­reglan í heim­sókn í Garða­bæ

Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fimm á­stæður þess að Ís­land falli strax út á EM

Nú eru aðeins tveir dagar í að Ísland hefji keppni á EM kvenna í fótbolta. Væntingar manna varðandi árangur á mótinu eru eflaust misjafnar en fyrir þá svartsýnu eru hér ástæður sem gætu valdið því að Ísland komist ekki upp úr sínum riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

EM í dag: Hita­bylgja og hrak­farir við komuna til Thun

Fulltrúar íþróttadeildar Sýnar eru mættir til Thun í Sviss til að fylgja íslenska kvennalandsliðinu eftir á EM í fótbolta þar í landi. Hitabylgja ríður yfir svæðið þessa dagana og strákarnir skelltu sér á vinsælan baðstað en það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane af­greiddi Brassana

Bayern München er komið í 8-liða úrslit á heimsmeistaramóti félagsliða eftir öruggan 4-2 sigur á Flamengo. Harry Kane skoraði á 9. mínútu og kláraði svo dæmið með fjórða marki liðsins á þeirri 73.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“

Fram og ÍBV mættust á Lambhagavellinum í dag og lauk leiknum með 2-0 sigri heimamanna. Með sigrinum komust Framarar upp að hlið Vestra í 5. sæti deildarinnar og Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins var ánægður með varnarleik sinna manna í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Joao Pedro til Chelsea

Brasilíski framherjinn Joao Pedro er að ganga til liðs við Chelsea en kaupverðið gæti orðið 60 milljónir punda þegar allt verður talið til.

Fótbolti
Fréttamynd

Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta voru snöggar að kanna betur aðstæður í Thun vatni í gær en þær eru nú komnar til Gunten sem varða höfuðstöðvar þeirra á Evrópumótinu í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mér finnst þetta vera brandari“

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, var allt annað en sáttur þrátt fyrir 4-1 sigur á Benfica í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða. Ástæðan var tveggja klukkutíma töf undir lok leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Bonny til Inter

Inter Milan og Parma hafa náð samkomulagi um sölu á franska framherjanum Ange-Yoan Bonny til Inter en hann var markahæsti leikmaður Parma á nýliðnu tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur Chelsea og Benfica blásinn af

Leikur Chelsea og Benfica í 16-liða úrslitum á heimsmeistaramóti félagsliða hefur verið blásinn af um óákveðinn tíma vegna þrumuveðurs. Aðeins voru fjórar mínútur eftir af venjulegum leiktíma þegar ákvörðunin var tekin.

Fótbolti