
Jafntefli í lokaleik Ólafíu og Valdísar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir gerðu jafntefli í síðasta leik sínum á EM í golfi.
Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir gerðu jafntefli í síðasta leik sínum á EM í golfi.
Tiger paraði fyrsta hring á PGA meistaramótinu í St.Louis en um er að ræða síðasta risamót ársins.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eiga ekki möguleika á að komast áfram í undanúrslit á EM í golfi þrátt fyrir jafntefli við Noora Komulainen og Ursula Wikstrom frá Finnlandi.
Kylfingar út um allan heim minnast atvinnukylfingsins Jarrod Lyle.
Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson unnu annan leik sinn á EM í golfi sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi.
Íslandsmeistarinn Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu fyrsta leik sinn á EM í golfi örugglega í Skotlandi í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir töpuðu sínum fyrsta leik.
Fjórir íslenskir atvinnukylfingar verða á meðal keppenda á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi dagana 8.til 12. ágúst en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands.
Ragnhildur Sigurðardóttir stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu þar sem tíu öflugir kylfingar öttu kappi á Golfvelli Ness.
Justin Thomas kom, sá og sigraði á Bridgestone mótinu en það er huti af PGA mótaröðinni. Þetta var þriðji sigur Thomas á tímabilinu.
Hið árlega golf- og góðgerðamót, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 22. sinn á Nesvellinum en leikið er í dag.
Tiger Woods náði ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku á fyrstu tveimur hringjunum á Bridgestone Invitational og á ekki möguleika á sigri í mótinu.
Tiger Woods er á meðal efstu manna eftir tvo hringi á Bridgestone Invitational sem fram fer í Akron, Ohio um helgina.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna breska meistaramótinu í golfi þar sem hún var fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Besta byrjun Tiger Woods á PGA mótaröðinni í langan tíma.
Skorkortið var litríkt eftir fyrsta hringinn hjá Valdísi á Opna breska.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á Opna breska meistaramótinu, fjórða risamóti ársins í kvennagolfi, í dag. Mótið fer fram á sögufrægum velli en þetta er í annað sinn sem Valdís leikur á risamóti. Engar vatnstorfærur eru á vellinum.
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á fimmtudaginn á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Englandi um helgina.
Golfsambandið á Íslandi og Evrópumótaröð kvenna eru í viðræðum um að haldið verði mót á Íslandi í framtíðinni. Forseti GSÍ segir að viðræður séu enn á grunnstigi en að sambandið sé harðákveðið í að hér fari fram mót
Steph Curry er ekki bara einn besti körfuboltamaður heims heldur þykir hann einnig góður kylfingur.
Efsti kylfingur heimslistans sigraði Opna kanadíska um helgina.
Axel Bóasson úr GK varði Íslandsmeistaratitil sinn í golfi á Íslandsmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er Íslandsmeistari kvenna í golfi. Hún vann öruggan sigur á Íslandsmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum í helgina.
Fyrir lokahringin á Opna kanadíska mótinu á PGA mótaröðinni í golfi eru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti, þeirra á meðal er efsti maður heimslistans, Dustin Johnson.
Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir leiða eftir þriðja hring á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina.
Íslandsmótið í höggleik er í fullum gangi í Vestmannaeyjum og þar gerði Haraldur Franklín Magnús sér lítið fyrir og bætti vallarmetið.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram í Aberdeen um helgina.
Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili sló vallarmet á Vestmannaeyjavelli á öðrum keppnisdeigi Íslandsmótsins í golfi í dag. Anna Sólveig deilir forystunni á mótinu með Guðrúnu Brá Björgvinssdóttur þegar mótið er hálfnað.
Valdís Þóra Jónsdóttir er að öllum líkindum úr leik á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram í Aberdeen. Hún kláraði annan hringinn í dag á pari vallarins og var samtals á þremur höggum yfir pari.
Valdís Þóra Jónsdóttir náði sér ekki á strik á Opna skoska meistaramótinu í golfi en leikið er í Aberdeen í Skotlandi.
Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, er með eins höggs forskot á Íslandsmótinu í höggleik. Leikið er í Vestmannaeyjum og var fyrsti hringurinn í dag.