
Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum
Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka.
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt.
Kórónuveiran hefur sett mikinn svip á aðdraganda Evrópumótsins í handbolta eins og allt annað í heiminum í dag. Hún hefur líka séð til að þess að lið hafa þurft að yfirgefa hótel sín.
Litáen er meðal þjóða sem taka þátt á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Slóvakíu og Ungverjalandi á næstu dögum. Litáar vildu ekki eiga á hættu að smitast á ferðalagi sínu til Slóvakíu svo liðið ákvað að keyra alla leið frekar en að fljúga.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól.
Íslands- og bikarmeistarar Vals hafa selt leikstjórnandann Tuma Stein Rúnarsson til þýska B-deildarliðsins Coburg 2000 samkvæmt heimildum íþróttadeildar.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta flaug til Búdapest í Ungverjalandi í gær og yfirgaf því sóttvarnarkúlu sína á Íslandi eftir níu daga.
Vísir kynnir leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem gætu sprungið út á EM í handbolta 2022.
Ein skærasta stjarna EM í handbolta og landsliðsþjálfari Serbíu eiga vart orð yfir skorti á sóttvörnum á mótinu.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á enn eitt stórmótið en strákarnir okkar eru komnir til Búdapest til að keppa á EM 2022.
Ólafur Stefánsson, fyrrum fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er bjartsýnn fyrir gengi íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu en fyrsti leikur strákanna okkar er á föstudaginn.
Evrópumótið í handbolta hefst eftir aðeins tvo daga en 25 leikmenn á mótinu eru smitaðir af kórónuveirunni.
Florent Bourget, leikmaður hollenska handboltalandsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Holland er með Íslandi í riðli á EM 2022 og þjálfari liðsins er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson.
Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að sanna sig á Evrópumótinu í handbolta 2022.
Serbneska handboltalandsliðið hefur farið illa út úr kórónuveirufaraldrinum í aðdraganda Evrópumeistaramótsins í handbolta sem hefst á fimmtudaginn.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir enga óskastöðu að hafa ekki fengið æfingaleiki fyrir Evrópumótið sem hefst á fimmtudaginn.
Litháen átti að mæta Íslandi í tveimur vináttulandsleikjum um nýliðna helgi í aðdraganda EM karla í handbolta en ekkert varð af því, kannski sem betur fer.
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir andann og hugarfarið í liðinu gott.
Þrír úrvalsdeildarslagir eru í 16-liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta, og einn í 16-liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna. Dregið var í hádeginu.
Ábyrgðin er mikil á herðum þeirra leikmanna úr íslenska handboltalandsliðinu sem Vísir kynnir til leiks í dag.
Heimsmeistarar Dana ferðuðust til Ungverjalands í morgun þar sem þeir taka þátt í Evrópumótinu í handbolta. Það voru þó ekki allir sem fengu að fara með í flugið.
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er að undirbúa sig fyrir sitt fimmtánda stórmót með íslenska landsliðinu en vegna kórónuveirunnar er undirbúningurinn afar sérstakur þetta árið.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta unnu í kvöld nauman sigur gegn Frökkum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í vikunni. Lokatölur urðu 35-34.
ÍBV mætti Sokol Pisek frá Tékklandi í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta.
Stjarnan vann eins marks sigur á Val 25-26. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni sinn fyrsta sigur á árinu 2022.
Lovísa Thompson sneri aftur í lið Vals eftir að hafa tekið sér hlé frá handbolta á afmælis deginum sínum 27. október síðastliðinn. Lovísa fékk þó ekki drauma endurkomu þar sem Valur tapaði gegn Stjörnunni 25-26.
Fram vann mikilvægan sigur á deildarmeisturum KA/Þór í dag í KA heimilinu í dag. Það var mikill spenna í leiknum, lítið skorað og mistök á báða bóga sem endaði sem hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur.
Kvennalið ÍBV vann öruggan sjö marka sigur er liðið mætti tékkneska liðinu Sokol Pisek í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta, 27-20. Leikið var í Vestmannaeyjum, en leikurin taldist þó sem heimaleikur tékkneska liðsins.
Leikmenn og starfsfólk íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem nú dvelur í sóttvarnarbúbblu á Grand Hótel fyrir komandi Evrópumót í handbolta fóru í PCR próf í gær og greindist enginn með kórónuveiruna.
Ómar Ingi Magnússon, leikamður Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, var markahæsti leikmaður Evrópu á seinasta ári. Þá var Bjarki Már Elísson sá leikmaður á listanum sem skoraði flest mörk að meðaltali í leik.