Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Ýmir og Arnór höfðu betur í Íslendingaslagnum

Ýmir Örn Gíslason, Arnór Snær Óskarsson og félagar þeirra í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti Íslendingaliði Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 32-28.

Handbolti
Fréttamynd

Bikarmeistararnir í erfiðri stöðu

Ríkjandi bikarmeistarar Sävehof töpuðu fyrir Ystads, 30-26, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í sænsku bikarkeppninni í handbolta. Tryggvi Þórisson lék með Sävehof en komst ekki á blað. 

Handbolti
Fréttamynd

Sig­valdi marka­hæstur er Kolstad komst í undan­úr­slit

Kolstad er komið í undanúrslit norska bikarsins í handbolta eftir 36-23 sigur á Bergen. Kolstad eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur 2022 á Elverum sem hafði unnið bikarinn fjögur ár í röð þar áður. Liðin mætast svo í undanúrslitunum í næstu umferð. 

Handbolti
Fréttamynd

Norsku strákarnir mega það sem Þórir bannaði stelpunum

Norska karlalandsliðið í handbolta lauk leik um helgina í æfingamótinu Gulldeildinni þar sem liðið lék þrjá leiki. Eftir eina sigur liðsins á mótinu tóku leikmenn liðsins liðsmynd með stuðningsmönnum liðsins, nokkuð sem norska kvennalandsliðið fær ekki að gera.

Handbolti
Fréttamynd

Besta byrjun lands­liðs­þjálfara í 59 ár

Snorri Steinn Guðjónsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tveimur leikjum í Laugardalshöllinni um helgina. Niðurstaðan var betri en við höfum séð í frumraun landsliðsþjálfara í næstum því sex áratugi.

Handbolti
Fréttamynd

„Við verðum að nýta tímann vel“

Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnús­son, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðsla­tíma­bil og nálgast nú hrað­byri topp­form. Hann verður í eld­línunni með ís­lenska lands­liðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs lands­liðs­þjálfara, Snorra Steins Guð­jóns­sonar gegn Fær­eyjum.

Handbolti