
Óþægilegu staðreyndirnar um rúmið þitt og ráðin við þeim
Góður nætursvefn er okkur lífsnauðsynlegur, við eyðum jú þriðjungi ævinnar í rúminu eða um 26 árum að meðaltali. Rúmið á því að vera okkar griðarstaður en getur þó verið algjör andstæða þess. Ýmislegt óskemmtilegt getur nefnilega leynst í rúminu og jafnvel haft áhrif á heilsuna.