Uppræting ofbeldis – mikilvægasta lýðheilsumálið! Fríða Brá Pálsdóttir skrifar 13. nóvember 2022 15:00 Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Það var Vincent Felitti sem reið á vaðið árið 1997, þegar hann hálfpartinn rambaði á þá staðreynd að meirihluti fólks í meðferð vegna offitu hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Meirihluti! Þetta var enn greinilegra hjá þeim sem nýttist meðferðin illa eða hætti í meðferðinni. Á þeim 25 árum sem frá þessu er liðið hafa rannsóknirnar margfaldast og hræðileg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif ofbeldis orðið ljós. Það hefur verið þekkt í þó nokkurn tíma að ofbeldi og áföll hafa mikil áhrif á andlega heilsu, og flest eru farin að tengja það ósjálfrátt saman, að áföll geti leitt af sér t.d. þunglyndi og kvíða. Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir fjallar í doktorsritgerð sinni um tengsl áfalla og fjölveikinda, og sýnir þar sláandi niðurstöður um efnahagslegar afleiðingar áfalla. Doktor Sigrún Sigurðardóttir hefur rannsakað efnið mikið og eru rannsóknir hennar merkilegar á heimsvísu, en þær sýna fram á að líkamlegar afleiðingar áfalla í æsku eru gríðarlegar, og svo virðist vera sem kynferðislegt ofbeldi í æsku tróni á toppnum með skelfilegustu afleiðingarnar. Verkir eru algengasta líkamlega afleiðing áfalla. Langvinnir verkir er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í heiminum, en ekki einungis er þessi hópur mun líklegri til að vera með langvinna verki, heldur nýtist þeim meðferð almennt verr, sama hvort um ræðir lyfjameðferð, skurðaðgerðir eða endurhæfingu. Þá er algengara að fólk með áfallasögu og verki búi við lélegri lífsgæði og meiri færniskerðingu en þau sem ekki eru með sögu um áföll. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu bólgu- og ónæmissjúkdómar sem eru illir viðureignar en virðast vera mun algengari hjá fólki með sögu um áföll og ofbeldi. Meltingarfærasjúkdómar, offita, hjarta -og lungnasjúkdómar, krabbamein og fleiri sjúkdóma má einnig finna á þessum lista yfir afleiðingar áfalla. Heilbrigðiskerfið okkar er við þanmörk. Við erum endalaust að fást við þessa sjúkdóma. Krabbamein og hjartasjúkdómar voru helstu dánarorsök Íslendinga í fyrra, en aðrir sjúkdómar s.s. gigtar-, ónæmis- og verkjasjúkdómar eru ekki síður alvarlegir: Þeir draga fólk ekki til dauða en bera ábyrgð á mestri nýgengni á örorku undanfarin ár og valda ómældri lífsgæðaskerðingu fyrir þau sem við þá fást, sem og gríðarlegum kostnaði á þjóðfélagið. Eins og áður var getið verða 40% íslenskra kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ekki liggja fyrir rannsóknir um algengi áfalla hjá körlum, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni áfalla í æsku er svipuð á milli kynjanna, þó svo að eðli áfalla sé oft öðruvísi síðar á lífsleiðinni. Afleiðingar áfalla hjá karlmönnum virðast líka vera með öðrum hætti en afleiðingar hjá konum, en karlmenn virðast oftar leiðast til ofbeldi- og glæpahegðunar og fíknivanda. Ég segi stundum í hálfkæringi að konur með áfallasögu séu á mínum gamla vinnustað Reykjalundi, en karlar með áfallasögu séu í fangelsi, þar sem afleiðingarnar hafa mismunandi birtingarmynd. Á nýafstöðnu heilbrigðisþingi heilbrigðisráðherra var aðal áhersla á lýðheilsu og heilsulæsi. Ekki var þó minnst einu orði á ofbeldi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni einmitt að þessi hópur fólks nýtir heilbrigðisþjónustu ekki eins og yfirvöld vilja (sjá rétt þjónusta á réttum stað í heilbrigðisstefnu ráðherra, um að koma á rétt stig heilbrigðiskerfisins hverju sinni) og meðferðarheldni hópsins er verri en gengur og gerist, sem oft er talað um sem afleiðingu lélegs heilsulæsis. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk sem upplifir áföll eignist börn sem upplifa áföll. Kynslóðasmit áfalla er vel þekkt, en svo virðist sem genatjáning og utangena erfðaefni fólks sem upplifir áföll breytist, og þessir erfðaþættir smitast á næstu kynslóð, sem er mun líklegra til að upplifa afleiðingar áfalla. Þá er ógetið um þau áföll sem snerta kynslóðir, sem t.d. frumbyggjar um allan heim hafa þurft að þola. Við verðum að rjúfa keðjuna. Við verðum að veita fólki þann stuðning og aðstoð sem það þarf til að vinna úr sinni sögu og geta farið að dafna. Við verðum að búa til heilsteypta einstaklinga, svo þau geti sjálf búið til heilsteypta einstaklinga. Við verðum að grípa börn sem búa við ofbeldi. Við verðum að styðja þau! Við verðum að aðstoða foreldra sem beita ofbeldi. Það er svo mikið í húfi að við höfum engan vegin efni á því að gera ekkert. Á heilbrigðisþingi endaði heilbrigðisráðherra á orðunum „engar skyndilausnir takk!“ og vitnaði þar í erindi Margrétar Lilju Guðmundsdóttur. Kæru heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðherrar. Við verðum að ráðast að rót vandans. Við verðum að fjárfesta í að uppræta ofbeldi. Heilbrigðis- og félagskerfin okkar munu þakka okkur fyrir það. Höfundur er sjúkraþjálfari og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Það var Vincent Felitti sem reið á vaðið árið 1997, þegar hann hálfpartinn rambaði á þá staðreynd að meirihluti fólks í meðferð vegna offitu hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Meirihluti! Þetta var enn greinilegra hjá þeim sem nýttist meðferðin illa eða hætti í meðferðinni. Á þeim 25 árum sem frá þessu er liðið hafa rannsóknirnar margfaldast og hræðileg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif ofbeldis orðið ljós. Það hefur verið þekkt í þó nokkurn tíma að ofbeldi og áföll hafa mikil áhrif á andlega heilsu, og flest eru farin að tengja það ósjálfrátt saman, að áföll geti leitt af sér t.d. þunglyndi og kvíða. Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir fjallar í doktorsritgerð sinni um tengsl áfalla og fjölveikinda, og sýnir þar sláandi niðurstöður um efnahagslegar afleiðingar áfalla. Doktor Sigrún Sigurðardóttir hefur rannsakað efnið mikið og eru rannsóknir hennar merkilegar á heimsvísu, en þær sýna fram á að líkamlegar afleiðingar áfalla í æsku eru gríðarlegar, og svo virðist vera sem kynferðislegt ofbeldi í æsku tróni á toppnum með skelfilegustu afleiðingarnar. Verkir eru algengasta líkamlega afleiðing áfalla. Langvinnir verkir er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í heiminum, en ekki einungis er þessi hópur mun líklegri til að vera með langvinna verki, heldur nýtist þeim meðferð almennt verr, sama hvort um ræðir lyfjameðferð, skurðaðgerðir eða endurhæfingu. Þá er algengara að fólk með áfallasögu og verki búi við lélegri lífsgæði og meiri færniskerðingu en þau sem ekki eru með sögu um áföll. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu bólgu- og ónæmissjúkdómar sem eru illir viðureignar en virðast vera mun algengari hjá fólki með sögu um áföll og ofbeldi. Meltingarfærasjúkdómar, offita, hjarta -og lungnasjúkdómar, krabbamein og fleiri sjúkdóma má einnig finna á þessum lista yfir afleiðingar áfalla. Heilbrigðiskerfið okkar er við þanmörk. Við erum endalaust að fást við þessa sjúkdóma. Krabbamein og hjartasjúkdómar voru helstu dánarorsök Íslendinga í fyrra, en aðrir sjúkdómar s.s. gigtar-, ónæmis- og verkjasjúkdómar eru ekki síður alvarlegir: Þeir draga fólk ekki til dauða en bera ábyrgð á mestri nýgengni á örorku undanfarin ár og valda ómældri lífsgæðaskerðingu fyrir þau sem við þá fást, sem og gríðarlegum kostnaði á þjóðfélagið. Eins og áður var getið verða 40% íslenskra kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ekki liggja fyrir rannsóknir um algengi áfalla hjá körlum, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni áfalla í æsku er svipuð á milli kynjanna, þó svo að eðli áfalla sé oft öðruvísi síðar á lífsleiðinni. Afleiðingar áfalla hjá karlmönnum virðast líka vera með öðrum hætti en afleiðingar hjá konum, en karlmenn virðast oftar leiðast til ofbeldi- og glæpahegðunar og fíknivanda. Ég segi stundum í hálfkæringi að konur með áfallasögu séu á mínum gamla vinnustað Reykjalundi, en karlar með áfallasögu séu í fangelsi, þar sem afleiðingarnar hafa mismunandi birtingarmynd. Á nýafstöðnu heilbrigðisþingi heilbrigðisráðherra var aðal áhersla á lýðheilsu og heilsulæsi. Ekki var þó minnst einu orði á ofbeldi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni einmitt að þessi hópur fólks nýtir heilbrigðisþjónustu ekki eins og yfirvöld vilja (sjá rétt þjónusta á réttum stað í heilbrigðisstefnu ráðherra, um að koma á rétt stig heilbrigðiskerfisins hverju sinni) og meðferðarheldni hópsins er verri en gengur og gerist, sem oft er talað um sem afleiðingu lélegs heilsulæsis. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk sem upplifir áföll eignist börn sem upplifa áföll. Kynslóðasmit áfalla er vel þekkt, en svo virðist sem genatjáning og utangena erfðaefni fólks sem upplifir áföll breytist, og þessir erfðaþættir smitast á næstu kynslóð, sem er mun líklegra til að upplifa afleiðingar áfalla. Þá er ógetið um þau áföll sem snerta kynslóðir, sem t.d. frumbyggjar um allan heim hafa þurft að þola. Við verðum að rjúfa keðjuna. Við verðum að veita fólki þann stuðning og aðstoð sem það þarf til að vinna úr sinni sögu og geta farið að dafna. Við verðum að búa til heilsteypta einstaklinga, svo þau geti sjálf búið til heilsteypta einstaklinga. Við verðum að grípa börn sem búa við ofbeldi. Við verðum að styðja þau! Við verðum að aðstoða foreldra sem beita ofbeldi. Það er svo mikið í húfi að við höfum engan vegin efni á því að gera ekkert. Á heilbrigðisþingi endaði heilbrigðisráðherra á orðunum „engar skyndilausnir takk!“ og vitnaði þar í erindi Margrétar Lilju Guðmundsdóttur. Kæru heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðherrar. Við verðum að ráðast að rót vandans. Við verðum að fjárfesta í að uppræta ofbeldi. Heilbrigðis- og félagskerfin okkar munu þakka okkur fyrir það. Höfundur er sjúkraþjálfari og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar