Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn

Katie Cassidy fyrirsæta og kærasta Liam Payne hefur í fyrsta sinn tjáð sig um andlát hans í Argentínu og síðustu augnablik þeirra saman. Hún segir að hefði hún vitað hvernig var hefði hún aldrei yfirgefið hann í Argentínu.

Lífið
Fréttamynd

Sleikurinn við Colin Farrell ó­gleyman­legur

Tori Spelling, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í tíunda áratugar þáttaröðinni 90201, fer hispurslaust yfir fortíð sína í hlaðvarpi sem hún heldur úti. Hún hefur verið óhrædd við að deila sögum af fyrrum ástmönnum sínum og í nýjasta þættinum segir hún frá eftirminnilegum kossi hennar og írsku stórstjörnunnar Colinn Farrell.

Lífið
Fréttamynd

Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy

Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn

Ástralska fyrirsætan Bianca Censori, eiginkona bandaríska rapparans Kanye West, vakti mikla athygli þegar hún stillti sér upp svo gott sem nakin á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátiðinni í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Víkingur Heiðar vann til Gram­my-verð­launa

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.

Lífið
Fréttamynd

Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway

Bandaríski leikarinn Will Ferrell ætlar að umbreyta Eurovision kvikmyndinni sem sló í gegn árið 2020 í söngleik á Broadway. Hann segist einfaldlega ekki geta slitið sig frá Eurovision.

Lífið
Fréttamynd

Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa

Myndefni af þeim Justin Baldoni og Blake Lively á setti kvikmyndarinnar It Ends With Us sýnir fram á nauðsyn þess að svokallaðir nándarráðgjafar starfi á kvikmyndasettum. Þetta segir nándarráðgjafinn Ita O'Brien sem er frumkvöðull á þessu sviði.

Lífið
Fréttamynd

Ný mynd um Jackson í upp­námi vegna dómsáttar frá 1993

Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar.

Lífið
Fréttamynd

Emilia Pérez með met margar til­nefningar til Óskars

Tilkynnt var fyrir skemmstu hvaða kvikmyndir hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár. Þar kennir ýmissa grasa en kvikmyndin Emilia Pérez er tilnefnd í flestum flokkum, alls þrettán talsins sem er met fyrir mynd þar sem enska er ekki aðaltungumálið. Framlag Íslands í ár kvikmyndin Snerting hlaut ekki náð fyrir augum akademíunnar.

Lífið
Fréttamynd

Snerting ekki til­nefnd til Óskars

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins.

Lífið
Fréttamynd

Í beinni: Verður Snerting til­nefnd til Óskars?

Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda.

Lífið
Fréttamynd

Baldoni birtir mynd­band af tökum á um­deildu at­riði

Lögmenn bandaríska leikarans og leikstjórans Justin Baldoni hafa birt myndband af setti kvikmyndarinnar It Ends With Us þar sem þau Blake Lively leika saman í rómantísku atriði. Að sögn lögmanna hans sýnir myndbandið fram á að hann hafi ekki kynferðislega áreitt leikkonuna líkt og hún hefur sakað hann um. Lögmenn leikkonunnar segja að myndbandið styðji ásakanir hennar.

Lífið
Fréttamynd

Kennir ó­prúttnum aðila um Instagram að­förina að eigin­konunni

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hætti um stund að fylgja eiginkonu sinni Hailey Baldwin á samfélagsmiðlinum Instagram. Þá fylgir hann tengdaföður sínum ekki lengur á miðlinum, Hollywood stjörnunni Stephen Baldwin. Hann segir að einhver hafi brotist inn á aðganginn og hætt að fylgja eiginkonunni.

Lífið
Fréttamynd

Risa endur­koma eftir ára­tug í dvala

Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action.

Lífið
Fréttamynd

Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi

Justin Baldoni hefur ákveðið að stefna Blake Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds meðal annars vegna þess sem hann segir vera kúgun af þeirra hálfu og ófrægingarherferð. Lögmenn leikkonunnar hafa tjáð sig um stefnuna og segja að um sé að ræða annan kafla í „handbók ofbeldismannsins.“

Lífið
Fréttamynd

Joan Plowright er látin

Breska stórleikkonan Joan Plowright er látin 95 ára að aldri. Hún starfaði sem leikkona í sextíu ár bæði á sviði og á skjánum í kvikmyndum og sjónvarpi.

Lífið
Fréttamynd

Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas

Adam Sandler leikari heimsótti í gær sirkussýninguna Atomic en María Birta Bjarnadóttir Fox er ein leikara. Í sýningunni er dans, leikur, sirkusatriði og kabarett. Atomic er sýnt í Las Vegas þar sem María Birta hefur verið búsett síðustu ár ásamt eiginmanni sínum, Ella Egilssyni, og börnum þeirra. Í sýningunni hefur hún leikið nunnu og glímukappa. 

Lífið
Fréttamynd

David Lynch er látinn

David Lynch, einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna, er látinn 78 ára að aldri. Hann hafði glímt við alvarlega lungnaþembu undanfarin fimm ár.

Lífið