Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Þykja skugga­lega lík Fleetwood Mac

Tónlistarmaðurinn Finneas, sem er hvað þekktastur fyrir að vera samstarfsmaður og bróðir súperstjörnunnar Billie Eilish, var að stofna hljómsveitina The Favor. Með honum í sveitinni er söngkonan Ashe og þykir tvíeykið minna gríðarlega á goðsagnakenndu hljómsveitina Fleetwood Mac.

Tónlist
Fréttamynd

Í sjokki að sonurinn hafi verið á typpinu

Leikarinn og vaxtaræktargoðsögnin Arnold Schwarzenegger fékk vægt áfall við að sjá Patrick son sinn nakinn á skjánum. Patrick fór með stórt hlutverk í nýjustu seríu af hinum gríðarlega vinsælu þáttum White Lotus. 

Lífið
Fréttamynd

Dregur til baka hluta á­sakana á hendur Baldoni

Leikkonan Blake Lively hyggst draga til baka hluta ásakana gegn leikstjóranum og leikaranum Justin Baldoni. Undanfarið ár hafa þau staðið í stappi vegna ásakana hennar um kynferðisáreiti en bæði saka þau hvort annað um ófrægigingarherferð gagnvart sér. 

Lífið
Fréttamynd

Valerie Mahaffey er látin

Bandaríska leikkonan Valerie Mahaffey, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, er látin 71 árs að aldri. Hún lést í Los Angeles föstudaginn 30. maí eftir baráttu við krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni“

Athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothee Chalamet eru eitt heitasta par Hollywood í dag. Jenner gaf í vikunni óvænta og spaugilega innsýn inn í kynlífið með Chalamet sem er dyggur stuðningsmaður New York Knicks.

Lífið
Fréttamynd

Russell Brand lýsir yfir sak­leysi sínu

Breski grínistinn Russell Brand, sem ákærður hefur verið fyrir nauðganir og kynferðisbrot í Bretlandi, lýsti í morgun yfir sakleysi sínu. Hann tók í morgun í fyrsta inn í dómsal afstöðu gagnvart ákærunum og sagðist saklaus gegn öllum fimm ákærunum sem hann stendur frammi fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn

Bandaríski leikarinn Brad Pitt hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um skilnað sinn við leikkonuna Angelinu Jolie, en þau skildu fyrir átta árum. Í viðtali við tímaritið GQ, sem birtist í tilefni af nýjustu kvikmynd hans F1, segir Pitt að skilnaðurinn hafi „ekki verið neitt stórmál“.

Lífið
Fréttamynd

Enginn til ama á há­tíðinni

Amerísku tónlistarverðlaunin, betur þekkt sem AMA, voru haldin með pomp og prakt í Las Vegas í gær. Stórstjörnur skörtuðu sínu allra fínasta pússi og fóru margir óhefðbundnar leiðir í klæðaburði en kúrekaþemað er greinilega ennþá sjóðheitt.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eilish sópaði að sér verð­launum á AMA-hátíðinni

Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár.

Lífið
Fréttamynd

Segja Freddie Mercury eiga laun­dóttur

Freddie Mercury átti dóttur í leyni með eiginkonu náins vinar síns fyrir tæplega fimmtíu árum síðan. Þetta er fullyrt í nýrri ævisögu um breska söngvarann sem nýverið leit dagsins ljós.

Lífið
Fréttamynd

Kim „loksins“ út­skrifuð

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær.

Lífið
Fréttamynd

Sagði að hún kæmist aldrei á for­síðu Vogue

Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt.  Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. 

Lífið
Fréttamynd

Staupasteinsstjarna er látin

George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gurra og Georg hafa eignast litla systur

Teiknimyndagríslingarnir Gurra og Georg hafa nú eignast litla systur. Greint var frá gleðitíðindunum í morgunþættinum Good Morning Britain. Þættirnir um Gurru (e. Peppa pig) eru geysivinsælir hjá yngstu kynslóðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur

Krókódíllinn Morris, sem er þekktastur fyrir rullu sína í gamanmyndinni goðsagnakenndu Happy Gilmore, er dauður. Talið er að hann hafi verið um það bil áttræður.

Lífið
Fréttamynd

Segist á­stæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir stórstjörnuna Taylor Swift ekki lengur vera „heita“. Forsetinn vakti athygli á þessu á samfélagsmiðli sínum í dag og spurði hvort einhver hefði tekið eftir því að það væri hans vegna sem þessi breyting hefði átt sér stað.

Lífið
Fréttamynd

Létu Cassie lesa upp kyn­ferðis­leg skila­boð til Diddy

Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, hefur í dag þurft að svara spurningum lögmanna Diddy, eftir að hafa svarað saksóknurum síðustu tvo daga. Lögmennirnir hafa meðal annars látið hana lesa upp kynferðisleg skilaboð sem hún sendi á Diddy í gegnum árin.

Erlent
Fréttamynd

Joe Don Baker látinn

Bandaríski leikarinn Joe Don Baker, sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, er látinn, 89 ára að aldri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum

Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes opinberuðu í morgun nýja reglu um að leikarar sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi, megi ekki ganga eftir rauða dreglinum. Reglan nýja snýr beint að franska leikaranum Théo Navarro-Mussy, sem leikur í Dossier 137.

Lífið
Fréttamynd

Sendi ræningjunum skýr skila­boð þakin demöntum

Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dómsal í París fyrr í vikunni þar sem hún mætti mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Hún sendi þeim skýr skilaboð með því að mæta þakin demöntum að andvirði sjö milljón dollara.

Lífið
Fréttamynd

Lífið í LA smá eins og banda­rísk bíó­mynd

„Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið.

Lífið