

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum
Hús foreldra rússneska skíðagöngukappans Aleksandr Bolshunov gereyðilagðist í árás Úkraínumanna í nótt.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun.
Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni.
Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum.
Níu eru látnir og rúmlega sjötíu særðir eftir stórfellda eldflaugaárás á Kænugarð sem Rússar gerðu í nótt. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur aflýst fundum sem voru á dagskrá hjá honum í Suður-Afríku og ætlar að halda heim á leið.
Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag.
Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur því að Ísland styðji Úkraínu í stríðinu við Rússland fer stuðningurinn minnkandi á milli ára. Stuðningur við Palestínu minnkar töluvert milli ára.
Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga.
Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014.
Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega.
Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu.
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að frá því að páskavopnahlé Pútíns Rússlandsforseta tók gildi klukkan sex í gærkvöld og til miðnættis hafi Rússar gert 387 stórskotaliðsárásir, 19 áhlaup og 290 flygildaárásir.
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir enn barist í héruðum Kúrsk og Belgorod og „páskavopnahlé“ Pútín því ekki náð til þeirra. Vladímír Saldo, ríkisstjóri Rússa yfir Kherson-héraði, segir Úkraínumenn ekki heldur hafa virt vopnahléð.
Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín.
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“
Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í dag „páskavopnahlé“ í stríðsátökum þeirra við Úkraínu. Umrætt vopnahlé á að hefjast í kvöld og standa yfir til miðnættis á sunnudag.
Með kaupum sínum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil fjármögnuðu ríki Evrópusambandsins hernaðaruppbyggingu og síðan hernað Rússlands í Úkraínu. Þetta sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu sem hann flutti 9. marz 2022 á þingi þess. Ríki Evrópusambandsins voru þannig áratugum saman langstærsti kaupandi rússneskrar orku og enn er flutt verulegt magn þarlends gass til sambandsins, bæði beint og óbeint.
Stríðið í Úkraínu er tapað eins og önnur stríð sem háð hafa verið með vopnum, sama hvernig það fer. Hvorki lönd né þjóðir verða unnin með hernaði, ekki fremur að friðsamlegu og varanlega öruggu þjóðskipulagi verði komið á með vopnavaldi.
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin.
Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu.
Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu.
Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu.
Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni.
Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022.
Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu.