

Íslenski boltinn
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett bæði Fram og Gróttu í félagaskiptabann í að hámarki næstu þrjá félagaskiptaglugga. Félögin og KSÍ furða sig á samskiptaleysi af hálfu FIFA en ekki mun vera um alvarleg brot að ræða og talið auðleyst að losa félögin úr banni.

„Það fór eitthvað leikrit í gang“
Nýr leikmaður Víkings er spenntur fyrir því að læra af þjálfaranum Sölva Geir Ottesen og segir ekki skref aftur á bak að snúa heim úr atvinnumennsku. Hann stökk á tilboð Víkinga eftir svokallað leikrit sem danska liðið SönderjyskE setti á svið.

Ísfold Marý til liðs við Víking
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir hefur samið við Víking og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á komandi leiktíð.

Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri
Aron Sigurðarson og Stefán Árni Geirsson skoruðu mörkin er KR hóf Lengjubikarinn með 2-0 sigri á Keflavík.

Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu
Birni Berg Bryde hefur verið vikið úr starfi aðstoðarþjálfari karla hjá knattspyrnuliði Stjörnunnar. Sú ákvörðun mun hafa verið tekin eftir að Björn pantaði sér ferð til Spánar, til að vera viðstaddur sextugsafmæli mömmu sinnar í janúar.

Róbert Orri semur við Víkinga
Róbert Orri Þorkelsson er kominn aftur heim til Íslands og spilar með Víkingum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika
Breiðablikskonur byrjuðu vel í Lengjubikar kvenna í fótbolta en liðið vann 4-2 sigur á FH í fyrsta leik mótsins sem fór fram í Skessunni í Hafnarfirði í dag.

Guy Smit frá KR til Vestra
Hollenski markvörðurinn Guy Smit er genginn í raðir Vestra og mun verja mark félagsins í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“
Með því að spila ólöglegum leikmanni, Stíg Diljan Þórðarsyni, í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu hefur lið Víkings Reykjavíkur sankað að sér sektum. Félagið vissi að með því að spila honum myndu þeir fá sekt en þeim finnst tvöföld sekt eftir síðasta leik frá KSÍ aðeins of vel í lagt.

Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn
Breiðablik er Þungavigtarbikarmeistari eftir 4-2 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik, öll sex mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

Vigdís Lilja seld til Anderlecht
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa selt Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur til Anderlecht í Belgíu.

KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð
Óskar Hrafn Þorvaldsson er búinn að skila fyrsta titlinum í hús sem þjálfari KR. KR varð Reykjavíkurmeistari eftir 3-0 sigur á Valsmönnum í úrslitaleiknum í gær.

KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val
KR er Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu árið 2025. KR lagði Val 3-0 í úrslitaleik sem fór í Egilshöll fyrr í kvöld.

Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR
Eftir að hafa verið formaður knattspyrnudeildar KR síðustu fimm ár hefur Páll Kristjánsson ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri á komandi aðalfundi.

Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár
Eitt stærsta íþróttamót barna, Norðurálsmótið á Akranesi, heldur upp á fjörutíu ára afmæli sitt á þessu ári. Búist er við tæplega þrjú þúsund þátttakendum á mótinu.

Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“
FH-ingurinn Atli Guðnason, einn marka- og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, auglýsir eftir strákum á menntaskólaaldri á fótboltaæfingar. Um forvarnarverkefni er að ræða.

Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ
Víkingur og Stjarnan/Álftanes mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í ár en þetta er staðfest á heimasíðu KSÍ.

Einbeittur brotavilji Víkinga
Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ.

ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð
ÍBV heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Bestu deildinni í fótbolta eftir að hafa unnið sér sæti þar á nýjan leik á síðustu leiktíð.

Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar
Framarar hafa styrkt hjá sér miðjuna fyrir komandi sumar í Bestu deild karla í fótbolta.

Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“
Nýliðar FHL, sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar, voru að fá góðar fréttir af leikmannamálum félagsins.

Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið.

Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni
Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta og fær hann það verðuga verkefni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunnlaugssyni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi.

Þróttur fær aðra úr Árbænum
Þróttur Reykjavík hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum síðan tímabilinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk. Klara Mist Karlsdóttir er gengin í raðir félagsins en hún lék síðast með Fylki.

Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej
Karlalið Fylkis í fótbolta seldi tvær treyjur frá landsliðsmanninum Orra Óskarssyni fyrir samtals hálfa milljón króna, á uppboði á herrakvöldi félagsins á dögunum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fylkismanna.

Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram
Valur er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. Valur sigraði Fram, 1-0, í dag.

Víkingar fá mikinn liðsstyrk
Fótboltakonan Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er gengin í raðir Víkings frá Örebro í Svíþjóð. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Víking.

Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, væntir mikils af nýjum landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Arnari Gunnlaugssyni. Arnar sé akkúrat það sem sambandið var að leitast eftir í nýjum landsliðsþjálfara.

Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“
Skilaboð Arnars Gunnlaugssonar, nýráðins landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, til leikmanna sinna í landsliðinu eru skýr og þau skilaboð dregur hann sem lærdóm af sínum landsliðsferli. Hann vill að leikmenn Íslands taki landsliðsferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leikmaður, að spila fyrir þína þjóð.“

Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ
Forráðamenn Víkings Reykjavíkur hefðu viljað fá miklu hærri upphæð fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Arnar Gunnlaugsson, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að draumastarfinu og telja að endingu að niðurstaðan viðræðanna sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.