„Þetta er náttúrulega ekki boðlegt“ Fyrrum handboltakonan og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni fyrir umferð helgarinnar í Bestu deild kvenna. Farið var um víðan völl og meðal annars snert á aðstöðumálum sem hafa verið í deiglunni í vikunni. Íslenski boltinn 8. september 2023 15:38
Halldór ósáttur: Mjög alvarlegt mál að vega að æru manna með þessum hætti Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands vísaði máli Halldórs Árnasonar, aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla, frá í vikunni. Halldór er langt því frá sáttur með niðurstöðu KSÍ og segir vegið að æru sinni. Hann hefur talað við lögmann vegna málsins. Íslenski boltinn 8. september 2023 07:32
Í blíðu og stríðu: „Ég ætla fá að standa fyrir það sem ég vil standa fyrir“ Hjónin Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir hafa staðið í ströngu með kvennaliði Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Fall Selfyssinga úr Bestu deildinni hefur verið staðfest en Björn er þjálfari liðsins og Sif leikmaður. Íslenski boltinn 7. september 2023 12:00
Skagakonur spila til styrktar fjölskyldu Violetu Skagakonur hafa ákveðið að styðja við bakið fjölskyldu Violetu Mitul, leikmanns Einherja, sem lést af slysförum í smábátahöfninni á Vopnafirði á þriðjudaginn. Íslenski boltinn 7. september 2023 08:01
Fékk rautt klukkutíma eftir leik fyrir að kalla dómara „helvítis hálfvita“ Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu. Fótbolti 6. september 2023 21:01
Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. Íslenski boltinn 6. september 2023 16:51
Bergþóra gengin til liðs við Örebro Knattspyrnukonan Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er gengin í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro frá Breiðabliki. Fótbolti 6. september 2023 13:30
„Á rosalega erfitt með að skilja við þetta í þessari stöðu“ Pálmi Rafn Pálmason ætlar að koma KR í fremstu röð á nýjan leik. Liðið leikur í þriðju efstu deild á næsta tímabili en hann mun stýra liðinu næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 6. september 2023 07:00
Umfjöllun: ÍBV - Selfoss 2-1 | Eyjakonur sendu Selfoss niður um deild Selfoss er fallið úr Bestu deild kvenna eftir 1-2 tap gegn ÍBV á Hásteinsvelli. Áslaug Dóra kom Selfyssingum yfir eftir hornspyrnu en Olga Sevcova skoraði svo tvö mörk fyrir Eyjakonur og gerði útaf við allar vonir gestanna. Íslenski boltinn 5. september 2023 19:00
Mál Morten Beck ekki lengur á borði ÍSÍ Mál Morten Beck, fyrrum leikmanns FH hefur verið vísað frá af áfrýjunardómstóli Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Beck var að áfrýja ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að aflétta félagaskiptabanni FH en félagið hafði upprunalega verið dæmt í slíkt bann þar sem það skuldaði Morten laun. Íslenski boltinn 5. september 2023 15:49
Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. Íslenski boltinn 5. september 2023 13:01
Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti. Íslenski boltinn 4. september 2023 22:50
Toppliðið tapaði í Grindavík Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Víkings í Lengjudeild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 4. september 2023 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur 0-4 | Titilvonir Blika endanlega úr sögunni eftir afhroð á heimavelli Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks. Íslenski boltinn 4. september 2023 21:10
Ræddu stöðu KA: „Framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði“ Framganga KA í Bestu deild karla á yfirstandandi tímabili er klár vonbrigði að mati Atla Viðars Björnssonar, sérfræðings í uppgjörsþáttunum Stúkan á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 4. september 2023 13:31
Sjáðu mörkin úr lokaumferð Bestu deildar karla: Magnað mark tryggði Víkingum sigur Tuttugu og eitt mark var skorað í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í í gær. Nú er endanleg niðurröðun liða fyrir úrslitakeppni deildarinnar, sem hefst þann 16. september næstkomandi, ráðin. Víkingur Reykjavík er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Íslenski boltinn 4. september 2023 10:01
Umfjöllun: ÍBV - KR 2-2 | Eyjamenn stálu mikilvægu stigi ÍBV og KR gerðu stormasamt jafntefli í Vestmannaeyjum í lokaumferð Bestu deildar karla 2023. Bæði liðin sýndu baráttuvilja en leikurinn einkenndist þó aðallega af ofsaveðri sem var ekki til að ýta undir fallega spilamennsku. Íslenski boltinn 3. september 2023 20:00
KA enda í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir jafntefli í Árbænum Fylkir og KA skildu jöfn í Árbænum í dag 1-1. Fyrir leikinn áttu KA-menn enn möguleika á að ná í 6. sætið í deildinni en þurftu þó að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Fótbolti 3. september 2023 19:48
Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 1-1 | Kjallarabaráttan hófst með jafntefli Það var kalt á Sauðárkróki í dag þegar Tindastóll tók á móti Keflavík í fyrsta leik úrslitakeppni bestu deild kvenna, Tindastóll með 19 stig fyrir leikinn en Keflavík tveimur stigum á eftir í 9. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 3. september 2023 19:09
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 4-1 | Valsmenn öruggir í 2. sæti Valur tók á móti HK í 22. umferð Bestu deildar karla í dag. Þetta var lokaumferðin áður en mótinu verður tvískipt. Heimamenn í Val sigruðu afar sannfærandi 4-1 eftir skemmtilega leik í rokinu á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 3. september 2023 18:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik – FH 0-2 | FH-ingar unnu Evrópuþreytta Blika FH sótti sterkan 2-0 sigur gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í lokaumferð Bestu deildarinnar. Mörk FH skoruðu Kjartan Henry og varamaðurinn Eetu Mömmö. FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Íslenski boltinn 3. september 2023 17:43
„Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. Fótbolti 3. september 2023 17:32
Umfjöllun og viðtöl: Fram – Víkingur 2-3 | Víkingar einum sigri frá titlinum Víkingur Reykjavík er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla eftir dramatískan 2-3 útisigur gegn Fram í lokaumferð Bestu-deildarinnnar áður en tvískiptingin tekur við. Íslenski boltinn 3. september 2023 15:54
Í beinni: Stjarnan - Keflavík | 147 dagar síðan gestirnir unnu deildarleik Stjarnan tekur á móti Keflavík í 22. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Það eru komnir 147 dagar síðan gestirnir, sem sitja á botni deildarinnar, unnu deildarleik en það gerðist í 1. umferð. Leikurinn hefst kl. 14.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Íslenski boltinn 3. september 2023 13:16
Segir dómarastéttina ósátta með sýndarmennsku KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fór nýverið af stað með herferð þar sem markmiðið er að þjálfarar, leikmenn og stuðningsfólk beri meiri virðingu fyrir dómurum landsins. Það virðist ekki sem sú herferð sé að ganga nægilega vel. Íslenski boltinn 3. september 2023 07:01
ÍA og Fylkir í góðum málum í Lengjudeildunum ÍA vann 3-2 útisigur á Þór Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Akranes er þremur stigum á undan Aftureldingu þegar tvær umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 2. september 2023 18:01
„Settum tóninn strax í upphafi leiks“ Amanda Jacobsen Andradóttir lék á als oddi í framlínu Vals þegar liðið skellti Þór/KA með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Samherjar Amöndu nutu góðs af spilamennsku hennar en hún lagði upp fjögur marka Valsliðsins eftir að hafa brotið ísinn með fyrsta marki leiksins. Fótbolti 31. ágúst 2023 20:45
Fjölnir galopnaði toppbaráttuna Fjölnir opnaði toppbaráttu Lengjudeildar karla í knattspyrnu upp á gátt með 4-2 sigri á toppliði Aftureldingar í kvöld. Þróttur Reykjavík lyfti sér upp úr fallsæti með 5-0 sigri á Grindavík. Íslenski boltinn 31. ágúst 2023 20:16
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 3-2 | Stjörnukonur sýndu fagmennsku í sigri Annað af heitustu liðum deildarinnar, Stjarnan, hélt góðu gengi sínu áfram í fyrstu umferð umspils hluta Bestu deildar kvenna í kvöld þegar liðið lagði FH 3-2 á heimavelli. Stjarnan var hárbeitt fram á við ásamt því að sýna afar þéttan og góðan varnarleik til að sigla sigrinum heim og halda pressunni annað sæti deildarinnar. FH náði í sárabótarmörk í lokin en komust ekki nógu langt. Íslenski boltinn 31. ágúst 2023 19:54
Hólmar Örn í bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann en aganefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hólmar hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik Vals og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum. Íslenski boltinn 31. ágúst 2023 12:54