

Jólavefur Vísis
Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Ástin blómstrar hjá Steinunni
Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur fundið ástina í örmum Gunnars Gylfasonar framkvæmdastjóra. Parið hefur verið að hittast undanfarið og virðist lífið leika við þau.
Fréttir í tímaröð

Belgar varaðir við því að borða jólatrén
Matvælastofnun Belgíu hefur varað fólk við því að leggja sér jólatré til munns, eftir að borgaryfirvöld í borginni Ghent lagði til við fólk að prófa.

Veður gæti haft áhrif á brennuhald
Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður.

Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark
Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af.

Steven og Guðný Ósk eru nýtt par
Knattspyrnumaðurinn Steven Lennon og Eyjamærin Guðný Ósk Ómarsdóttir eru nýtt par. Þau njóta nú lífsins og jólanna í sól og hita á Tenerife.

Eiga nú glöðustu hunda í heimi
Segja má að fjölgun hafi orðið í fjölskyldum tónlistarmannanna og bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar þegar litlir ferfætlingar bættust í hópinn um jólin. Báðir hafa deilt myndum af litlum hvolpum af tegundinni Havansese á Instagram.

Gary sem stal jólunum
Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld.

Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum
Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, er frumsýnt í kvöld. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri verksins segir jólahald fara „allt í rugl“ þegar frumsýning er haldin annan í jólum.

Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar.

Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember
Það var rólegt í kvennaathvarfinu á aðfangadagskvöld en mikil aðsókn hefur verið í viðtalstíma athvarfsins allan mánuðinn. Framkvæmdastýran segir húsnæðið ekki anna eftirspurn og því sé beðið með eftirvæntingu eftir nýju húsi.

Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni
Vagn með aðfangadagsmáltíðum fyrir sjúklinga á Landspítalanum komst ekki á áfangastað sinn í Fossvogi með þeim afleiðingum að rúmlega 20 sjúklingar fengu ekki máltíðir sínar. Brugðist var hratt við og fengu þeir sjúklingar jólamáltíðir starfsfólks.

Skilaboð hátíðarinnar
Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna.

Er þetta alvöru?
Prédikun flutt í Vídalínskirkju á jóladegi 2024.

Jólakindin Djásn á Stokkseyri
Kindinni Djásn á Stokkseyri þykir fátt skemmtilegra en að láta skreyta sig með allskonar jólaskrauti og kippir sér ekkert upp við það þegar skrautið er sett á hana.

Alls kyns jól um allan heim
Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag.

Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg.

Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“
Um sextíu manns komu í jólamat Hjálpræðishersins í gærkvöldi, og voru allir gestir leystir út með gjöfum. Svæðisforingi hersins segir gleðilegt að geta endurvakið hefðina, eftir nokkurra ára hlé.

Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt
Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn.

Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð
Alex Iwobi, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, hefur tímabundið gerst búðareigandi í Lundúnum. Hann opnaði „AleXpress“ í hverfinu þar sem hann ólst upp til að hjálpa þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar.

Gleðileg jól, kæru lesendur
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól.

Jólagjafir íslenskra vinnustaða
Langflest íslenskt fyrirtæki og stofnanir sáu til þess að starfsfólkið færi ekki í jólaköttinn í ár. Líkt og fyrri ár eru gjafabréf vinsæl jólagjöf og virðist nú vera reglan frekar en undantekningin. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana að þessu sinni.

Margir á síðasta snúningi með jólapakkana
Margmenni var í Kringlunni að græja síðustu jólagjafirnar en þar lokar klukkan eitt í dag. Það er hefð margra að skilja allavega einn pakka eftir og klára þannig stússið á sjálfum aðfangadegi jóla.

Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins
Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðukona segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins.

Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur
Kirkjugarðar Reykjavíkur vara við fljúgandi hálku í öllum görðum og hvetja fólk til að fara varlega. Starfsfólk er búið að standa í ströngu í morgun við að salta og sanda helstu leiðir en hálka leynist víða.