Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

„Augu allr­a“ hafa verið á verð­bólg­u, einkum í Band­a­ríkj­un­um

Íslenski hlutabréf hækkuðu umtalsvert í gær eftir að í ljós kom að verðbólga í Bandaríkjunum var lægri en vænst var. Við það hækkaði hlutabréfaverð umtalsvert í Bandaríkjunum. Þegar mikil óvissa ríkir horfir markaðurinn hér heima í enn meira mæli til þróunar erlendis. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn brást hins vegar lítið við tíðundunum frá Bandaríkjunum en það má rekja til þess að framundan eru kjarasamningar, krónan hefur verið að veikjast síðustu misseri og síðasta verðbólgumæling hérlendis olli vonbrigðum.

Innherji
Fréttamynd

Bjarn­a­rmark­að­ur vest­an­hafs er senn­i­leg­a ekki kom­inn á leið­ar­end­a

Bjarnarmarkaður vestanhafs er sennilega ekki komin á „seinni eða lokastig“ ef marka á þróun vísitalna sem einstaka atvinnugeira. Á því stigi ætti verð hlutabréfa fyrirtækja í fjármálageiranum og næma neytendageiranum að hafa hækkað mest. Geirarnir tveir eru vanalega þeir fyrstu til að ná botni og byrja að hækka áður en hlutabréfamarkaðurinn almennt fer að hækka.

Innherji
Fréttamynd

Jólagjöf sem safnar ekki ryki

„Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“

Samstarf
Fréttamynd

Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum.

Innherji
Fréttamynd

Fátt sem fellur með krónunni

Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vægi ís­lensk­a hlut­a­bréf­a­mark­að­ar­ins eykst um fimmt­ung hjá MSCI

Vægi íslenska hlutabréfamarkaðarins í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði hefur aukist um fimmtung. Íslenski markaðurinn er sá þriðji stærsti innan vísitölunnar. Rekja má aukninguna til þess að Bahrein, furstadæmi á Persaflóa, tilheyrir ekki lengur vísitölunni. Tíðindin ættu að hafa í för með sér aukið innflæði á markaðinn frá erlendum fjárfestum.

Innherji
Fréttamynd

Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion

Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs

Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári.

Innherji
Fréttamynd

Origo hyggst greiða hluthöfum 24 milljarða eftir á sölu á Tempo

Stjórn Origo leggur til að 24 milljarðar króna verði greiddir til hluthafa eftir að hafa selt tæplega helmingshlut í Tempo á jafnvirði 28 milljarða króna fyrir skemmstu. Sjóðstjórar hafa sagt við Innherja að þeir töldu líklegt að fjárhæðin yrði að mestu greidd til hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða

Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða.

Klinkið
Fréttamynd

Play til Stokk­hólms og Ham­borgar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eru hlut­a­bréf verð­tryggð?

Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa.

Umræðan
Fréttamynd

Ó­sátt­ur við að þurf­a sí­fellt að birt­a af­kom­u­við­var­an­ir eft­ir dóm Hæst­a­rétt­ar

Forstjóri Eimskips er ósáttur með að þurfa gefa stanslaust út afkomuviðvaranir örfáum fyrir vikum birtingu uppgjöra. „Margir klóra sér í kollinum yfir þessu,“ sagði hann. Fyrirtækið hafi brugðist við með þeim hætti eftir dóm Hæstaréttar. „Okkur þykir það ekki skemmtilegt,“ sagði Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Rætt verði við Fjármálaeftirlitið til að fá nánari leiðbeiningar um hvernig haga eigi málum.

Innherji
Fréttamynd

Tek­ur Árni við af Árna?

Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað.

Klinkið