
„Skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik“
Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor.