„Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna“ Stefán Marteinn skrifar 23. nóvember 2023 22:26 Benedikt gat ekki verið annað en ánægður. Vísir/Diego Njarðvíkingar tóku á móti Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni þegar 8. umferð Subway-deildar karla í körfubolta hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Njarðvík sem reyndust sterkari og höfðu betur 103-76. „Það er alltaf góð tilfinning eftir svona leik. Sérstaklega bara eftir góða frammistöðu. Mér fannst við bara ná upp góðu forskoti þarna í fyrsta leikhluta, skjóta vel, gott tempó í þessu hjá okkur, menn voru að vinna fyrir hvern annan og svona þannig að ég er bara ofboðslega ánægður með frammistöðuna. Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um sigurinn og hvar honum fannst hann hafa unnist fannst Benedikt fyrsti leikhluti vera lykillinn. „Í fyrsta leikhluta. Mér fannst bara miklu meira tempó hjá okkur og menn voru klárlega tilbúnir hérna að spila. Þeir hitta illa og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að það fór varla bolti ofan í og ég held að það hafi bara svolítið dregið úr Þórsurunum og þeir missa svolítið trúnna í kjölfarið en án þess að vera leggja eitthvað of mikið mat á Þórs liðið hérna þá er ég bara ánægður með mína menn.“ Benedikt Guðmundsson sá margt jákvætt í þessum leik frá sínum mönnum. „Í síðasta leik þá skutum við hræðilega og hérna loksins vorum við að skjóta loksins vel á heimavelli. Mér fannst róteringar í vörn margar mjög góðar sem hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við vorum að finna heitu hendina hérna sérstaklega í fyrsta leikhluta og síðan þegar leið vel á leikinn þannig að allskonar svona atriði sem að ég var ánægður með. Ég var ánægður með orkuna og kraftinn í öllu sem að við vorum að gera. Við vorum pínu staðir sóknarlega um tíma en við vorum heppnir á köflum og stundum þarf maður að hafa það.“ Sigur Njarðvíkinga virkaði aldrei í hættu og undir lok leiks hreyfði Benedikt bekkinn sinn vel og gaf mörgum mönnum mínútur. „Það er alltaf gott. Í lokinn vorum við með unglingaflokkinn inná hérna og við eigum einmitt leik í unglinga á laugardaginn. Þetta var fín æfing fyrir það, ég er með unglingaflokkinn hérna þannig þeir fengu að spila sig aðeins saman hérna. Svo erum við bara með, Þorri er ungur strákur, hann er bara rétt um tvítugt, Elías er að koma sterkur inn og byrjar fyrir okkur leik eftir leik og svo erum við með fleiri stráka sem að eru að hjálpa okkur hérna og eru tilbúnir þegar kallið kemur þannig ég er ánægður með ungu kynslóðina hérna.“ Benedikt nefndi fyrir leik að Carlos Novas Mateo hefði slitið hásin í vikunni og fékk það staðfest í hádeginu í dag en Njarðvíkingar eru þó ekki byrjaði að spá í að sækja mann í hans stað. „Við erum ekkert farnir að pæla í því. Við vorum bara að fá niðurstöður úr myndatöku í hádeginu eða rétt eftir hádegi að hann væri með slitna hásin og væri ekkert að fara vera í körfubolta á næstunni þannig við erum bara að meðtaka þær upplýsingar. Fyrst og fremst er þetta skellur fyrir okkur að missa hann, við vorum ofboðslega ánægðir með hann bæði innan og utan vallar en fyrst og fremst er maður bara að finna til með honum. Þetta er ömurlegt að lenda í svona alvarlegum meiðslum og hann er ekkert að fara spila körfubolta á næstunni. Hann er búin að slíta í hnénu fyrir rétt um þremur árum þannig þetta eru svona önnur alvarlega meiðslin og hann tekur þessu af þvílíkri auðmýkt og jákvæðni að ég get ekki annað en dáðst af þessum karakter.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blikakvenna Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
„Það er alltaf góð tilfinning eftir svona leik. Sérstaklega bara eftir góða frammistöðu. Mér fannst við bara ná upp góðu forskoti þarna í fyrsta leikhluta, skjóta vel, gott tempó í þessu hjá okkur, menn voru að vinna fyrir hvern annan og svona þannig að ég er bara ofboðslega ánægður með frammistöðuna. Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um sigurinn og hvar honum fannst hann hafa unnist fannst Benedikt fyrsti leikhluti vera lykillinn. „Í fyrsta leikhluta. Mér fannst bara miklu meira tempó hjá okkur og menn voru klárlega tilbúnir hérna að spila. Þeir hitta illa og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að það fór varla bolti ofan í og ég held að það hafi bara svolítið dregið úr Þórsurunum og þeir missa svolítið trúnna í kjölfarið en án þess að vera leggja eitthvað of mikið mat á Þórs liðið hérna þá er ég bara ánægður með mína menn.“ Benedikt Guðmundsson sá margt jákvætt í þessum leik frá sínum mönnum. „Í síðasta leik þá skutum við hræðilega og hérna loksins vorum við að skjóta loksins vel á heimavelli. Mér fannst róteringar í vörn margar mjög góðar sem hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við vorum að finna heitu hendina hérna sérstaklega í fyrsta leikhluta og síðan þegar leið vel á leikinn þannig að allskonar svona atriði sem að ég var ánægður með. Ég var ánægður með orkuna og kraftinn í öllu sem að við vorum að gera. Við vorum pínu staðir sóknarlega um tíma en við vorum heppnir á köflum og stundum þarf maður að hafa það.“ Sigur Njarðvíkinga virkaði aldrei í hættu og undir lok leiks hreyfði Benedikt bekkinn sinn vel og gaf mörgum mönnum mínútur. „Það er alltaf gott. Í lokinn vorum við með unglingaflokkinn inná hérna og við eigum einmitt leik í unglinga á laugardaginn. Þetta var fín æfing fyrir það, ég er með unglingaflokkinn hérna þannig þeir fengu að spila sig aðeins saman hérna. Svo erum við bara með, Þorri er ungur strákur, hann er bara rétt um tvítugt, Elías er að koma sterkur inn og byrjar fyrir okkur leik eftir leik og svo erum við með fleiri stráka sem að eru að hjálpa okkur hérna og eru tilbúnir þegar kallið kemur þannig ég er ánægður með ungu kynslóðina hérna.“ Benedikt nefndi fyrir leik að Carlos Novas Mateo hefði slitið hásin í vikunni og fékk það staðfest í hádeginu í dag en Njarðvíkingar eru þó ekki byrjaði að spá í að sækja mann í hans stað. „Við erum ekkert farnir að pæla í því. Við vorum bara að fá niðurstöður úr myndatöku í hádeginu eða rétt eftir hádegi að hann væri með slitna hásin og væri ekkert að fara vera í körfubolta á næstunni þannig við erum bara að meðtaka þær upplýsingar. Fyrst og fremst er þetta skellur fyrir okkur að missa hann, við vorum ofboðslega ánægðir með hann bæði innan og utan vallar en fyrst og fremst er maður bara að finna til með honum. Þetta er ömurlegt að lenda í svona alvarlegum meiðslum og hann er ekkert að fara spila körfubolta á næstunni. Hann er búin að slíta í hnénu fyrir rétt um þremur árum þannig þetta eru svona önnur alvarlega meiðslin og hann tekur þessu af þvílíkri auðmýkt og jákvæðni að ég get ekki annað en dáðst af þessum karakter.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blikakvenna Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira