
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 103-97 | Keflavíkurkonur unnu baráttuna um Reykjanesbæ
Nágrannaliðin og erkifjendurnir í Reykjanesbæ, Keflavík og Njarðvík, mættust í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í Blue-höllinni fyrr í kvöld þar sem Keflvíkingar höfðu að lokum betur eftir tvíframlengdan leik, 103-97.