

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Damian Lillard, ein af stjörnum Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, er með blóðtappa í hægri kálfa og verður frá keppni í einhvern tíma.
Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90.
Haukar eru deildarmeistarar Bónus deildar kvenna í körfubolta eftir að pakka silfurliði Njarðvíkur saman í lokaumferð deildarkeppninnar. Nú tekur við úrslitakeppni sem og umspil um sæti í deildinni.
Grindavík vann eins nauman sigur á Hamar/Þór og hugsast getur. Með því tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Hamar/Þór er á sama tíma á leið í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.
Endurtaka þarf leik í úrslitakeppni írska körfuboltans eftir meinleg mistök sem fólust í því að þegar ein karfa var skoruð í fyrsta leikhluta fékk rangt lið tvö stig á stigatöfluna.
Jimmy Butler átti enga draumaendurkomu til Miami þegar Golden State Warriors steinlá fyrir Heat, 112-86, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlín máttu þola tap gegn Partizan Mozzart í Evrópudeild karla í körfubolta.
Netheimar loguðu um helgina eftir að Stephen Curry hafði sett niður ótrúlegt skot í upphitun. Í gær kom svo í ljós að skotið fór alls ekki ofan í eftir allt saman.
Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.
Staðan á liði Miami Heat er til umræðu í Lögmáli leiksins sem er á Stöð 2 Sport 2.
Reynslumikill körfuboltaþjálfari í New York hefur verið rekinn eftir að hann greip utan um tagl stelpu sem hann þjálfaði og kippti í hárið. Þetta gerði hann þegar leikmaðurinn var grátandi eftir naumt tap, eins og sjá má á myndbandi.
Ítalinn David Okeke hefur verið einn besti leikmaður Bónus deildar karla í vetur. Hann elskar lífið á Álftanesinu, er nýtrúlofaður og borðar hunang á hliðarlínunni.
Eftir að hann hlaut kjör á ársþingi KKÍ ákvað Kristinn Albertsson að nýta tækifærið til að segja frá „vinsældakosningu“ sem hann rakst á fyrir einhverjum árum, þar sem fullyrt var að „indverskt rottuhlaup“ væri vinsælli íþrótt en handbolti. Ummælin hafa ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi.
Martin Hermannsson gaf tíu stoðsendingar í svekkjandi 80-84 tapi Alba Berlin gegn Wurzburg.
Landsliðsmaðurinn í körfubolta, Styrmir Snær Þrastarson, var stigahæstur hjá Belfius Mons þegar liðið lagði meistara Oostende að velli, 78-69, BNXT deildinni í dag.
Valur varð í gær bikarmeistari í annað sinn á þremur árum þegar liðið lagði KR örugglega að velli, 78-96, í Smáranum í Kópavogi.
Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi.
LeBron James sneri aftur eftir tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla þegar Los Angeles Lakers fékk skell gegn Chicago Bulls, 115-146, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Valur vann átján stiga sigur gegn KR 78-96 í úrslitum VÍS-bikarsins. Valsmenn tóku snemma frumkvæðið og voru í bílstjórasætinu allan leikinn. Þetta var fimmti bikarmeistaratitil Vals í sögu félagsins. Uppgjör og viðtöl væntanleg.
Valur vann átján stiga sigur gegn KR í úrslitum VÍS-bikar karla. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa unnið sitt gamla félag KR í bikarúrslitum.
Njarðvík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík í Smáranum, 81-74. Njarðvíkingar skoruðu átta af síðustu níu stigum leiksins.
Brittany Dinkins var valinn verðmætasti leikmaður bikarkeppninnar í dag þegar Njarðvík hafði betur gegn Grindavík 81-74 og tryggði sér VÍS bikar kvenna.
„Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður körfuboltaliðs KR, hefur verið í laser focus undanfarna daga, og ekki að ástæðulausu. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bikarúrslitaleik dagsins við Val.
Ástralski körfuboltamaðurinn Joe Ingles byrjaði sinn fyrsta leik í NBA í þrjú ár þegar Minnesota Timberwolves mætti New Orleans Pelicans í nótt. Fyrir því var falleg ástæða.
Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins.
„Hvaða körfuboltamann í sögunni samsvarar Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, sér mest við? Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“
Körfuboltamaðurinn Bronny James átti sinn besta leik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Milwaukee Bucks, 89-118, í NBA-deildinni í nótt.
Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir.
Körfuboltafélagið Boston Celtics hefur nú verið selt fyrir 6,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 814 milljarða íslenskra króna, sem er metupphæð.