Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Erlent 14. júlí 2023 22:37
Nói Síríus hjálpar neytendum að flokka Nýverið fóru að berast í verslanir vörur frá Nóa Síríus með nýjum, litakóðuðum flokkunarleiðbeiningum. Samstarf 14. júlí 2023 09:11
Sögulegt hitamet gæti fallið á Ítalíu Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og er búist við að hitatölur fari yfir fjörutíu gráðurnar sumstaðar á Spáni, Grikklandi, í Frakklandi, Króatíu og Tyrklandi í dag. Erlent 14. júlí 2023 07:35
Kuldi í kortunum en Íslendingar uppteknir af eigin nafla Kuldakast er fram undan á landinu og víða spáð köldu veðri. Sérstaklega verður kalt á föstudag og í mikilli hæð er sums staðar útlit fyrir slyddu og snjókomu. Þrátt fyrir þetta segir veðurfræðingur að sumrinu sé hvergi nærri lokið og Íslendingar geti í raun verið þakklátir fyrir að glíma ekki við þann ofsahita sem mælist nú víða um heim. Veður 13. júlí 2023 23:22
Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. Erlent 5. júlí 2023 14:30
Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. Erlent 5. júlí 2023 09:50
Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum. Erlent 29. júní 2023 15:43
Hitamál í Evrópu Þýskaland og Ísland hafa sett sér metnaðarfull markmið þegar að kemur að loftslagsmálum. Alþingi hefur lögfest markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 og Þjóðverjar stefna að því að ná kolefnishlutleysi fimm árum síðar eða árið 2045. Þó verkefnið sé stórt hér heima, þá sérstaklega þegar að kemur að því að fasa út jarðefnaeldsneyti, er áskorunin mun stærri í Þýskalandi og raunar í Evrópu allri. Skoðun 29. júní 2023 08:00
Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. Erlent 28. júní 2023 13:46
Hyggjast flytja út 43 þúsund tonn af sorpi til brennslu í Svíþjóð Stjórn Sorpu hyggst ganga til samninga við Stena Recycling AB um móttöku á brennalegum úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu til brennslu í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að flytja út 43 þúsund tonn af úrgangi til brennslu árlega. Innlent 26. júní 2023 08:04
Segir umhverfisráðherra draga rangar ályktanir af uppgjörinu Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir stjórnvöld hafa brugðist í loftslagsmálum. Þá dragi umhverfisráðherra rangar ályktanir af uppgjöri Loftslagsráðs. Ekki sé þörf á fleiri virkjunum í bili heldur þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innlent 23. júní 2023 12:19
Hættir í veðurfréttum eftir hótanir vegna loftslagsumfjöllunar Bandarískur veðurfréttamaður sagði starfi sínu lausu vegna andlegs álags eftir hótanir sem hann fékk fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Hann segir aðra vísindamenn og blaðamenn sæta sambærilegum hótunum. Erlent 23. júní 2023 10:35
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. Innlent 23. júní 2023 09:54
Fólk þurfi að átta sig á stærð verkefnisins Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri að mati Loftslagsráðs. Formaður ráðsins segir stjórnsýslu loftslagsmála þurfa færast á neyðarstig og taka á málunum eins og kórónuveirufaraldrinum. Umhverfisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Það komi í ljós á næstu misserum hvort Ísland nái markmiðunum. Innlent 22. júní 2023 12:25
Stefnir í að 75 prósent jökla í Himalaja hverfi á öldinni Vísindamenn áætla að jöklar í Himalaja- og Hindu Kush-fjallgörðunum í Mið-Asíu missi allt að 75 prósent rúmmáls síns fyrir áhrif hnattrænnar hlýnunar fyrir lok aldarinnar. Hop jöklanna er talið valda hættulegum flóðum og vatnsskorti fyrir á þriðja hundrað milljóna manna á svæðinu. Erlent 20. júní 2023 14:32
Sextán þúsund Evrópumenn létust vegna hlýnunar jarðar Hlýnun jarðar olli 16 þúsund ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2022 samkvæmt nýrri skýrslu. Eignatjón var 1,8 milljarður evra, eða 270 milljarðar íslenskra króna. Erlent 19. júní 2023 16:00
Orkurisinn Equinor leiðir fjögurra milljarða fjárfestingu í CRI Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið við 30 milljóna Bandaríkjadala fjármögnunarlotu, jafnvirði ríflega fjögurra milljarða króna. Equinor Ventures leiðir fjármögnunina en fyrirtækið er verðmetið á um tuttugu milljarða í viðskiptunum. Á meðal annarra fjárfesta sem leggja til fé í fjármögnuninni má nefna lífeyrissjóðinn Gildi, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Sjóvá. Innherji 19. júní 2023 15:26
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. Innlent 16. júní 2023 19:20
Fyrrverandi forstjóri Microsoft í Danmörku í stjórn Carbfix Ný stjórn Carbfix hf. hefur verið skipuð og er nýr stjórnarformaður hennar Nana Bule, sem var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári. Viðskipti innlent 15. júní 2023 14:51
Fáir úti á götu og heimsendabragur yfir borginni Íslendingur sem staddur er í New York segir heimsendabrag yfir borginni. Fáir eru á ferli og varla sést til sólar vegna þykks reykmakkar sem hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna síðustu daga. Innlent 9. júní 2023 20:59
Allt gerist svo hægt Við vinnum á hraða snigilsins þegar við ættum að vera á hraða blettatígurs þegar kemur að því að sinna aðgerðum í loftslagsmálum. Þetta er alls ekki eitthvað séríslenskt, langt í frá, en við þurfum ekki að vera eins og restin að heiminum. Við hér á landi ættum að geta hlaupið mun hraðar þegar kemur að þessum málaflokki og sett öðrum gott fordæmi til að gera slíkt hið sama. Skoðun 9. júní 2023 13:01
Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. Erlent 9. júní 2023 09:39
Vilja allir fljúga? Með árunum finnst mér millilandaflug farið að verða minna og minna spennandi. Öryggisleitin á flugstöðinni er niðurlægjandi. Hnútur í maganum í flugtaki. Innilokunarkenndin í flugvélinni þrúgandi. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa um farþegaþotu sem upphitaðan þrýstiklefa á næstum hljóðhraða. Ef eitthvað klikkar, þá er maður dauður. Og nú er flugviskubitið verulega farið að naga mig. Skoðun 8. júní 2023 08:01
Kuldabletturinn ekki til að skemma sumarveðrið Veðurfræðingur segir að mynd sem sýnir kuldablett á yfirborði sjávar við Íslands, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýni stöðuna nú ekki rétt. Myndin er átta ára gömul. Ekki er von á mikilli sól á suðvesturhorninu í þessari viku. Innlent 5. júní 2023 12:45
Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. Viðskipti innlent 1. júní 2023 17:33
Tæpur milljarður í áburðarverksmiðju í Ölfusi Umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, LIFE, hefur veitt íslenska samstarfsverkefninu Terraforming LIFE styrk upp á tæpan milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum verkefnisins. Viðskipti innlent 1. júní 2023 11:07
Forseti Cop28 sakaður um „grænþvott“ á Wikipedia Sultan Al Jaber, forseti loftslagsráðstefnunnar Cop28, hefur verið sakaður um að „grænþvo“ upplýsingar um sjálfan sig á Wikipedia, meðal annars síður þar sem fjallað er um störf hans sem framkvæmdastjóri Abu Dhabi National Oil Company (ADNOC). Erlent 30. maí 2023 07:05
Ríflega 1500 loftslagsmótmælendur handteknir Lögreglan í Haag í Hollandi handtók í dag 1579 aðgerðarsinna sem reyndu að teppa hraðbraut í nafni loftslagsaðgerða. Flestum þeirra var að lokum sleppt en líklegt er að fjörutíu þeirra verði sóttir til saka fyrir aðgerðir sínar í dag. Meðal mótmælenda var þekkt hollensk leikkona. Erlent 27. maí 2023 21:54
Plastið verði eitraðra við endurvinnslu og eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu Endurvinnsla plasts getur gert plastið enn „eitraðra“ en áður og er ekki umhverfisvæn lausn. Þetta segja náttúrunverndarsamtökin Greenpeace. Í nýrri skýrslu þar sem teknar eru saman niðurstöður vísindarannsókna á endurvinnslu plasts, segir að past eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu. Erlent 24. maí 2023 10:55
Frakkar banna stutt flug Frakkland hefur nú bannað stutt innanlandsflug ef sambærileg lestarferð er til staðar. Þetta er gert til að sporna við losun kolefnis þar sem lestarferðirnar eru töluvert umhverfisvænni. Það eru þó ekki jafn margar flugleiðir sem verða fyrir barði bannsins og upphaflega var gert ráð fyrir. Erlent 23. maí 2023 23:58