Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Undramark Stankovic

    Dejan Stankovic, leikmaður Inter, skoraði hreint út sagt ótrúlegt mark gegn Schalke í Meistaradeildinni í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ancelotti búinn að velja framlínuna

    Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist vera búinn að ákveða hverjir byrji í framlínu liðsins í kvöld gegn Man. Utd í Meistaradeildinni. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort Didier Drogba eða Fernando Torres byrji. Eða hvort þeir verði hreinlega báðir í framlínunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Þekki vel enska hugarfarið og við erum ekki komnir áfram

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var ekki tilbúinn að fagna sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 sigur í kvöld í fyrri leiknum á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum. Real Madrid komst í 1-0 eftir 5 mínútna leik og lék síðan manni fleiri síðustu 75 mínútur leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Xabi Alonso: Ekki einu sinni nálægt því að vera búið

    Xabi Alonso var ekki tilbúinn að afskrifa Tottenham þrátt fyrir 4-0 sigur Real Madrid á enska liðinu í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Xabi var í liði Liverpool sem vann Meistaradeildin 2005 eftir að hafa lent 3-0 undir í úrslitaleiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Schalke skoraði fimm mörk hjá Evrópumeisturunum á San Siro

    Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Adebayor með tvö í 4-0 sigri Real Madrid á tíu mönnum Tottenham

    Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vidic vill sækja gegn Chelsea

    Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, vill að liðið mæti grimmt til leiks gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrri liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Vidic vill að United sæki í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Verða stjörnurnar með á Bernabeu í kvöld?

    Real Madrid og Tottenham mætast í kvöld í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrir leikinn eru menn með miklar vangaveltur um hvort aðalstjörnur liðanna verða með í kvöld. Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Gareth Bale hjá Tottenham eru báðir að glíma við tognun aftan í læri og stjórarnir Jose Mourinho og Harry Redknapp taka áhættu með því að nota þá í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lehmann lögsækir landsliðsmarkvörð

    Jens Lehmann var allt annað en sáttur með það þegar þýski landsliðsmarkvörðurinn Tim Wiese sagði að hann ætti heima í Prúðuleikurunum og ætti að fara að leita sér aðstoðar hjá geðlækni. Lehmann hefur nú kært Wiese fyrir meinyrði og krefst skaðabóta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Smalling: Ég þarf ekki að sanna neitt

    Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, segist ekki þurfa að sanna nokkurn skapaðan hlut er Man. Utd mætir Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo vill spila þó svo læknarnir vilji það ekki

    Stjörnurnar í liðum Real Madrid og Tottenham eru að skríða saman fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Við greindum frá því í morgun að Gareth Bale muni hugsanlega spila og nú segist Cristiano Ronaldo hjá Real vera klár í bátana.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bale hugsanlega með gegn Real Madrid

    Vængmaðurinn Gareth Bale mun fljúga með Tottenham til Spánar og bendir flest til þess að hann muni leika með Spurs í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benzema tæpur fyrir leikinn gegn Tottenham

    Karim Benzema mun mögulega missa af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vináttulandsleik Frakklands og Króatíu fyrr í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Torres vill mæta Barcelona eða Real Madrid í úrslitaleiknum

    Spánverjinn Fernando Torres vonast eftir því að mæta löndum sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wembley í vor. Chelsea gæti mætt Barcelona eða Real Madrid í úrslitaleiknum en Chelsea-liðið mætir Manchester United í átta liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Ég þjálfa næst á Englandi

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, ætlar að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni þegar hann hættir með spænska stórliðið. Hann hefur verið á Ítalíu og á Spáni síðan að hann hætti með Chelsea-liðið árið 2007 eftir að hafa lent upp á kant við eigandann Roman Abramovich.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tottenham ætlar ekki að láta Real Madrid plata sig

    Tottenham-menn taka því með miklum fyrirvara að það sé einhver hætta á því að Cristiano Ronaldo missi af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að Ronaldo fór meiddist aftan í læri um síðustu helgi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo aftur meiddur og tæpur fyrir Tottenham-leikinn

    Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í 2-1 sigri Real Madrid á nágrönnunum í Atletico Madrid um helgina og portúgalska landsliðsmaðurinn gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Það er því ekki öruggt að Ronaldo verði með Real á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti