Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Meistaradeildin í kvöld: Chelsea til Transylvaníu

    Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Chelsea sækir spútniklið Cluj heim til Transylvaníu í Rúmeníu, en smáliðið gerði sér lítið fyrir og lagði Roma á útivelli fyrir hálfum mánuði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    BATE kom Ranieri á óvart

    Claudio Ranieri, þjálfari ítalska liðsins Juventus, segir að BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi hafi komið sér mjög á óvart í kvöld. BATE og Juventus gerðu óvænt jafntefli 2-2 í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferdinand: Gott að Berbatov hefur brotið ísinn

    „Þetta voru góð úrslit," sagði Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, eftir 3-0 útisigur á Álaborg í Meistaradeildinni í kvöld. „Við sýndum þeim mikla virðingu eftir að þeir náðu góðu stigi í Danmörku."

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal fór illa með Porto

    Arsenal átti ekki í erfiðleikum með Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld og vann 4-0 sigur. Robin van Persie og Emmanuel Adebayor skoruðu tvö mörk hvor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Scholes borinn af velli

    Paul Scholes fór af velli eftir aðeins stundarfjórðung í leik AaB frá Álaborg og Manchester United í Meistaradeildinni. Hann varð fyrir klaufalegri tæklingu Thomas Augustinussen.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Zenit-Real Madrid í beinni 16:30

    Rétt er að vekja athygli á því að leikur Zenit og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu er á dagskrá tveimur tímum á undan öðrum leikjum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sigurganga United á heimavelli á enda

    Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Villarreal batt enda á tólf leikja sigurgöngu Manchester United á heimavelli í keppninni þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Markalaust í fjórum leikjum

    Nú er kominn hálfleikur í átta leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Markalaust er bæði í leikjum Manchester United og Arsenal.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Forseti Roma hellti sér yfir liðið

    Rosella Sensi, forseti ítalska knattspyrnufélagsins Roma, er sögð hafa hellt úr skálum reiði sinnar yfir leikmenn liðsins í gærkvöld eftir að liðið steinlá 2-1 heima fyrir rúmenska spútnikliðinu Cluj í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spalletti: Vorum óskipulagðir

    Óvæntustu úrslit kvöldsins í Meistaradeild Evrópu voru klárlega 2-1 útisigur CFR Cluj-Napoca frá Rúmeníu á ítalska liðinu Roma. Lið Cluj var að spila sinn fyrsta Meistaradeildarleik í sögunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ensku liðin unnu þau frönsku

    Keppni í Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld en þá fór fram fyrsta umferðin í riðlum A-D. Mjög óvænt úrslit urðu í A-riðlinum þar sem CFR Cluj-Napoca frá Rúmeníu gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 útisigur á Roma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður á bekknum í kvöld

    Eiður Smári Guðjohnsen er meðal varamanna Barcelona í kvöld þegar liðið mætir Sporting frá Lissabon í C-riðli Meistaradeildar Evrópu. Þetta er fyrsta umferð riðlakeppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður í leikmannahóp Barcelona

    Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Sporting í Meistaradeild Evrópu. Alls eru átta leikir á dagskrá í deildinni í kvöld og þrír þeirra verða sýndir beint á sportrásum Stöðvar 2.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carrick verður ekki með United

    Miðjumaðurinn Michael Carrick verður tæplega með Manchester United annað kvöld þegar liðið mætir Villarreal í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á leiktíðinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ballack snýr aftur annað kvöld

    Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack verður á ný í leikmannahópi Chelsea þegar liðið tekur á móti franska liðinu Bordeaux í Meistaradeildinni annað kvöld.

    Fótbolti