Ronaldinho er ekki til sölu Roman Abramovich eigandi Chelsea virðist vekja ótta hvar sem hann kemur, því á blaðamannafundi eftir leik Barcelona og Chelsea þótti Frank Rijkaard ástæða til að taka það fram að peningar gætu ekki keypt snillinginn Ronaldinho frá Barcelona. Sport 8. mars 2006 17:30
Missir af 8-liða úrslitunum Unglingurinn Lionel Messi hjá Barcelona getur ekki leikið með liði sínu í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hann reif vöðva í fæti í leiknum gegn Chelsea í gær og talið er að hann verði frá í að minnsta kosti mánuð. Þá verður Carles Puyol í leikbanni í fyrri leiknum í næstu umferð eftir að hann fékk gult spjald fyrir óþarft brot á Eið Smára Guðjohnsen í leiknum í gær. Sport 8. mars 2006 15:49
Við vanmetum ekki Real Madrid Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur varað við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn gegn Real Madrid á Highbury í Meistaradeildinni í kvöld og segir að þó sínir menn séu vissulega í góðri stöðu, sé Real Madrid hættulegt lið sem ekki megi vanmeta. Sport 8. mars 2006 15:41
Getum skorað tvö mörk Rafa Benitez hefur ekki áhyggjur af að hans menn nái ekki að skora þau tvö mörk sem liðið þarf á að halda í leiknum gegn Benfica á Anfield í kvöld, þegar liðin spila síðari leik sinn í Meistaradeildinni. Benfica vann fyrri leikinn 1-0. Sport 8. mars 2006 15:31
Nýr verðlaunagripur afhentur í vor Á föstudaginn verður kynntur nýr verðlaunagripur sem afhentur verður sigurvegaranum í Meistaradeild Evrópu eftir úrslitaleik keppninnar í vor. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool mun þá afhenda borgarstjóranum í París gripinn, sem hann mun hafa undir höndum fram að úrslitaleik keppninnar. Sport 8. mars 2006 13:30
Aldrei verið eins stoltur af mínum mönnum Alex McLeish var stoltur af sínum mönnum í gær þrátt fyrir að þeir hefðu fallið úr leik gegn sterku liði Villareal í Meistaradeildinni á mörkum skoruðum á útivelli. Leikurinn í gær endaði með jafntefli 1-1 á Spáni, en um tíma leit út fyrir að skoska liðið ætlaði að fara með sigur af hólmi. Sport 8. mars 2006 11:00
Þakkaði Cannavaro fyrir markið Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Juventus eignaði félaga sínum Fabio Cannavaro allan heiðurinn að sigurmarkinu sem hann skoraði í leiknum gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í gærkvöld, því eins og sást í endursýningum frá aðdraganda marksins, sneri Emerson baki í markvörðin Tim Wiese þegar hann missti boltann frá sér á klaufalegan hátt. Sport 8. mars 2006 08:30
Spyr mig af hverju ég gerðist markvörður Tim Wiese, markvörður Werder Bremen hefur eflaust ekki sofið vel í nótt, því skelfileg mistök hans undir lok leiksins gegn Juventus í gærkvöldi urðu þess valdandi að Bremen missti af sæti í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni. Wiese átti vart til orð til að lýsa líðan sinni eftir leikinn í gær. Sport 8. mars 2006 08:15
Barcelona á skilið að vera komið áfram Jose Mourinho gat lítið sagt eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni á Nou Camp í gærkvöldi og viðurkenndi að úr því að Barcelona væri komið í næstu umferð keppninnar, ættu liðið það líklega skilið. Frank Rijkaard sagðist ekki hafa verið í hefndarhug, eftir tapið fyrir Chelsea í fyrra. Sport 8. mars 2006 07:45
Stuðningsmenn Rangers með ólæti Stuðningsmenn Glasgow Rangers sem ekki fengu miða á leikinn gegn Villareal í kvöld brugðust ókvæða við og réðust að rútu sem flutti leikmenn spænska liðsins á völlinn. Talið er að um 50 manns hafi verið á bak við verknaðinn, en þeir köstuðu bjórflöskum og öðru lauslegu í rútuna. Atvikið er í rannsókn hjá lögreglu, en þetta átti sér stað fyrir leik liðanna í kvöld. Sport 7. mars 2006 21:58
Chelsea úr leik Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli sínum. Snillingurinn Ronaldinho skoraði mark Barcelona, en Frank Lampard jafnaði metin fyrir Chelsea úr vafasamri vítaspyrnu í uppbótartíma. Barcelona fer því áfram samanlagt 3-2. Sport 7. mars 2006 21:34
Markalaust hjá Barcelona og Chelsea í hálfleik Staðan í leik Barcelona og Chelsea í meistaradeildinni er jöfn 0-0 í hálfleik. Heimamenn hafa verið heldur sprækari í hálfleiknum, en urðu fyrir því óláni að missa undrabarnið Lionel Messi meiddan af velli. Inná í hans stað kom hinn sænski Henrik Larsson. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 7. mars 2006 20:36
Eiður Smári byrjar á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea í leiknum gegn Barcelona í kvöld sem hefst nú innan skamms á Nou Camp í Barcelona og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 7. mars 2006 19:24
Barcelona er besta lið í heimi Brasilíumaðurinn Rivaldo sem var lykilmaður í liði Barcelona þegar það varð Spánarmeistari árið 1999, segir að Barcelona sé besta félagslið heimsins í dag og spáir að Barca slái Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld. Sport 7. mars 2006 18:47
Við erum meira en hálfnaðir Arsene Wenger segir sína menn í Arsenal vera rúmlega hálfnaða með verkefni sitt gegn Real Madrid í Meistaradeildinni eftir að Arsenal vann fyrri leik liðanna í Madrid á dögunum og lítur því á það sem formsatriði að ná hagstæðum úrslitum á Highbury annað kvöld. Sport 7. mars 2006 17:10
Vill gera hið ómögulega Alex McLeish og lærisveinar hans í skoska liðinu Glasgow Rangers eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið mætir spænska liðinu Villareal á útivelli í síðari leiknum í Meistaradeildinni. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með 2-2 jafntefli og McLeish leitast við að koma enn einu sinni á óvart og stela sigrinum. Sport 7. mars 2006 16:03
Hugsar um Arsenal, ekki Ronaldo Fernando Martin, nýráðinn forseti Real Madrid, segir að honum sé efst í huga að vinna sigur á Arsenal í Meistaradeildinni annað kvöld en ekki að velta sér upp úr því hvort Brasilíumaðurinn Ronaldo verði í liðinu eða ekki. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð framherjans hjá liðinu og hafa þær á tíðum varpað skugga á leikinn mikilvæga annað kvöld. Sport 7. mars 2006 15:52
Mourinho ætlar að tvídekka Messi Jose Mourinho hefur gefið það út að hann ætli að láta leikmenn sína tvídekka ungstirnið Lionel Messi hjá Barcelona í leik liðanna á Nou Camp í kvöld. Messi fór á kostum í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge, en Mourinho ætlar ekki að láta það koma fyrir aftur. Sport 7. mars 2006 15:40
Rijkaard stillir til friðar Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, vill að stuðningsmenn Barcelona sýni Jose Mourinho og lærisveinum hans í Chelsea virðingu og taki vel á móti þeim þegar liðin mætast á Nou Camp í meistaradeildinni annað kvöld, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 6. mars 2006 21:30
Lampard verður með gegn Barcelona Miðjumaðurinn Frank Lampard verður í byrjunarliði Chelsea gegn Barcelona í síðari leik liðanna í meistaradeild Evrópu annað kvöld eftir að hann komst vel frá æfingu með liði sínu í kvöld. Lampard hefur átt við meiðsli að stríða, en hefur nú náð sér nógu vel til að spila leikinn mikilvæga annað kvöld. Sport 6. mars 2006 20:10
Hyypia verður klár gegn Benfica Finnski varnarmaðurinn Sami Hyypia hjá Liverpool verður væntanlega tilbúinn í slaginn í síðari leiknum gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið, en óttast var að hann mundi missa af leiknum vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Charlton um helgina. Sport 6. mars 2006 17:03
Ætlar að þagga niður í Mourinho Argentínska undrabarnið Lionel Messi hjá Barcelona ætlar að þagga niður í Jose Mourinho hjá Chelsea í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld, en Mourinho ásakaði Messi um leikaraskap eftir fyrri leik liðanna. Sport 6. mars 2006 16:55
Ronaldinho hefur engan áhuga á Chelsea Besti knattspyrnumaður í heimi, Ronaldinho, segist ekki hafa neinn áhuga á því að ganga til liðs við Chelsea. Barcelona tekur á móti Englandsmeisturunum í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Sport 6. mars 2006 08:00
Sissoko á góðum batavegi Mohamed Sissoko, miðvallarleikmaður Liverpool segist ætla að leika aftur með liðinu áður en þetta tímabil er á enda. Sissoko meiddist alvarlega á auga í Meistaradeildarleiknum gegn Benfica í lok febrúar eftir að Beto, leikmaður portúgalska liðsins, slysaðist til að sparka í auga leikmannsins. Nú hefur komið í ljós að meiðsli Sissoko eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Sport 5. mars 2006 16:29
Del Horno fær eins leiks bann Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur tilkynnt að Asier del Horno, varnarmaður Chelsea, fái aðeins eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Barcelona í síðustu viku, í stað þriggja leikja banns eins og venja er. Þetta þýðir að Del Horno gæti spilað með Chelsea strax í átta liða úrslitum keppninar ef liðinu tekst að slá Barcelona út. Sport 27. febrúar 2006 20:13
Hauge dómara hótað Forráðamenn Chelsea hafa lofað að hrinda af stað rannsókn vegna morðhótana á hendur norska dómarans Terje Hauge á spjallborðum á heimasíðu félagins, en dómarinn á fáa vini þar eftir að hann vísaði Asier del Horno af velli í leiknum gegn Barcelona í vikunni. Sport 24. febrúar 2006 17:30
Sissoko spilar ekki meira á leiktíðinni Rafa Benitez segist óttast að Mohamed Sissoko spili ekki meira með liðinu á þessari leiktíð vegna augnmeiðslanna sem hann hlaut í Meistaradeildinni á dögunum, en segir að mestu máli skipti að leikmaðurinn nái sér að fullu. "Ég er viss um að hann nær sér og muni geta spilað aftur," sagði Benitez, en Sissoko mun hitta sérfræðinga eftir viku þar sem ástand hans verður metið á ný. Sport 24. febrúar 2006 17:26
Messi tekur við af mér Knattspyrnugoðið Diego Maradona er ekki í vafa um að eftirmaður sinn í argentínska landsliðinu sé fundinn eftir að hann sá Lionel Messi fara á kostum með liði Barcelona gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Sport 24. febrúar 2006 16:08
Útlitið dökkt hjá Sissoko Mohamed Sissoko, leikmaður Liverpool sem fékk spark í augað í leiknum gegn Benfica í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið, gæti þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sinna. Læknar sem hafa hann til meðhöndlunar segja að öruggt sé að sjón hans á hægra auga sé sködduð, en geta ekki metið skaðann fyrr en eftir 2-3 daga. Sport 23. febrúar 2006 14:30
Við erum langt í frá hættir Alex McLeish segir að sínir menn séu langt frá því að hafa sagt sitt síðasta orð í Meistaradeildinni eftir að hafa tvisvar komið til baka eftir að hafa lent undir í viðureign sinni gegn Villareal í gær og náð jafntefli 2-2 á heimavelli sínum. Sport 23. febrúar 2006 13:45