

Meistaradeildin
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Leikirnir

Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum
Brahim Diaz var hetja Real Madrid í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni
Aston Villa gerði góða ferð til Belgíu í kvöld og vann þá 3-1 sigur á Club Brugge í fyrsta leik sextán liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla
Ivan Perisic, Króatinn þrautreyndi í liði PSV Eindhoven, hrósaði mótherjum sínum í Arsenal fyrir leikinn í Hollandi í kvöld í Meistaradeild Evrópu en sagði jafnframt eitthvað hafa vantað í liðið til að það næði þeim árangri að vinna titla.

Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid
Nú þegar 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eru að hefjast í kvöld og á morgun þá hafa sérfræðingar Opta-tölfræðiveitunnar fundið út hvaða lið séu líklegust til að vinna keppnina.

„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David
Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu.

Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinícius Júnior er stanslaust orðaður við félög í Sádí Arabíu en segist sjálfur vilja nýjan samning við Real Madrid eins fljótt og auðið er.

Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina
Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir sína menn þurfa að vakna fyrir komandi leiki í Meistaradeild Evrópu.

Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna
Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu.

Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Liverpool dróst í gær á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain og sá dráttur hafði áhrif á sigurlíkur enska úrvalsdeildarliðsins í keppninni.

Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Madrídarliðin Real og Atlético eigast við. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi
Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA.

Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild
Kylian Mbappé náði merkum áfanga þegar hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid í 3-1 sigri á Manchester City í seinni leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV
Nú er ljóst hvaða lið spila í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin inn á Vísi.

PSV áfram á kostnað Juventus
Eftir 2-1 tap á Ítalíu í fyrri leik liðanna vann PSV 3-1 sigur í framlengdum leik og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

„Fullkomið kvöld“
Kylian Mbappé skoraði öll þrjú mörkin þegar Evrópumeistarar Real Madríd unnu 3-1 sigur á Manchester City og tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eðlilega talaði hann um hið fullkomna kvöld að leik loknum.

PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit
París Saint-Germain niðurlægði Brest þegar liðin mættust í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3-0 og leik kvöldsins 7-0 þá var staðan í einvíginu 10-0 PSG í vil.

Mbappé magnaður og meistararnir áfram
Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld.

Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins
Umspilinu fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Sá stærsti án efa seinni leikur ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid við Englandsmeistara Manchester City. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem bókað er að kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins sem verða að sjálfsögðu allir sýndir á sportrásum Stöðvar 2.

Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta á Ítalíu, var allt annað en sáttur við Ademola Lookman, leikmann liðsins, eftir 3-1 tap fyrir Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap
Rafael Toloi, fyrirliði Atalanta frá Ítalíu, missti gjörsamlega hausinn í 3-1 tapi liðsins fyrir Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Honum gekk erfiðlega að fóta sig er hann hugðist hefna sín á andstæðingi.

Talar við látna móður sína fyrir hvern leik
Nicky Hayen, þjálfari Club Brugge, er að gera frábæra hluti með liðið í Meistaradeildinni en belgíska félagið komst í gærkvöldi í sextán liða úrslit keppninnar.

Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni
Bayern München, Club Brugge, Feyenoord og Benfica komust öll áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Nú má sjá mörkin úr leikjum gærkvöldsins hér inn á Vísi.

Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja
Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir engar líkur að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, trúi því að Englandsmeistarar City eigi aðeins eitt prósent möguleika á að fara áfram úr einvígi liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni
Bayern München er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Celtic, lokatölur 1-1. Club Brugge vann frækinn 3-1 útisigur á Atalanta og Benfica gerði 3-3 jafntefli við Mónakó sem dugði til.

Feyenoord sló AC Milan út
Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik.

Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er vongóður um að Erling Haaland geti spilað seinni leikinn á móti Real Madrid í umspili um laust sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“
Breski söngvarinn Rod Stewart sló heldur betur í gegn í beinum útsendingum TNT Sport og CBS frá leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Þar viðurkenndi Stewart að hann væri búinn að fá sér nokkra.

Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa
Bayern München og Benfica eru í góðum málum eftir fyrri leiki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Öll mörkin úr leikjunum fjórum í gær má nú sjá á Vísi.

Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik
Það kom eitthvað upp á milli stórstjarnanna Erling Haaland og Kylian Mbappé eftir leik Manchester City og Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni.

Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern
Bayern München, Benfica, PSV Eindhoven og Club Brugge fara öll með eins marks forskot í seinni leikinn í umspili Meistaradeildarinnar.