Top Gun, rauð flögg og tilhugalíf hænsna Eftir tæpa viku mun Top Gun: Maverick koma í kvikmyndahús. Það er ótrúlegt að Paramount Pictures hafi beðið í heil 36 ár með að koma frá sér þessu framhaldi hinnar stjarnfræðilega vinsælu Top Gun, sem er orðin það gömul að leikstjórinn, annar aðalframleiðandinn og annar handritshöfundurinn eru allir látnir. Gagnrýni 22. maí 2022 09:04
Kourtney Kardashian og Travis Barker ganga í það heilaga á Ítalíu Kourtney Kardashian og rokkarinn Travis Barker ganga í það heilaga á Ítalíu um helgina og öll Kardashian-fjölskyldan er að sjálfsögðu mætt á staðinn og farin að deila myndum af hátíðarhöldunum með milljónum fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum. Lífið 21. maí 2022 20:34
Breska Eurovision stjarnan mætt á íslenska listann TikTok stjarnan Sam Ryder sló í gegn í Eurovision í ár þar sem hann keppti fyrir hönd Bretlands og hreppti annað sætið. Lagið hans Space Man skýst beint í sjötta sætið á íslenska listanum sína fyrstu viku á lista. Tónlist 21. maí 2022 16:01
„Mæli með því að finna leiðir til að bæði gefa af sér og reyna að gera heiminn aðeins betri á hverjum degi“ Kristján Sturla Bjarnason er mikill lífskúnstner sem sér meðal annars um tónlistarklasann Tónhyl og hefur gríðarlega ástríðu fyrir tónlist. Í starfi sínu miðlar hann þekkingu og leggur sig fram við að gefa af sér og reyna að gera heiminn aðeins betri. Kristján Sturla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 21. maí 2022 11:31
„Höfðum feimið fólk í huga þegar við vorum að semja sýninguna“ Fimmtudaginn 26. maí frumsýnir leikhópurinn Slembilukka leiksýninguna „Sjáið mig“ í Miðbæjarskólanum. Höfundarnir eru þær Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir en Eygló Höskuldsdóttir Viborg er tónskáld sýningarinnar ásamt því að koma fram í verkinu. Blaðamaður tók á þeim púlsinn og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Menning 21. maí 2022 09:00
Fengu áður óbirtan ljóðabálk eftir Davíð Stefánsson Nítján erinda ljóðabálkur eftir Davíð Stefánsson er nú kominn í hendurnar á Davíðshúsi sem rekið er af Minjasafninu á Akureyri. Ljóðin voru ort til æskuvinkonu Davíðs. Innlent 21. maí 2022 07:44
Alsæla mætir stanslausri truflun og blætismenning finnur tengingu við garðyrkju Ásmundarsalur verður með opnun á tveimur listasýningum í dag klukkan 14:00. Frítt er inn og öll eru velkomin. Menning 21. maí 2022 07:31
Bein útsending: „Why don‘t you just marry (an Icelander)?“ Norræna húsið stendur fyrir málstofu sem fjallar um málefni innfluttra listamanna og menningarstarfsmanna frá löndum utan ESB klukkan 15 í dag. Yfirskrift málstofunnar er „Why don‘t you just marry (an Icelander)?“ og verður hún í beinu streymi. Innlent 20. maí 2022 14:31
Gefa út tónlist Jóhanns heitins á umdeildan hátt Áður óútgefin tónlist Jóhanns Jóhannssonar, sem lést árið 2018, verður gefin út sem svokallað NFT. NFT eða non-fungible tokens gera listamönnum kleift að búa til einstök stafræn eintök af verkum sínum. Lífið 20. maí 2022 14:15
KUSK og Óviti gefa út lagið Elsku vinur: „Samið í einu góðu útrásarkasti í stúdíóinu“ Tónlistarfólkið Kolbrún og Hrannar, jafnan þekkt sem KUSK og Óviti, sendu frá sér lagið Elsku vinur í dag. Þetta er í annað sinn sem þau sameina krafta sína en áður hafa þau gefið út lagið Flugvélar. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að forvitnast um nýja lagið. Tónlist 20. maí 2022 11:31
Fleiri listamenn bætast við dagskrá Þjóðhátíðar Dagskráin fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í ár er að verða klár. Þjóðhátíðarnefnd kynnti í dag að Aron Can mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal. Tónlist 20. maí 2022 10:45
„Gæti haldið tónleika á hverjum degi“ Söngkonan Bríet ætlar að endurtaka leikinn og halda stórtónleika í Eldborg í Hörpu á laugardag. Við tókum púlsinn á söngkonunni sem er á fullu að undirbúa tónleikana. Tónlist 20. maí 2022 09:01
ER- og West Wing-stjarnan John Aylward er látin Bandaríski leikarinn John Aylward, sem gerði garðinn frægan meðal annars í þáttunum West Wing og Bráðavaktinni (ER), er látinn, 75 ára að aldri. Lífið 20. maí 2022 08:45
Tónlistargoðsögnin Vangelis látin Gríska tónskáldið og tónlistarmaðurinn Vangelis er látinn, 79 ára að aldri. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina „Eldvagnana“ (e. Chariots of Fire) en hljóðheimur hans setti einnig sterkan svip á vísindaskáldsöguna Blade Runner. Erlent 19. maí 2022 18:20
Heimsþekktur og ögrandi einleikur frumfluttur á Íslandi Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk frumflytur leikverkið Stelpur og strákar miðvikudaginn 25. maí í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Menning 19. maí 2022 16:31
Konfettí, reykur og vindvél á Kötlugosi um helgina Kvennakórinn Katla er tíu ára um þessar mundir og verður haldið uppá þann áfanga með kórleikhúsi í Tjarnarbíó. Tónlist 19. maí 2022 15:31
Eldhugar, popp og kók Starfsfólk Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu mætti á sérstaka forsýningu á myndinni Eldhugi þann 14. maí síðastliðinn en myndin fjallar um störf slökkviliðsmanna. Samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum var þar eldheit stemning, góð mæting og sumir komu meira að segja í slökkviliðsgallanum. Lífið 19. maí 2022 15:01
Herra Hnetusmjör, Gústi B, Eva Ruza, Johnny Boy og Kiddi Bigfoot sjá um fjörið í litahlaupinu 4. júní Þátttakendur í The Color Run litahlaupinu eiga von á góðri skemmtun á sviðinu fyrir og eftir hlaup í Laugardalnum laugardaginn 4. júní næstkomandi. Herra Hnetusmjör mun skemmta gestum í upphituninni fyrir hlaupið með nokkrum vel völdum partýlögum til að koma öllum í rétta gírinn. Lífið samstarf 19. maí 2022 14:01
Grét þegar hún var ekki tilnefnd til Óskarsins Í nýrri stiklu fyrir heimildarmyndina um Jennifer Lopez má sjá að hún tók það mjög nærri sér að vera ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Hustlers. Lífið 19. maí 2022 13:30
Indie hetjurnar í BSÍ sprengja þakið af SIRKUS BSÍ eru bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen (trommur & söngur) og Julius Pollux Rothlaender (bassi & tá-synthi). Albumm 19. maí 2022 13:30
„Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og það má vera skemmtilegt“ Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýninguna Guð minn góður! í Núllinu, Bankastræti 0, klukkan 18:00 í dag. Blaðamaður tók púlsinn á henni rétt fyrir opnun og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Menning 19. maí 2022 12:00
Taylor Swift fékk doktorsgráðu frá New York University Söngkonan Taylor Swift hélt ræðu í gær fyrir útskriftarnema New York University. Í leiðinni tók hún við sérstakri heiðursdoktorsgráðu í listum frá skólanum. Tónlist 19. maí 2022 11:01
„Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. Lífið 19. maí 2022 07:01
„Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. Menning 18. maí 2022 20:01
Vala gefur út vögguvísuplötu: „Vonandi hefur þetta róandi áhrif á alla“ Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir var að gefa út plötuna Ró. Um er að ræða tíu vögguvísur og þrjár barnasögur sem söngkonan Vala skrifaði sjálf, las og hljóðskreytti. Tónlist 18. maí 2022 15:31
„Ég set mikla gleði og einlægni í myndirnar“ Listakonan Hendrikka Waage hefur undanfarið verið að vinna að myndaröðinni „dásamlegar verur” og var að opna pop-up sýningu í versluninni Andrea í Norðurbakka. Lífið 18. maí 2022 14:31
RIFF stendur með Úkraínu og skipuleggur styrktarsýningu Skipuleggjendur RIFF kvikmyndahátíðarinnar hafa ákveðið að vera með styrktarsýningu á Úkraínskri kvikmynd, Stop-Zemlia Lífið 18. maí 2022 13:32
Óli Dóri er plötusnúður mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins sem setur saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Tónlist 18. maí 2022 13:01
„Ég var ógeðslega svekktur“ Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson rifjar upp ævintýrið í kringum Land og syni þegar sveitin var á leiðinni utan þar sem hún ætlaði að slá í gegn. Örlögin gripu aftur á móti í taumana þann 11. september 2001. Lífið 17. maí 2022 22:01
Fossar og furðuverk sameinast í sendiráðinu Listamaðurinn Jón Sæmundur stendur fyrir málverkasýningunni Fossar og Furðuverur í íslenska sendiráðinu í Bretlandi um þessar mundir. Á sýningunni blandar Jón saman seríum sem hann hefur verið að vinna að undanfarið en viðfangsefnið er fossar og önnur furðuverk, sem hafa lengi verið Jóni hugleikin. Blaðamaður heyrði í Jóni og fékk nánari innsýn í innblástur hans. Menning 17. maí 2022 15:31