
Samdi lag um tilfinningaþrungið ættleiðingarferli
Selma Hafsteinsdóttir tónlistarmaður samdi lagið Heim en það fjallar um það þegar hún og eiginmaður hennar ættleiddu son sinn frá Tékklandi. Lagið er þannig um móðurástina og sameiningu sonar og fjölskyldu.