Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Sviptir hulunni af heimildar­mynd og sér um föstudagskvöldin á RÚV

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður til margra ára segir fyndið símtal hafa orðið til þess að hann ákvað að taka að sér framleiðslu heimildarmyndar um Ásgeir Elíasson, einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins. Logi er nú að vinna í gerð fleiri heimildamynda og er í ritstjórn spurningaþáttanna Er þetta frétt? sem sýndir eru á föstudagskvöldum á RÚV.

Lífið
Fréttamynd

Hlustendaverðlaunin 2024: Patr!k svaraði hraðaspurningum

Tónlistarmaðurinn Patr!k lét sér ekki bregða þegar einn af hans bestu vinum og félögum útvarpsmaðurinn Gústi B. lagði fyrir hann laufléttar hraðaspurningar. Patr!k svarar því til að mynda hver er sinn uppáhalds tónlistarmaður á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Hefur alltaf verið með bullandi bíla­dellu

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur birst landsmönnum á skjánum í þáttunum LXS. Hún er nú að fara af stað með nýja bílaþætti sem heita 0 upp í 100. Blaðamaður ræddi við Magneu um bíladelluna. 

Lífið
Fréttamynd

Galið að geyma lagið í skúffunni

Plötusnúðurinn DJ Margeir hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar undanfarna áratugi. Á dögunum urðu vatnaskil í hans lífi þegar hann ákvað að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni ásamt tónlistarkonunni Matthildi. Blaðamaður ræddi við Margeir og sömuleiðis má sjá tónlistarmyndband við lagið í pistlinum.

Tónlist
Fréttamynd

Rokksafni Ís­lands verður ekki lokað

Ekki stendur til að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ þó það eigi að flytja bókasafn bæjarins í húsið og efla starfseminni í því með samfélagsmiðstöð.

Innlent
Fréttamynd

Gerður Kristný hlýtur virt norsk bók­mennta­verð­laun

Norska sendiráðið afhenti í dag Gerði Kristnýju virt bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts. Gerður hlýtur verðlaunin fyrir þær margvíslegu og stundum óvæntu tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna sem hún hefur búið til með skrifum sínum. 

Menning
Fréttamynd

Nýir Star Wars þættir líta dagsins ljós

Disney hefur birt fyrstu stiklu nýrra þátta úr söguheimi Star Wars. Þættirnir bera titilinn The Acolyte en þeir eiga að gerast um hundrað árum áður en Qui-Gon Jinn finnur Anakin Skywalker á Tatooine í myndinni The Phantom Menace.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sagður vera næsti James Bond

Breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson er sagður hafa verið valinn til þess að taka við af Daniel Craig í hlutverki njósnara hans hátignar, James Bond. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar þar sem segir þó að leikarinn hafi enn ekki samþykkt boðið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frum­sýnir nýtt mynd­band: Auður orðinn Luthersson

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, sendir frá sér stuttmyndband við lagið I Can Always Picture You sem kom út síðastliðinn föstudag og er frumsýnt hér að neðan. Lagið var gefið út samtísmis á ensku og íslensku og kemur út undir listamannsnafninu Luthersson. 

Tónlist
Fréttamynd

Selur tösku og eitt ein­tak af nýrri plötu á eina milljón

„Útgáfudagur plötunnar er enn leyndó,“ segir tónlistarmaðurinn ISSI hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að glænýrri plötu sem ber heitið 21. Fyrr í dag birti hann færslu á Instagram þar sem hann auglýsir tösku og eitt eintak af plötunni til sölu á milljón krónur.

Tónlist
Fréttamynd

Súrrealískt að djamma með Zöru Lars­son

„Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson. 

Tónlist
Fréttamynd

Zara tók sjálfur með gosinu

Sænska ofurstjarnan Zara Larsson nýtti sér stund milli stríða vel á laugardagskvöldinu þegar það byrjaði að gjósa. Hún tók nokkrar sjálfur af sér með gosinu af toppi tónlistarhússins Hörpu þar sem hún var með tónleika það kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Sigur Rós endar túrinn með Elju í Hörpu

Sigur Rós er á leið í tónleikaferðalag með strengjasveit um Norðurlöndin. Ferðalagið mun enda í Eldborg í Hörpu í desember næstkomandi. Sveitin mun þar koma fram ásamt kammersveitinni Elju.

Tónlist
Fréttamynd

Ingó veðurguð og Alexandra eiga von á stelpu

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó veðurguð, og kærasta hans Alexandra Eir Davíðsdóttir eiga von á stúlku í ágúst. Parið greinir frá tímamótunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Kann ekki að gefast upp

Mollý Jökulsdóttir var tvítug þegar hún flutti ein út til Danmerkur, með tvær ferðatöskur og óljóst framtíðarplan. Í dag er hún í stjórnunarstöðu hjá einni stærstu verslunarkeðju í Evrópu og er á sama tíma á uppleið innan tónlistargeirans, en á dögunum undirritaði hún samning við Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru lista­konur landsins að horfa á?

Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dó næstum því við tökur á Ís­landi

Tónlistarkonan Kacey Musgraves segist hafa næstum því látið lífið þegar hún var stödd hér á landi við að taka myndband fyrir titillag nýrrar plötu sinnar. Hún segir Ísland hafa verið eins og önnur pláneta.

Lífið
Fréttamynd

„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“

„Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Vam­píra vann Músík­til­raunir

Hljómsveitin Vampíra stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum sem lauk í kvöld að loknum fjórum undankvöldum í Hörpu. Eló hafnaði í öðru sæti og Chögma í því þriðja.

Tónlist