Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2025 18:32 Sveitin hefur vakið athygli fyrir afdráttarlausan boðskap sinn fyrir málvernd, samstöðu og gegn heimsvaldastefnu. EPA/Helle Arensbak Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Meðlimir sveitarinnar og aðrir tónlistarmenn sem tróðu upp á þessari gríðarstóru tónlistarhátíð eru yfirlýstir stuðningsmenn sjálfsákvörðunarréttar Palestínumanna og ófeimnir við að viðra skoðanir sínar á framferði ísraelska hersins á Gasaströndinni. Undirritaður ræddi við meðlimi Kneecap þegar þeir tróðu upp á Gauknum á vegum Iceland Airwaves um árið. Hér að neðan má lesa viðtalið. Rannsókn heldur áfram á ummælum annarra tónlistarmanna sem komu fram á hátíðinni, fyrst og fremst Bob Vylan sem leiddi kór viðstaddra í níðsöng um ísraelska herinn sem hefur undanfarnar vikur kennt „tæknivillum“ um drónaárásir á borgara þar sem þeir ná sér í vatn í flóttamannabúðum og reifað áætlanir um að safna íbúum Gasasvæðisins saman í búðum. Áætlanir sem margir beggja megin samningaborðsins hafa líkt við gettó nasista. Ákærður fyrir brot á hryðjuverkalögum fyrir ótengt atvik Þann 28. júní síðastliðinn kom rappþríeykið Kneecap fram á einu sviði Glastonbury-hátíðarinnar fyrir tugum þúsunda. Þar hófu þeir að kyrja níðsöngva um ísraelska herinn og forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, fyrir að aðhafast ekki. Einn meðlima sveitarinnar, Liam Óg Ó hAnnaidh, sem gengur undir sviðsnafninu Mo Chara, hefur hins vegar verið ákærður fyrir brot gegn hryðjuverkalögum fyrir að hafa veifað fána Hezbollah-samtakanna alræmdu þegar hann kom fram í Lundúnum síðasta nóvember. Hann segist saklaus vera og fer fyrir dóm í ágúst. Drengirnir í Kneecap greindu sjálfir frá þessum fréttum á samfélagsmiðlum. Þar sögðu þeir að þeim hefði borist tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að ákæruvaldið hygðist ekki aðhafast neitt frekar. „Við héldum sögulega tónleika á Glastonbury. Öllu svæðinu var lokað klukkutíma fyrr vegna troðnings. Þetta var hátíð ástar og samstöðu. Hafsjór af góðu fólki á heimsins stærstu tónlistarhátíð,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Sönnunargögn ekki næg Þeir segjast vera skotspónn ríkisvaldsins. „Hver einn og einasti sem sá atriðið okkar vissi að engin lög voru brotin, ekki nærrum því. Samt sem áður taldi lögreglan það rétt að tilkynna um það opinberlega að þeir ætluðu að hefja rannsókn. Þetta er pólitískt. Þetta er markvisst. Þetta er hótun af hendi ríkisvaldsins,“ segja þeir. Samkvæmt upplýsingum sem breska miðlinum Guardian bárust frá lögreglunni í Avon- og Somerset-sýslum var rannsókn hafin á ummælum sveitarinnar en að ekki hafi legið næg sönnunargögn fyrir til að höfða mál. Áfram verði haldið að rannsaka ummæli Bob Vylans fyrrnefnds. Fyrr í mánuðinum brást Vylan við ásökunum á hendur sér um gyðingahatur og ofbeldishneigð. Hann sver þær af sér. „Við styðjum ekki útrýmingu gyðinga, Araba eða nokkurs annars kynþáttar eða þjóðarhóps. Við styðjum niðurrif morðóðrar hermaskínu. Maskínu þar sem hermönnum var sagt að beita banvænu valdi að óþörfu gegn saklausum borgurum sem biðu eftir aðstoð. Maskínu sem hefur eyðilagt stóran hluta Gasa.“ Norður-Írland Tónlist Bretland Erlend sakamál Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Meðlimir sveitarinnar og aðrir tónlistarmenn sem tróðu upp á þessari gríðarstóru tónlistarhátíð eru yfirlýstir stuðningsmenn sjálfsákvörðunarréttar Palestínumanna og ófeimnir við að viðra skoðanir sínar á framferði ísraelska hersins á Gasaströndinni. Undirritaður ræddi við meðlimi Kneecap þegar þeir tróðu upp á Gauknum á vegum Iceland Airwaves um árið. Hér að neðan má lesa viðtalið. Rannsókn heldur áfram á ummælum annarra tónlistarmanna sem komu fram á hátíðinni, fyrst og fremst Bob Vylan sem leiddi kór viðstaddra í níðsöng um ísraelska herinn sem hefur undanfarnar vikur kennt „tæknivillum“ um drónaárásir á borgara þar sem þeir ná sér í vatn í flóttamannabúðum og reifað áætlanir um að safna íbúum Gasasvæðisins saman í búðum. Áætlanir sem margir beggja megin samningaborðsins hafa líkt við gettó nasista. Ákærður fyrir brot á hryðjuverkalögum fyrir ótengt atvik Þann 28. júní síðastliðinn kom rappþríeykið Kneecap fram á einu sviði Glastonbury-hátíðarinnar fyrir tugum þúsunda. Þar hófu þeir að kyrja níðsöngva um ísraelska herinn og forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, fyrir að aðhafast ekki. Einn meðlima sveitarinnar, Liam Óg Ó hAnnaidh, sem gengur undir sviðsnafninu Mo Chara, hefur hins vegar verið ákærður fyrir brot gegn hryðjuverkalögum fyrir að hafa veifað fána Hezbollah-samtakanna alræmdu þegar hann kom fram í Lundúnum síðasta nóvember. Hann segist saklaus vera og fer fyrir dóm í ágúst. Drengirnir í Kneecap greindu sjálfir frá þessum fréttum á samfélagsmiðlum. Þar sögðu þeir að þeim hefði borist tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að ákæruvaldið hygðist ekki aðhafast neitt frekar. „Við héldum sögulega tónleika á Glastonbury. Öllu svæðinu var lokað klukkutíma fyrr vegna troðnings. Þetta var hátíð ástar og samstöðu. Hafsjór af góðu fólki á heimsins stærstu tónlistarhátíð,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Sönnunargögn ekki næg Þeir segjast vera skotspónn ríkisvaldsins. „Hver einn og einasti sem sá atriðið okkar vissi að engin lög voru brotin, ekki nærrum því. Samt sem áður taldi lögreglan það rétt að tilkynna um það opinberlega að þeir ætluðu að hefja rannsókn. Þetta er pólitískt. Þetta er markvisst. Þetta er hótun af hendi ríkisvaldsins,“ segja þeir. Samkvæmt upplýsingum sem breska miðlinum Guardian bárust frá lögreglunni í Avon- og Somerset-sýslum var rannsókn hafin á ummælum sveitarinnar en að ekki hafi legið næg sönnunargögn fyrir til að höfða mál. Áfram verði haldið að rannsaka ummæli Bob Vylans fyrrnefnds. Fyrr í mánuðinum brást Vylan við ásökunum á hendur sér um gyðingahatur og ofbeldishneigð. Hann sver þær af sér. „Við styðjum ekki útrýmingu gyðinga, Araba eða nokkurs annars kynþáttar eða þjóðarhóps. Við styðjum niðurrif morðóðrar hermaskínu. Maskínu þar sem hermönnum var sagt að beita banvænu valdi að óþörfu gegn saklausum borgurum sem biðu eftir aðstoð. Maskínu sem hefur eyðilagt stóran hluta Gasa.“
Norður-Írland Tónlist Bretland Erlend sakamál Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira