
Brian Wilson látinn
Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri.
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.
Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri.
Fyrirtækið Embla Medical hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2025. Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Ragnar Kjartansson heiðraður fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. Vegna fjarveru Ragnars tók Börkur Arnarson, eigandi i8 gallerí, við verðlaununum fyrir hans hönd.
Grímuverðlaunin voru veitt í 23. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður. Alls voru tíu sýningar verðlaunaðar.
Einar Björn Magnússon bóksali í Skáldu segir að sér hafi fyrir skömmu borist brúnn böggull merktan Skáldu. Þetta var dularfullur böggull, í var dularfull bók eftir afar dularfullan höfund. Öðru bókmenntafólki hefur borist samskonar böggull og nú velta menn því fyrir sér hvað sé að gerast?
„Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride.
Troy Jamerson sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pharoahe Monch mun fylgja og koma fram með hljómsveitinni De La Soul á tónlistarhátíðinni Lóu sem fer fram í Laugardal í Reykjavík þann 21. júní.
Ég mætti spenntur í Eldborg til að heyra norsku þjóðlagasveitina Wardruna. Plötur þeirra hafa haft á mig svipuð áhrif og að drekka sveppate í langri sánadvöl – andlegt ferðalag með fornum hljómi og seiðandi skáldskap. En í þetta sinn stóðu tónleikarnir ekki undir væntingum. Tónlistin var vissulega skemmtileg, en það vantaði meiri töfra, meiri dýpt – og ef ég á að segja eins og er, betri söng.
Aldís Amah Hamilton leikur aðalhlutverk tölvuleiksins Echoes of the End sem kemur út í sumar eftir átta ára framleiðslu. Aldís segir það að leika í tölvuleik ekkert auðveldara en að leika á sviði eða í bíómyndum.
Grímuverðlaunin voru veitt í 23. skiptið við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður.
Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, mun leikstýra nýjum íslenskum söngleik sem byggir á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á næsta leikári og fjallar um hinn fræga ástarþríhyrning Gunnlaugs, Hrafns og Helgu hinnar fögru.
Skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar notaði íslenska gervigreindarforritið Viskubrunn til að finna ljóðlínur eftir skáldið Jón Örn Loðmfjörð. Jón Örn, betur þekktur sem Lommi, kannaðist hins vegar ekkert við ljóðlínurnar og virðist gervigreindin hafa skáldað fram textann.
Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa fest kaup framtíðarheimili þeirra í Hvörfunum í Kópavogi. Sara greindi frá tímamótunum á samfélagsmiðlum á dögunum.
Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur, er allur eftir hugdjarfa baráttu við krabbamein. Hann var fæddur 1972 en deyr á laugardaginn 7. júní 2025 í faðmi fjölskyldu sinnar. Orri kenndi sig ætíð við Akranes en fór víða og var meðal annars kjörinn bæjarlistamaður á Akureyri 2017.
Streymisveitan HBO Max verður aðgengileg landsmönnum í júlí, að því er segir í tilkynningu frá eiganda veitunnar. Koma HBO Max til landsins hefur þegar verið boðuð tvisvar en hún átti upphaflega að fara í loftið fyrir þremur árum.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Sly Stone, sem fór fyrir fönksveitinni Sly and the Family Stone, er látinn, 82 ára að aldri.
Hin norska Eva Fretheim hlýtur Glerlykilinn, verðlaun fyrir bestu norrænu glæpasöguna, í ár fyrir glæpasögu sína Fuglekongen, eða Glókollinn.
„Það er óhætt að segja að Ómar hafi verið og sé enn eitt af mínum átrúnaðargoðum,“ segir tónlistarmaðurinn Reynir Snær sem notast við listamannsnafnið Creature of Habit. Hann og Ómar Guðjónsson voru að senda frá sér ábreiðu af sögulega laginu Þrek og tár og frumsýna hér tónlistarmyndband.
Slitnað hefur upp úr viðræðum Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og samninganefndar ríkisins um gerð nýs kjarasamnings. Að óbreyttu munu hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar kjósa um verkfallsaðgerðir í ágúst.
Heimildamyndirnar Bóndinn og verksmiðjan, Paradís amatörsins og Ósigraður voru verðlaunaðar á Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda sem fór fram í átjánda sinn um helgina.
Það verður ekki slegið slöku við á Sólheimum í Grímsnesi í sumar því þar verður menningarveisla með fjölbreyttum sýningum og tónleikum alla laugardaga með landsþekktu tónlistarfólki. Það sem meira er, staðurinn fagnar 95 ára afmæli 5. júlí en Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima þann dag 1930, þá 28 ára gömul.
Keppandi í danska skemmtiþættinum Stormester fékk það verkefni að skilja íslensku. Bundið er fyrir augun á honum og honum gert að hlýða fyrirmælum íslensks stráks að nafni Óskars og það er túlkunaratriði hversu vel honum gengur við að skilja málið ylhýra.
Það er í raun stórmerkilegt hvernig listamaður sem var jafn atkvæðamikill í íslensku menningarlífi á sínum tíma og Kristján H. Magnússon vissulega var, það er á fjórða áratug síðustu aldar, geti nánast og svo gott sem gleymst með öllu.
Leikkonan og handritshöfundurinn Vala Kristín Eiríksdóttir og leikarinn Hilmir hafa eignast dóttur.
Laufey Lín Jónsdóttir trónir á toppi ITunes-lagalistans í Bandaríkjunum með lagið Letter to My 13-Year-Old-Self sem hún flytur með söng- og leikkonunni bandarísku Börbru Streisand.
Þriggja daga þungarokkshátíðin Sátan fer fram Stykkishólmi um helgina en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Fremstu þungarokkshljómsveitir landsins troða upp á hátíðinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum.
Raftónlistartvíeykið ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og til stóð. Eftir brotthvarf annars meðlimsins hafði hinn uppi háleitar hugmyndir um að finna arftaka hans í raunveruleikaþætti sem fengi að koma með undir nafni sveitarinnar á þjóðhátíð en nú er ljóst að ekkert verði af því. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir forsendur samningsins við sveitina brostnar.
Júlía Margrét Einarsdóttir var að senda frá sér sína þriðju skáldsögu sem heitir Dúkkuverksmiðjan. Blaðamaður áttar sig ekki á því hvort hann er að verða svona hrifnæmt gamalmenni eða hvað, en þessi bók er algjörlega glimrandi. Ég gef henni fimm stjörnur.
Popparinn Billy Joel reyndi tvívegis að svipta sig lífi eftir að hafa haldið við eiginkonu besta vinar síns, Jon Small þegar þeir voru tvítugir. Í fyrra skiptið féll Joel í margra daga dá og í það seinna bjargaði Small honum.
Hildur Guðnadóttir verður hátíðarlistamaður á Listahátíð í Reykjavík sumarið 2026. Á fjögurra daga hátíðinni verður ferill margverðlaunaða tónskáldsins og tónlistarkonunnar fagnað með þremur viðburðum með tónlist Hildar í fyrirrúmi.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram í átjánda sinn um helgina. Alda Hrannardóttir sér um praktísku hlið hátíðarinnar og er búin að vera á haus að redda gistiplássi fyrir áttatíu manns.