Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda í gærkvöldi, á öðrum degi jóla. Verkið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 og er því lýst sem er leiftrandi, áleitnu og átakanlegu nútímaverki. Lífið 27. desember 2024 13:32
Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Bandaríska kvikmyndastjarnan Adam Sandler gaf aðdáendum sínum gjöf um hátíðirnar, en þá birti hann svokallaða kitlu fyrir væntanlega framhaldsmynd um Happy Gilmore, sem er væntanleg á Netflix á næsta ári. Lífið 27. desember 2024 13:02
Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson fer með hlutverk rússnesks fangavarðar í bandarísku ofurhetjumyndinni Kraven the Hunter. Lífið 27. desember 2024 10:37
Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Bandaríski leikarinn Hudson Meek, sem hvað þekktastur er fyrir hlutverk sitt í myndinni Baby Driver, er látinn. Hann varð sextán ára. Lífið 27. desember 2024 07:51
Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, er frumsýnt í kvöld. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri verksins segir jólahald fara „allt í rugl“ þegar frumsýning er haldin annan í jólum. Menning 26. desember 2024 20:23
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana. Lífið 26. desember 2024 09:00
Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Uppi voru kenningar hér áður fyrr um að ævilöng vesælmennska biði þeirra barna sem ólust upp á „mölinni,“ eins og það var kallað, sem jafnvel legðist í ættir. Krakkaskarinn sem tók yfir götur Reykjavíkur á síðustu öld setti sterkan svip á borgina. Sagnfræðingur sem hefur ritað sögu reykvískra barna, sem spannar hundrað ár, segir börn dagsins í dag lifa mikla umbreytingartíma. Innlent 25. desember 2024 22:10
Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Týnda hálsmen Tolla er komið í leitirnar. Sá sem keypt hafði hálsmenið alls ómeðvitaður um að það væri þýfi hafði samband við Tolla skömmu eftir að greint var frá því og fær Tolli því menið aftur í snemmbúna jólagjöf. Innlent 24. desember 2024 11:56
Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Hálsmen sem stolið var af Tolla Morthens í Kaupmannahöfn fyrir nær tveimur áratugum dúkkaði skyndilega upp á antíksölu í Kópavogi. Þegar Tolli varð þess áskynja var menið þó þegar selt og nú leitar hann logandi ljósi að nýjum eiganda þess. Innlent 24. desember 2024 11:01
Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin „Ég er nokkuð viss um að ef við værum gagnkynhneigt par hefði þessi maður ekki haft svona mikinn áhuga á okkur,“ segir ljósmyndarinn Sigríður Hermannsdóttir. Hún var að ljúka við nám í Ljósmyndaskólanum og hefur útskrifarverk hennar „Can I be next?“ vakið athygli. Verkið byggir á upplifun Sigríðar sem hinsegin manneskja í sundi en hún og kærasta hennar hafa þar orðið fyrir áreiti og aðkasti. Menning 23. desember 2024 20:01
Einn frægasti krókódíll í heimi allur Einn frægasti krókódíll í heimi, ástralski krókódíllinn Burt sem fór með hlutverk í kvikmyndinni Crocodile Dundee er allur. Talið er að hann hafi verið yfir níutíu ára gamall. Lífið 23. desember 2024 16:32
Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Þó Arnaldur Indriðason hafi gefið glæpasögunni frí þessi jólin, og sendi frá sér bók um Jónas Hallgrímsson, þá er hann öruggur á toppi bóksölunnar. Þjóðin elskar Arnald. Menning 23. desember 2024 15:44
Inga tók jólalag á fyrsta fundi Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng. Innlent 23. desember 2024 11:12
Brostnar væntingar á Frostrósum Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu. Gagnrýni 23. desember 2024 07:00
„Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Garðar Baldvinsson ólst upp á heimili þar sem hann sá og upplifði hluti sem ekkert barn ætti að verða vitni að. Bernskuheimur hans var mótaður af ofbeldi og ofbeldismaðurinn var móðir hans. Lífið 23. desember 2024 07:00
„Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu „Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði. Innlent 22. desember 2024 20:48
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. Bíó og sjónvarp 22. desember 2024 10:41
Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Einungis rúmum hálftíma eftir að Aldís Amah Hamilton leikkona hafði sent inn prufu til að hreppa hlutverk í íslensk-amerísku jólamyndinni The Christmas Quest úr smiðju Hallmark bárust henni skilaboð frá framleiðendum myndarinnar um að hún hefði fengið hlutverkið. Bíó og sjónvarp 22. desember 2024 07:00
Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Tvær forsýningar á Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, fóru fram í vikunni, í Bíó Paradís fyrir viðskiptavini Íslandsbanka og svo á Vinnustofu Kjarvals fyrir aðstandendur þáttanna. Lífið 20. desember 2024 20:01
Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni. Tónlist 20. desember 2024 16:00
Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Það var mikið um dýrðir á frumsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á nýjust kvikmynd Disney, Múfasa: konungur ljónanna. Lífið samstarf 20. desember 2024 15:03
Iceguys með opna búð og árita bókina Iceguys munu árita IceGuys bókina í Iceguys búðinni í Kringlunni á morgun milli klukkan 12 og 13. Búið er að opna búðina aftur en loka þurfti í tvo daga þegar allar hillur tæmdust. Jón Jónsson segir stemmninguna í kringum hljómsveitina ævintýralega. Lífið samstarf 20. desember 2024 13:29
Bölvað basl á Bond Innan veggja Amazon hefur lítið sem ekkert gengið að endurvekja James Bond, ofurnjósnarann breska og ímyndaða, frá því Daniel Craig hætti að leika hann og síðasta myndin kom út árið 2021. Viðskipti erlent 20. desember 2024 12:41
Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Baldvin Oddsson, framkvæmdastjóri bandaríska sprotafyrirtækisins The Musicians Club, sagði upp 99 starfsmönnum á einu bretti vegna þess að þeir mættu ekki á morgunfund. Þeir ellefu sem mættu á fundinn fengu að halda starfinu. Viðskipti innlent 20. desember 2024 12:21
„Lágspennubókmenntir“ „Þetta er ekki hasarbók, þannig lagað, en ég hef kallað þetta „lágspennubókmenntir“,” segir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, spurður hvort lesendur eigi von á testósterónbombu þegar þeir opna nýjustu bók hans Synir himnasmiðs, skáldsögu um tólf karlmenn. Lífið samstarf 20. desember 2024 10:30
Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í bílastæðahúsi í miðborg sænsku borgarinnar Norrköping í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að hinn látni sé rapparinn Gaboro sem hafi verið með tengsl við glæpagengi í landinu. Erlent 20. desember 2024 07:53
Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Trommarinn Ringo Starr birtist óvænt á sviði á tónleikum Paul McCartney í O2 Arena í Lundúnum í gærkvöldi. Lífið 20. desember 2024 07:18
Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. Lífið 19. desember 2024 17:46
Prinsinn kom á undan Kónginum Tónlistarmenn eru nú hver um annan þveran að senda frá sér textaverk. Hendingar úr söngtextum eru teknar, settar á pappír, rammað inn og selt. Þetta hefur á fáeinum árum orðið að stórútgerð. Lífið 19. desember 2024 13:50
Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Tíunda árið í röð slá Sigurður Guðmundsson og & Sigríður Thorlacius upp hátíðarveislu í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir eru fyrir löngu orðnir að ómissandi þætti margra í aðdraganda jólanna en þeir verða haldnir daginn fyrir Þorláksmessu. Lífið samstarf 19. desember 2024 12:48