Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. Tónlist 4. maí 2023 18:43
Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Erlent 4. maí 2023 17:53
Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. Menning 4. maí 2023 17:01
Bombay Bicycle Club og miklu fleiri bætast í hópinn á Airwaves Þrjátíu listamenn hafa bæst við hóp þeirra sem fram koma á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fram fer í Reykjavík 2. til 4. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tónlist 4. maí 2023 10:00
Ekki dramatískt lag enda ekki dramatísk máltíð Seinni umferð Skúrsins hófst í síðustu viku en í þáttunum keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu auk þess sem keppt er um besta frumsamda lagið. Lífið samstarf 4. maí 2023 09:15
HönnunarMars í dag: Kvikmyndahátíð, stafræn listaverk og keppni í sjómann Reykjavíkurborg iðar af menningu þessa dagana í tilefni af HönnunarMars. Í dag, fimmtudag, felur dagskráin meðal annars í sér leiðsögn um íslenska hönnun og arkítektúr með Loga Pedro, opnun á kvikmyndahátíð Hönnunardeildar LHÍ, sjómanns keppni og tískupartý. Tíska og hönnun 4. maí 2023 08:00
Heiðra Carrie Fisher með Hollywood-stjörnu á Stjörnustríðsdeginum Um sex árum eftir dauða hennar stendur til að heiðra leikkonuna Carrie Fisher í Hollywood með því að afhjúpa stjörnu með nafni hennar á Hollywood Walk of Fame síðar í dag, á óformlegum þjóðhátíðardegi Stjörnustríðsaðdáenda. Lífið 4. maí 2023 07:40
Neistar á milli Timothée Chalamet og Zendaya í fyrstu stiklunni úr Dune: Part Two Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros. hefur gefið út fyrstu stikluna úr væntanlegri kvikmynd sinni Dune: Part 2. Beðið hefur verið eftir stiklunni með mikilli eftirvæntingu og horfa má á hana neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 3. maí 2023 16:55
„Barnabækur gerðu ekki ráð fyrir okkar fjölskylduformi“ Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir eignuðust dóttur á dögunum en fyrir eiga þær tvo drengi. Samhliða barnauppeldi og framkvæmdum innan heimilisins sem þær eru virkar að sýna frá á samfélagsmiðlum hafa þær nú gefið út sína aðra barnabók. Lífið 3. maí 2023 16:00
Hanna kynlífstæki úr íslenskum jarðefnum: „Horfum á náttúruna sem elskhuga“ „Með gerð kynlífsleikfanga úr íslenskum leir og postulíni vörpum við fram róttækum leiðum til að endurtengjast umhverfi okkar,“ segja listakonurnar Antonía Berg og Elín Margot. Þær standa að verkefninu Fró(u)n þar sem þær skapa fyrstu kynlífstækin sem búin eru til úr íslenskum jarðefnum. Sýningin er partur af HönnunarMars. Menning 3. maí 2023 12:30
Til skoðunar að breyta nafni Hönnunarmars Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. Menning 3. maí 2023 11:50
Frumsýning: Fóru á listrænt flug á hárgreiðslustofunni Þeir Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason, Þórður Sigurðsson og Jón Björn Ríkharðsson mynda hljómsveitina Rock Paper Sisters. Systurnar svokallaðar voru að klára sína fyrstu plötu eftir mikla vinnu og frumsýna hér listrænt tónlistarmyndband við fyrsta smellinn sinn With You. Tónlist 3. maí 2023 11:30
Þróaði með sér dellu fyrir míkrafónasmíði „Sýningin tengir saman myndlist, tónlist og eðlisfræði og kjarni hennar er að fanga útlit tónbilanna tólf á sínu myndræna formi,“ segir fjöllistamaðurinn Baldvin Hlynsson, sem opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag klukkan 18:00. Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til ellefta maí næstkomandi. Menning 3. maí 2023 11:01
Lag sem fær fólk til að skrúfa niður bílrúðuna Seinni umferð Skúrsins hófst í síðustu viku en í þáttunum keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu auk þess sem keppt er um besta frumsamda lagið. Lífið samstarf 3. maí 2023 09:05
HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. Menning 3. maí 2023 08:01
Níu þúsund sóttu tónleika Sinfóníunnar í Bretlandi Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin aftur til landsins eftir sjö tónleika ferð um Bretland. Fékk sveitin glimrandi góða dóma í blöðunum ytra. Lífið 2. maí 2023 20:43
HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. Menning 2. maí 2023 14:00
Kisur, brúðarkjólar og glimmeraðir þvengir á Met Gala Stórstjörnur heimsins sameinuðust á listasafninu The Met í gærkvöldi, fyrsta mánudag maí mánaðar, í tilefni af Met Gala. Er um að ræða árlegan góðgerðarviðburð sem hefur fyrir löngu skráð sig í sögubækurnar sem einn stærsti og glæsilegasti tískuviðburður ársins. Tíska og hönnun 2. maí 2023 11:16
Kvikmyndarýni: Hrollvekjuveisla Tvær töluvert ólíkar hrollvekjur eru nú sýndar í kvikmyndahúsum. Önnur er framleidd innan Hollywood-kerfisins, á meðan hin er framleidd innan evrópska styrkjakerfsins. Þetta eru Evil Dead Rise og Infinity Pool. Gagnrýni 2. maí 2023 08:57
Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. Erlent 2. maí 2023 08:43
Gordon Lightfoot er fallinn frá Kanadíski þjóðlagasöngvarinn Gordon Lightfoot er látinn, 84 ára að aldri. Lífið 2. maí 2023 07:29
Líður stundum eins og hann sé ekki alvöru manneskja Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, lét draum sinn rætast og lék í alþjóðlegri kvikmynd í síðustu viku. Hann segir leiklistina henta sér vel því oft líði honum eins og hann þurfi að leika sig í gegnum hversdaginn. Lífið 1. maí 2023 20:01
Farsælir íslenskir tvíburar Tvíburar hafa verið á margra vörum síðustu vikur eftir að sjónvarpsþættir Ragnhildar Steinunnar um tengsl og samfylgd tvíbura í gegnum lífið fór í loftið. Fjölmargar erlendar stjörnur eru tvíburar, má þar til dæmis nefna Elvis Presley, Scarlet Johansson, Vin Diesel, Gisele Bündchen, Ashton Kutcher og Kiefer Sutherland. Vísir tók saman lista yfir farsæla Íslendinga sem eru tvíburar. Lífið 1. maí 2023 17:35
Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Breski söngvarinn Ed Sheeran samdi sjö lög á fjórum klukkutímum eftir að eiginkona hans greindist með krabbamein er hún gekk með annað barn þeirra. Heimildaþættir um Sheeran og hans líf koma út á miðvikudaginn. Lífið 1. maí 2023 14:50
MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. Innlent 1. maí 2023 09:00
MasterChef-dómarinn Jock Zonfrillo er látinn Skoski sjónvarpsmaðurinn Jock Zonfrillo er látinn, 46 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna. Lífið 1. maí 2023 07:36
„Mig langaði bara að leyfa geirvörtunni að njóta sín“ „Ég var búin að upplifa það svolítið mikið hvað þetta var mikið tabú,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind notast gjarnan við viðfangsefni á borð við kvenlíkamann og náttúruna og má segja að verk hennar séu femínísk og einkennist af kvennakrafti. Um þrítugt ákvað hún að skrá sig í ljósmyndanám í Osló og átti lífið í kjölfarið eftir að gjörbreytast í listræna og ævintýralega átt. Menning 1. maí 2023 07:00
Krefjast þess að ákvörðunin verði endurskoðuð Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi hefur lýst furðu sinni á samþykktum sem gerðar voru nýlegar á fundi bæjarstjórnar í sveitarfélaginu er varða starfsemi menningarhúsa í bænum. Er þess krafist að ákvarðanirnar verði endurskoðaðar. Innlent 30. apríl 2023 09:19
Freyja gerð ódauðleg með styttu í Osló Reist hefur verið stytta af vandræðarostungnum Freyju í Osló, höfuðborg Noregs. Freyja var aflífuð í ágúst á síðasta ári vegna ágengni almennings og ferðamanna þar sem hún dvaldi á smábátabryggju nærri Osló. Erlent 30. apríl 2023 07:46
Alltumlykjandi kynorkan veitti innblásturinn Dularfullur tónlistarmaður sem kallar sig BLOSSI var að senda frá sér lagið Heim með þér. Þetta er fyrsta lag sem kemur út í nafni BLOSSA, sem segist vera heitasti nýi listamaðurinn í dag. Tónlist 29. apríl 2023 17:00