Gummi Tóta og Guðbjörg eignuðust stúlku Fyrir helgi eignuðust knattspyrnumaðurinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson og kærasta hans, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, dóttur. Þetta er fyrsta barn parsins. Lífið 27. febrúar 2023 08:33
Tuttugu og fimm þúsund bækur á fjórum dögum Bækur flæða um húsakynni Knattspyrnusambands Íslands þar sem bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda fer nú fram. Nú þegar hafa selst 25.000 bækur á fjórum dögum. Stefnan er sett á hundrað þúsund. Menning 26. febrúar 2023 20:59
Höfundur Dilberts segir orðspor sitt í rúst Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk. Erlent 26. febrúar 2023 11:16
Þessi keppa til úrslita í Söngvakeppninni Lögin Gleyma þér og dansa, með Siggu Ózk, og OK með Langa Sela og Skuggunum komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld. Framkvæmdastjórnin kom á óvart og hleypti þriðja laginu í gegn. Úrslitin fara fram eftir viku. Lífið 25. febrúar 2023 21:25
Saga Matthildur mætt á Íslenska listann Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans. Tónlist 25. febrúar 2023 17:00
„Dæmi um að fólk sé að smygla heilu rútunum af bjór inn í sal“ Leikarar Borgarleikhússins hafa orðið varir við aukna drykkju á meðal leikhúsgesta sem sé þeim og öðrum gestum til mikils ama. Dæmi séu um að gestir smygli heilu rútunum af bjór inn í sal. Innlent 25. febrúar 2023 16:07
Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. Lífið 25. febrúar 2023 10:32
„Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar“ Uppistandshópurinn VHS frumsýnir í kvöld nýja sýningu sem gengur undir nafninu VHS velur vellíðan. Vilhelm Neto og Stefán Ingvar Vigfússon, tveir af fjórum meðlimum hópsins, ræða um sýninguna og umdeilt málefni. Lífið 25. febrúar 2023 09:59
„Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. Lífið 25. febrúar 2023 09:29
Hætta við að breyta bókunum Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp. Erlent 25. febrúar 2023 07:00
Rihanna syngur á Óskarnum Söngkonan Rihanna kemur fram á Óskarnum 12. mars næstkomandi. Hún mun fylgja eftir stórbrotna hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni, þar sem hún sló í gegn. Lífið 24. febrúar 2023 22:55
Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband við Söngvakeppnislag Silju Rósar og Kjalars Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Together We Grow sem þau Silja Rós og Kjalar munu flytja í Söngvakeppni Sjónvarspins á morgun, laugardaginn 25.febrúar. Tónlist 24. febrúar 2023 15:22
Fimm konur tilnefndar til Kítón verðlaunanna Fimm konur eru tilnefndar til Kítón verðlaunanna í ár. Sigurvegari þeirra verður kynntur á Hlustendaverðlaununum þann 17. mars næstkomandi. Tónlist 24. febrúar 2023 13:38
„Ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus“ Síðastliðinn miðvikudag gaf tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir út sitt annað sólólag. Laginu fylgir tónlistarmyndband sem leikstýrt er af Þóru Hilmarsdóttur. Tónlist 24. febrúar 2023 11:38
Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. Bíó og sjónvarp 24. febrúar 2023 08:37
„Á einu frægasta safni heims, þar er dýrgripur frá Íslandi“ Á morgun fagnar Þjóðminjasafnið 160 ára afmæli. Það verður mikið um að vera hjá safninu í ár í tilefni þessa. Til dæmis mun safnið fá íslenskan safngrip að láni frá franska listasafninu Louvre. Menning 23. febrúar 2023 15:22
Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. Lífið 23. febrúar 2023 15:16
Guðni og Ragnar tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Ljósgildran eftir Guðna Elísson og Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson eru á meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Menning 23. febrúar 2023 11:33
Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan. Innlent 23. febrúar 2023 08:00
Morðingi Nipsey Hussle í minnst 60 ára fangelsi Maðurinn sem myrti rapparann Nipsey Hussle hefur verið dæmdur í minnst 60 ára fangelsi. Hann gæti setið inni til dauðadags. Erlent 22. febrúar 2023 21:13
Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Lífið 22. febrúar 2023 20:01
Leið skringilega á meðan Friends-leikararnir grétu Leikarinn Paul Rudd er þessa dagana hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ant-Man í Marvel söguheiminum enda var þriðja myndin um ofurhetjuna frumsýnd á dögunum. Aðdáendur Friends þáttanna þekkja leikarann þó mögulega betur í hlutverki eiginmanns Phoebe Buffay. Lífið 22. febrúar 2023 17:04
Nanna Bryndís sóló á Airwaves Tuttugu og tveir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni hafa nú verið tilkynntir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kemur fram undir nafni sólóverkefnis síns, Nanna, hér á landi. Tónlist 22. febrúar 2023 13:06
Sagði nei við Bond eftir afarkost frá eiginkonunni Liam Neeson var boðið að leika breska njósnarann James Bond áður en Pierce Brosnan fékk hlutverkið. Hann hætti við að taka við því eftir að eiginkona hans, þáverandi kærasta, sagðist ekki ætla að giftast honum ef hann tæki við hlutverkinu. Lífið 22. febrúar 2023 11:23
Bað sjö ára dóttur sína um að leikstýra fyrir sig Rapparinn Macklemore ákvað að spyrja dóttur sína hvort hún væri til í að leikstýra myndbandinu við nýjasta lagið sitt, No Bad Days. Lagið er á nýrri plötu rapparans sem kemur út þann þriðja mars næstkomandi. Lífið 22. febrúar 2023 10:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Skoðun 22. febrúar 2023 08:57
Fóru að óttast um Panettiere eftir að hann mætti ekki á fund Vinir leikarans Jansen Panettiere, sem fannst látinn á heimili sínu, höfðu áhyggjur af líðan hans eftir að hann mætti ekki á fund á sunnudag. Einn vinanna kom síðar að honum látnum á heimili sínu. Lífið 21. febrúar 2023 20:36
Hræðilegur hluti af starfinu Á hverju ári fer kvikmyndagerðarfólk í miklar herferðir þegar líða fer að verðlaunahátíðum. Emma Thompson er þó ekki hrifin af þessu og segir slíkar herferðir vera „hræðilegar.“ Lífið 21. febrúar 2023 17:21
Elfar og Anna tóku við verðlaunum í Santa Barbara Sumarljós og svo kemur nóttin var verðlaunuð um helgina sem besta norræna kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2023 15:49
„Þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir“ Saltkjöt er með því óhollara sem hægt er að borða. Þetta segir næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Fólk sem glímir við háan blóðþrýsting er ráðlagt að nálgast saltkjöt og baunir, hinn þjóðlega rétt, af mikilli hófsemd. Innlent 21. febrúar 2023 13:20