

NBA
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Ótrúlegt langskot hjá „byssumanninum“ Gilbert Arenas
Gilbert Arenas leikmaður NBA liðsins Orlando Magic átti ótrúlegt skot í leik gegn New Jersey Nets s.l. mánudag og verður það seint leikið eftir.

Shaq sektaður um fjórar milljónir
Shaquille O’Neal leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, fékk væna sekt fyrir að drulla yfir dómara á dögunum. Hann var þá mjög ósáttur þegar hann fékk sína sjöttu villu í glímu sinni við Dwight Howard, miðherja Orlando Magic, í leik liðanna um helgina.

NBA: Kobe klikkaði á 13 skotum í röð í tapi Lakers fyrir San Antonio
Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto.

Ming er úr leik út tímabilið - Houston vill losa sig við kínverska risann
Kínverski miðherjinn Yao Ming mun ekki leika fleiri leiki á tímabilinu með Houston Rockets í NBA deildinnni í körfuknattleik vegna meiðsla í ökkla. Ming, sem er 2.29 metrar á hæð, hefur lítið leikið með Houston á undanförnum misserum vegna meiðsla. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla eru forráðamenn Houston að skoða þann möguleika að láta Ming fara frá félaginu í leikmannaskiptum.

NBA: Nowitzki meiddist en Dallas vann samt 17. sigurinn í 18 leikjum
Dallas Mavericks vann tíu stiga sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að missa stjörnuleikmann sinn Dirk Nowitzki meiddan af velli í fyrri hálfleik. Orlando Magic vann sinn þriðja leik í röð og Charlotte Bobcats vann sinn fyrsta leik undir stjórn Paul Silas.

Blake Griffin með tvö af tíu flottustu tilþrifum næturinnar
Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, hefur verið fastagestur í samantektum NBA-deildarinnar í körfubolta yfir flottustu tilþrifin á þessu tímabili. Tvær svakalegar troðslur Griffin í nótt komust inn á topp tíu listann og þar að auki fagnaði hann og félagar hans í Clippers góðum sigri.

NBA: San Antonio og Chicago aftur á sigurbraut
San Antonio Spurs og Chicago Bulls unnu bæði sína leiki í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir að sigurgöngur liðanna enduðu í leiknum á undan. Spurs vann Washington Wizards en Chicago vann nágrannana í Detroit í framlengingu.

Leikmenn Wizards slógust á Þorláksmessu
Tveir leikmenn Washington Wizards - Andray Blatche og JaVale McGee - hafa verið settir í eins leiks bann af félaginu fyrir ófagmannlega hegðun.

Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu
Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér.

Kobe tekur á móti LeBron James í kvöld
Það er boðið upp á jólakörfuboltaveislu á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld þegar LA Lakers tekur a móti Miami Heat. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn heims, Kobe Bryant og LeBron James.

Skemmtilegur jólaslagari um Kobe
Söngvaskáldið Ryan Parker er duglegur að setja saman sniðug lög og myndbönd á Youtube.Hann hefur nú gert hressandi lag um Kobe Bryant.

Nowitzki með fyndin hreindýrahorn
Leikmenn NBA-liðsins Dallas Mavericks virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér sem söngvarar ef mið er tekið af frammistöðu þeirra í jólamyndbandi félagsins.

NBA: Orlando stöðvaði San Antonio
Orlando er komið með þrjá nýja leikmenn og þeir áttu fínan leik í nótt er Orlando batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs í NBA-deildinni.

Carmelo Anthony missti systur sína
Carmelo Anthony, aðalstjarna NBA-körfuboltaliðsins Denver Nuggets, var ekki með liðinu á móti San Antonio Spurs í nótt. Hann fékk leyfi til að fara heim til fjölskyldu sinnar eftir að systir hans dó.

NBA í nótt: Fjórtándi sigur Boston í röð
Boston Celtics vann í nótt sinn fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sigur á Philadelphia, 84-80.

Jackson orðinn þreyttur á jóladagsleikjunum
Það er hefð fyrir því að bjóða upp á stórleiki í Bandaríkjunum á hátíðardögum. Stóru liðin í bandarísku íþróttalífi líða fyrir það og þá sérstaklega LA Lakers sem virðist alltaf eiga leik á jóladag.

Larry Brown hættur sem þjálfari Charlotte Bobcats
Michael Jordan, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Charlotte Bobcats, tilkynnti það í kvöld að Larry Brown væri hættur að þjálfa NBA-liðið en lítið hefur gengið hjá Bobcats-liðinu á þessu tímabili.

NBA: Lakers steinlá á heimavelli gegn Bucks
Leikmenn LA Lakers virtust vera komnir í jólafrí í nótt er þeir tóku á móti Milwaukee Bucks í Staples Center. Leikmenn Lakers voru meðvitundarlausir í leiknum og steinlágu.

Fölsk jólakveðja frá LA Lakers
Leikmenn NBA-meistara Los Angeles Lakers eru komnir í jólaskap og þeir hafa nú sent frá sér jólakveðju á netinu þar sem þeir syngja hið fræga jólalag "Jingle Bells."

Dallas stöðvaði Miami
Tólf leikja sigurhrina Miami Heat tók enda í nótt er liðið tapaði fyrir Dallas í æsispennandi leik. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig fyrir Dallas og Jason Terry var með 19.

Þrettán sigrar í röð hjá Boston
Meistarar LA Lakers luku í nótt sjö leikja ferðalagi er þeir skelltu Toronto í Kanada. Kobe Bryant atkvæðamestur í liði Lakers með 20 stig og Pau Gasol einnig sterkur með 19. Lakers tapaði aðeins einum leik á þessu ferðalagi.

NBA í nótt: Fáliðaðir töframenn nálægt óvæntum sigri
Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94.

NBA: Arenas, Turkoglu og Richardson til Orlando
Það bárust stórtíðindi úr NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en Orlando Magic hefur fengið þá Gilbert Arenas, Hedo Turkoglo og Jason Richardson til liðs við félagið.

LeBron James fór á kostum í New York
LeBron James hefur alltaf liðið vel í Madison Square Garden í New York og það var engin undantekning á því í nótt er Miami Heat vann þar sigur á New York Knicks, 113-91.

Tekst LeBron og félögum að hemja Stoudemire Madison Square Garden?
Einn af stórleikjum ársins í NBA deildinni í körfuknattleik fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York þar sem að heimamenn í NY Knicks taka á móti Miami Heat þar sem að þríeykið LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh ráða ríkjum. Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 sport og hefst útsending á miðnætti.

NBA í nótt: Ginobili aftur hetja San Antonio
Manu Ginobili er sjóðandi heitur með liði San Antonio í NBA-deildinni í körfubolta um þessar mundir.

NBA í nótt: Sjöundi sigur Chicago í röð
Chicago vann sinn sjöunda sigur í röð, Paul Pierce stöðvaði sigurgöngu New York og LeBron James var aftur heitur gegn sínum gömlu félögum í Cleveland er Miami vann sinn tíunda sigur í röð. Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Vujacic til Nets og Smith til Lakers
Tennisdrottningin Maria Sharapova mun ekki baða sig í sviðsljósinu í Los Angeles lengur því kærastinn hennar, Sasha Vujacic, hefur verið sendur frá LA Lakers til New Jersey Nets.

NBA í nótt: Kobe heitur í sigri Lakers
LA Lakers vann Washington, 103-89, í NBA-deildinni í nótt þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig í röð í þriðja leikhluta.

Styttist í að Yao spili
Kínverski miðherjinn Yao Ming segir að hann verði bráðlega klár í slaginn með Houston Rockets en hann hefur verið mikið meiddur á undanförnum misserum. Ming er hávaxnasti leikmaður NBA deildarinnar eða rétt um 2.30 m á hæð en hann lék ekkert með Houston á síðustu leiktíð vegna meiðsla í fæti.