Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Þegar Íslendingar fengu alvöru stórmarkað

Mikligarður spilar stórt hlutverk í þróun matvörumarkaðs á Íslandi en þegar verslunin opnaði í Holtagörðum í Sundahverfi árið 1983 var hún sú stærsta hér á landi, eða tæpir átta þúsund fermetrar. Þar var boðið var upp á ýmsar nýjungar sem ekki höfðu sést áður í verslunum á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Fá sekt vegna full­yrðinga um CBD-olíuna Sprota

Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum.

Neytendur
Fréttamynd

Stjórn­endur farið langt yfir strikið

Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla Carbonara kjúklingapasta

Álfasaga ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Carbonara kjúklingapasta. Ástæða innköllunar er röng innihaldslýsing og ómerktir ofnæmisvaldar, bæði egg og sellerí.

Neytendur
Fréttamynd

Rándýri Porsche-inn sem lyktaði dregur dilk á eftir sér

Bílabúð Benna þarf að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, tæplega 700 þúsund krónur vegna gjalda sem Ólöf þurfti að standa skil á þrátt fyrir að kaupum hennar á Porsche hjá bílabúðinni hefði verði rift. Þá þarf Bílabúð Benna að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

„Þvert á vilja fólksins í landinu“

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir áætlanir stjórnvalda í húsnæðismálum fjölga leiguíbúðum þvert á vilja þjóðarinnar. Innviðaráðherra þurfi að taka forystu í málaflokknum gagnvart sveitarfélögunum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt

Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Undrandi á því að bankarnir meini við­skipta­vinum Indó að nálgast gjald­eyri

Sam­kvæmt nýjum reglum við­skipta­bankanna þriggja þurfa við­skipta­vinir nú að vera búnir að svara á­reiðan­leika­könnun og vera í við­skiptum við bankanna áður en þeir skipta gjald­eyri hjá bönkunum. Við­skipta­vinir sem hafa fært sig annað, til að mynda til spari­sjóðsins Indó hafa lent í vand­ræðum vegna þessa. Fram­kvæmda­stjóri Indó segir vert að at­hugað sé hvort nýjar reglur sam­rýmist sátt bankanna við Sam­keppnis­eftir­litið frá 2017.

Neytendur
Fréttamynd

Þurfa ekki að fjarlægja mynd af roða á hálsi

Heilbrigðisráðuneyti hefur fellt úr gildi ákvörðun Lyfjastofnunar sem gerði umboðsmanni lyfsins Septabene að fjarlægja mynd af roða í hálsi og ljósan borða á umbúðum lyfsins. Taldi ráðuneytið ákvörðunina ekki samræmast jafnræðisreglu þar sem fjöldi annarra lyfja væru áletruð með sambærilegum myndum. 

Neytendur