

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.
Það er talsvert fjaðrafok í kringum fréttirnar af kórónusmiti NFL-stjörnunnar Aaron Rodgers en hann missir af næsta leik liðsins um helgina.
Skólastjóri Inglewood menntaskólans í Kaliforníu hefur beðist afsökunar á risasigri liðs skólans á liði Morningside menntaskólans í amerískum fótbolta.
Þær gerast varla fallegri sögurnar en sú af níu ára strák sem trúði svo mikið á Tom Brady að NFL-ofurstjarnan hjálpaði honum að komast í gegnum hreint helvíti þegar hann greindist með krabbamein í heila.
Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers í NFL-deildinni, hefur greinst með kórónuveiruna og mun missa af leik Packers og Kansas City Chiefs um helgina.
Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum.
Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum.
Dallas Cowboys útherjinn CeeDee Lamb hefur fengið fimm sektir í fyrstu sex leikjum liðsins á tímabilinu og þrjár þeirra hafa verið fyrir klæðaburð.
Dýrlingarnir frá New Orleans enduðu fjögurra leikja sigurgöngu NFL-meistaranna Tampa Bay Buccaneers í gær. Varaleikstjórnandi Saints tók upp hanskann í meiðslum byrjunarliðsmannsins en hann var ekki eini varamaðurinn sem leiddi sitt lið til sigurs í NFL-deildinni í gær.
Alls er nú átta leikjum lokið í NFL-deildinni. Pittsburgh Steelers vann góðan sigur á Cleveland Browns og þá vann Los Angeles Rams stórsigur á Houston Texans, sigurinn hefði verið enn stærri ef ekki hefði verið fyrir undarlegan síðasta fjórðung leiksins.
Ólöf Indriðadóttir er doktorsnemi í hjúkrunarfræði, en hún var valin stuðningsmaður ársins hjá Minnesota Vikings í NFL-deildinni gær. Að launum fékk Ólöf tvo miða á Super Bowl sem fram fer á SoFi Arena í Kaliforníu þann 13. febrúar.
Það er óhætt að segja að yfirmaður NFL-deildarinnar sé að fá ágætis laun fyrir að sinna sínu starfi.
Lokasóknin á Stöð 2 Sport fjallar um NFL-deildina í hverri viku og fer þá yfir leiki hverrar umferðar. Goðsögnin Tom Brady er oftar en ekki í sviðsljósinu og svo var einnig nú.
Lokasóknin er vikulegur þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni og þar á meðal ræddu menn magnaða samvinnu hjá þeim Joe Burrow og Ja'Marr Chase í liði Cincinnati Bengals.
Lokasóknin fór að venju yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þar á meðal ræddu menn meðal annars hlauparann sem nýtti tækifærið sitt vel í sjöundu umferðinni.
Tom Brady segir að áhorfandinn sem lét hann fá aftur boltann eftir sex hundraðasta snertimarkið muni fá eitthvað sérstakt í staðinn fyrir greiðann.
Tveir af öflugustu leikstjórnendum NFL-deildarinnar komust lítið áleiðis í leikjum sjöundu umferðarinnar í gær en ekkert stoppar Kardinálana úr eyðimörkinni og þá unnu Cincinnati Bengals, Tampa Bay Buccaneers, Tennessee Titans og Green Bay Packers öll flotta sigra.
Tom Brady varð í gær fyrsti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar til að gefa sex hundruð snertimarkssendingar en því náði kappinn í sannfærandi 38-3 sigri Tampa Bay Buccaneers á Chicago Bears.
Það gerist alltaf fullt af skemmtilegum hlutum í ameríska fótboltanum á hverri helgi og Lokasóknin fer yfir hverja umferð NFL-deildarinnar í þætti sínum á þriðjudögum.
Aaron Rodgers stráði salti í sár stuðningsmanna Chicago Bears í sigri Green Bay Packers um helgina og þetta var tekið fyrir í Lokasókninni, sem er sérstakur þáttur um NFL-deildina á Stöð 2 Sport 2.
NFL leikmaðurinn Dawuane Smoot eignaðist dóttur í gær en hann tók meiri þátt í fæðingunni en flestir feður.
Þekktur þjálfari í amerískum fótbolta var rekinn vegna þess að hann neitaði að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni.
Derrick Henry sýndi enn á ný kraft sinn og styrk í NFL-deildinni í nótt þegar lið hans Tennessee Titans stöðvaði sigurgöngu Buffalo Bills.
Allt varð vitlaust á háskólafótboltaleik í Tennessee um helgina og það varð að gera tuttugu mínútna hlé áður en liðin gátu klárað síðustu 54 sekúndur leiksins.
Arizona Cardinals hélt sigurgöngu sinni áfram í NFL-deildinni með sannfærandi hætti í gær og hefur unnið fyrstu sex leiki tímabilsins.
Hlutirnir ganga vel hjá Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðinu í titilvörn sinni í NFL-deildinni.
Mason Walker Crosby reyndist hetja Green Bay Packers í sigri á Cincinnati Bengals í NFL-deildinni um helgina. Packers unnu með þriggja stiga mun, 25-22, og skoraði Crosby stigin sem skildu liðin að. Hann átti þó ekki sinn besta leik líkt og kollegi sinn í Bengals.
Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs líta ekki lengur út eins og eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar og þeir steinlágu á móti Buffalo Bills á heimavelli um helgina. Lokasóknin ræddi stöðuna á kólnum eins heitasta liðs ameríska fótboltans síðustu ár.
Jon Gruden, hefur sagt af sér sem þjálfari Las Vegas Raiders í NFL-deildinni, eftir að New York Times komst yfir og fjallaði um tölvupósta hans sem innihalda meðal annars rasísk og hómófóbísk ummæli.
Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game.
Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs steinlágu á heimavelli í NFL-deildinni í nótt og besti maður liðsins axlaði ábyrgðina eftir leikinn.