Eigendur Jets segja „skyldu sína“ að hjálpa fólki frá Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2022 07:01 Joe Flacco er leikstjórnandi Jets. Cooper Neill/Getty Images Annar af eigendum NFL-liðsins New York Jets hafa gefið eina milljón Bandaríkjadala [145 milljónir íslenskra króna] til góðgerðarmála tengdum Úkraínu og stríðinu þar í landi. Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27]. NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Sjá meira
Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27].
NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Sjá meira