

NFL
Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fjórir stungnir eftir leik Broncos og Chargers
Það gekk mikið á eftir leik Denver Broncos og San Diego Chargers í NFL-deildinni í nótt og voru að minnsta kosti þrír stungnir í miklum slagsmálum á bílastæðinu fyrir utan völlinn.

Óvænt tap hjá Peyton og félögum
San Diego Chargers hélt lífi í úrslitakeppnisvonum sínum er liðið gerði sér lítið fyrir og skellti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos, 20-27, í Denver. Chargers er búið að vinna 7 leiki og tapa 7 en Denver er 11-3 eftir leikinn.

Heimilislaus maður lét Burleson heyra það
NFL-lið Detroit Lions á ekki glæsta sögu og var lengi vel eitt lélegasta lið deildarinnar. Það eru þó bjartari tímar fram undan hjá félaginu. Borgarbúar hafa samt ekki allir enn trú á liðinu.

Trukkur keyrði á flugvél Vikings
Ferðalag NFL-liðsins Minnesota Vikings til Baltimore um síðustu helgi fer seint í sögubækur félagsins fyrir skemmtanagildi. Það var hrein martröð.

Ótrúlegar aðstæður í Philadelphia | Magnaðar myndir
Það er spilað í NFL-deildinni alveg sama hvernig veðrið er. Því fengu leikmenn Philadelphia Eagles og Detroit Lions að kynnast í gær í eftirminnilegum leik.

Getið troðið gagnrýninni þar sem sólin ekki skín
Helgin í NFL-deildinni var hreint út sagt ótrúleg og muna menn vart eftir annarri eins dramatík og boðið var upp á í leikjum gærdagsins.

Jagúarnir ekki lengur aðhlátursefni
Jacksonville Jaguars vann ekki leik í fyrstu níu umferðum NFL-deildarinnar en hefur hún unnið fjóra af síðustu fimm.

Mayo selur sitt eigið majónes
Þegar þú ert frægur íþróttakappi og heitir Mayo, hvað gerirðu þá eiginlega til að drýgja heimilstekjurnar? Jú, þú selur þitt eigið majónes.

Byrjað fyrr í London
Alls fara þrír leikir í NFL-deildinni fram í London á næsta tímabili og mun einn þeirra byrja fyrr en áður hefur þekkst.

Þjálfari Steelers sektaður um 12 milljónir
Forráðamenn NFL-deildarinnar eru lítið fyrir fíflalæti og því hefur Mike Tomlin, þjálfari Pittsburgh Steelers, nú fengið að kynnast.

Læti áhorfenda á Richter-skalanum
Stuðningsmenn Seattle Seahawks í NFL-deildinni eru þekktir þar í borg sem tólfti maðurinn og er það sannarlega réttmæt nafnbót.

Reknir fyrir að taka myndir af sér með Tom Brady
Stórstjarnan Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni, skildi eftir sig sviðna jörð í Houston um síðustu helgi.

Seattle ósigrandi á heimavelli
Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildnini í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli.

Snertimark aldarinnar | Myndband
Eitt ótrúlegasta atvik sem hefur sést á íþróttavellinum lengi átti sér stað í háskólaboltanum á milli Alabama og Auburn um helgina.

Maður lést eftir átök á bílastæði
Stuðningsmaður NFL-liðsins Kansas City Chiefs kom að ókunnugum manni í bifreið sinni eftir viðureign liðsins gegn Denver Broncos í gærkvöldi.

Rob Ford stal sæti tónlistarmanns
Frægasti borgarstjóri heims, Rob Ford, borgarstjóri í Toronto, getur ekki hætt að koma sér í fréttirnar af röngum ástæðum.

Bjargaði lífi konu sem reyndi að svipta sig lífi
Óhugnalegur atburður átti sér stað á heimavelli Oakland Raiders um síðustu helgi. Þá reyndi kona að svipta sig lífi á vellinum. Atvikið átti sér stað eftir leik Oakland og Tennessee. Konan var á efstu hæð stúkunnar og ætlaði að kasta sér niður á þá næstu en það er talsvert mikið fall.

Skipaði sínum mönnum að vakna á Twitter
"Við verðum að taka hausinn út úr afturendanum á okkur og vakna," skrifaði eigandi Indianapolis Colts, Jim Irsay, alveg brjálaður á Twitter.

NFL: Brady vann Manning þrátt fyrir skelfilega byrjun
Tom Brady hafði enn á ný betur á móti Peyton Manning þegar leikstjórnendurnir mættust með lið sín í NFL-deildinni í nótt.

Bon Jovi vill kaupa Buffalo Bills
Söngvarinn góðkunni, Jon Bon Jovi, gæti orðið eigandi liðs í NFL-deildinni en hann ætlar sér að reyna að kaupa Buffalo Bills er félagið verður til sölu.

Dómari dæmdur í bann fyrir kjaftbrúk
Það er alþekkt í íþróttum að leikmenn láti dómarann heyra það en það gerist ekki oft að dómarinn láti leikmanninn fá það óþvegið.

Getur Vanilla Ice bjargað Houston Texans?
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá NFL-liðinu Houston Texans. Liðið hefur tapað átta leikjum í röð og menn hafa ekki hugmynd um hvað eigi að gera til þess að snúa gengi liðsins við.

Vilja útrýma N-orðinu úr boltanum
Samtök sem vinna að jöfnuði og réttlæti í NFL-deildinni hafa skorað á forráðamenn deildarinnar að taka hart á því er leikmenn nota orðið "nigger" á vellinum.

Skekkti markið er hann fagnaði snertimarki
Það var hörkuleikur í NFL-deildinni í nótt er Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Dýrlingarnir unnu leikinn, 17-14.

Sektaður um tvær milljónir fyrir ljóta tæklingu
Ahmad Brooks, leikmaður San Francisco 49ers í NFL-deildinni, tæklaði Drew Brees, leikstjórnanda New Orleans Saints, illa um síðustu helgi og þarf að blæða fyrir það.

Kom út úr þvögunni með hnefafylli af hári
Menn beita öllum hugsanlegum brögðum í ameríska fótboltanum og það sýndi sig í leik Arizona Cardinals og Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni um helgina.

Fyrrum leikmaður Bears dæmdur í 15 ára fangelsi
Sam Hurd var stjarna í NFL-deildinni er hann lék með Chicago Bears og Dallas Cowboys. Ferill hans fékk snöggan endi er hann var handtekinn fyrir að selja og smygla eiturlyfjum.

Tebow vonast eftir vinnu í sjónvarpinu
Tim Tebow virðist vera búinn að gefa upp vonina um að fá aftur vinnu í NFL-deildinni og er farinn að leita hófanna á nýjum stöðum.

Carolina stimplar sig inn með bestu liðunum
Carolina Panthers sýndi og sannaði um helgina að liðið er til alls líklegt í vetur. Liðið skellti þá San Francisco á útivelli, 9-10, og vann þar með sinn fimmta leik í röð í NFL-deildinni.

Incognito segist ekki vera kynþáttahatari
Richie Incognito, leikmaður Miami Dolphins, er einn umtalaðasti og hataðasti maður Bandaríkjanna í dag. Liðsfélagi hans, Jonathan Martin, hætti eftir að hafa orðið fyrir einelti frá Incognito.