Fannar: Erfitt að eiga við Birki þegar hann kemst í gang Fannar Þorbjörnsson og félagar í Valsliðinu náðu ekki að fylgja eftir sigri á Aftureldingu á dögunum þegar þeir sóttu Hauka heim á Ásvelli í kvöld. Haukar unnu leikinn 23-22 með sigurmarki Einars Arnar Jónssonar á síðustu sekúndu leiksins. Handbolti 24. nóvember 2010 22:15
Júlíus: Jafntefli hefði verið sanngjarnast Júlíus Jónasson, þjálfari Valsmanna, þurfti að horfa upp á sína menn tapa í sjöunda sinn í átta leikjum þegar liðið tapaði 23-22 fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn náðu að jafna leikinn átta sekúndum fyrir leikslok en Haukum tókst að skora sigurmarkið áður en lokaflautið gall. Handbolti 24. nóvember 2010 22:10
Einar Örn: Heppni fylgir gömlum mönnum Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. Handbolti 24. nóvember 2010 22:00
Geir æfir með Kiel Geir Guðmundsson, leikmaður Akureyrar handboltafélags, mun halda til Þýskalands í næsta mánuði og æfa með meistaraliði Kiel í eina viku. Handbolti 23. nóvember 2010 10:15
Atli: Markvarslan skapaði sigurinn „Þetta var alveg frábær leikur. Seinni hálfleikurinn var frábær með þessari markvörslu og vörn sem og að við vorum að klára hraðaupphlaupin vel. Við vorum ekki að fá boltann og stoppa heldur fórum við fljótir upp og kláruðum sóknirnar," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar eftir 33-25 sigur á FH í Kaplakrika í dag. Handbolti 20. nóvember 2010 18:48
Umfjöllun: Sveinbjörn átti stórleik í Kaplakrika Leik FH og Akureyri lauk með 33–25 sigri gestanna í Kaplakrika í dag. Með þessu halda Akureyringar sér á toppnum og en þeir eru búnir að vinna alla sína leiki á meðan FH-ingar eru áfram í 4. sæti. Handbolti 20. nóvember 2010 18:41
Logi: Við vorum í bakkgírnum í seinni hálfleik „Þetta var frekar dapurt í dag og ég bjóst ekki við svona leik ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Logi Geirsson leikmaður FH eftir 25-33 tap gegn Akureyri í Kaplakrika í dag. Handbolti 20. nóvember 2010 18:36
Ólafur: Þeir rúlluðu bara yfir dautt lið „Fyrri hálfleikurinn var góður en svo kom kafli í seinni hálfleik sem við vorum að gera allt annað en við ætluðum okkur" sagði Ólafur A. Guðmundsson leikmaður FH eftir 25-33 tap gegn Akureyri í dag. Handbolti 20. nóvember 2010 18:30
Akureyringar fóru illa með FH-inga í seinni hálfleik Akureyri hélt sigurgöngu sinni áfram í N1 deild karla með því að vinna átta marka stórsigur á FH, 33-25 í Kaplakrikanum í dag. Eftir að hafa verið jafnt í fyrri hálfleik settu Akureyringar í fimmta gír í seinni hálfleik og náðu góðu forskoti sem þeir slepptu aldrei. Handbolti 20. nóvember 2010 17:11
HK tapaði með fimm mörkum í Rússlandi HK tapaði 34-39 í fyrri leik sínum á móti rússneska liðinu Kaustik í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta en leikirnir fara báðir fram í Rússlandi um helgina. Rússarnir unnu síðustu þrjár mínúturnar 4-1 og tryggðu sér ágætt forskot fyrir seinni leikinn á morgun. Handbolti 20. nóvember 2010 12:45
Frábært ef liðin myndu halda áfram að vanmeta okkur Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Handbolti 20. nóvember 2010 08:00
Sturla: Vonandi fyrsti sigurinn af mörgum Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, haltraði af velli í leikslok gegn Aftureldingu í kvöld. Hann fékk slæmt högg á fótinn og var ekki á bætandi þar sem hann hefur verið meiddur upp á síðkastið. Handbolti 18. nóvember 2010 21:48
Bjarni Aron: Sportið er grimmt Mosfellingurinn Bjarni Aron Þórðarson var að vonum svekktur eftir eins marks tap á heimavelli gegn Val í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna í N1-deildinni í vetur. Handbolti 18. nóvember 2010 21:42
Umfjöllun: Þungu fargi létt af Valsmönnum "Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Handbolti 18. nóvember 2010 21:02
Magnús: Bleikt er málið Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram, fór mikinn í marki Fram í kvöld og varði 21 skot í 27-31 sigri Fram á Íslandsmeisturum Hauka. Handbolti 17. nóvember 2010 21:45
Ólafur Bjarki með fjórtán í sigri HK Ólafur Bjarki Ragnarsson fór mikinn í liði HK og skoraði fjórtán mörk í fimm marka sigri liðsins á Selfossi í N1-deild karla í kvöld. HK vann með fimm marka mun, 39-34. Handbolti 17. nóvember 2010 21:44
Björgvin: Basl á sókninni hjá okkur Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður Hauka, var ekki sáttur eftir fjögurra marka tap Íslandsmeistaranna á heimavelli, 27-31, gegn Fram í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 17. nóvember 2010 21:38
Fylkir heldur í við toppliðin Fylkir vann í kvöld öruggan sigur á HK í N1-deild kvenna, 38-29, og heldur því í við topplið deildarinnar. Handbolti 17. nóvember 2010 21:32
Umfjöllun: Flottir Framarar lögðu meistarana Framarar eru sjóðheitir þessa dagana og unnu sinn fjórða leik í röð er þeir sóttu Íslandsmeistara Hauka heim. Lokatölur 27-31 fyrir Fram. Handbolti 17. nóvember 2010 20:58
Báðir þjálfarar Hauka dæmdir í leikbann Þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna hjá Haukum voru í gær dæmdir í leikbann á fundi Aganefndar HSÍ en leikbönnin koma þó ekki til með að hafa áhrif á störf þeirra með sínum liðum sínum í N1 deild karla og kvenna. Handbolti 17. nóvember 2010 18:00
Leikur Hauka og Fram í beinni á Haukar-Tv í kvöld Haukar taka á móti Fram á Ásvöllum í 7. umferð N1 deild karla í kvöld og ætla Íslandsmeistarnir að sýna leikinn í beinni útsendingu á Haukar-Tv sem er nýfarið í loftið. Handbolti 17. nóvember 2010 16:23
FH stakk af í seinni hálfleik FH er komið í fjórðungsúrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir sigur á Gróttu í kvöld, 30-23. Handbolti 16. nóvember 2010 21:56
Hanna með tólf í sigri Stjörnunnar Hanna G. Stefánsdóttir skoraði tólf mörk fyrir Stjörnuna sem vann öruggan sigur á Haukum í N1-deild kvenna í kvöld, 37-24. Handbolti 16. nóvember 2010 21:32
Siggi Eggerts: Ef við vinnum þá fær Kristján tapið afskrifað Gleðigjafinn Sigurður Eggertsson, leikmaður Gróttu í handbolta, telur engar líkur vera á því að Grótta vinni FH í Eimskipsbikarnum í kvöld. Sigurður segir í samtali við grottasport.is að ef Grótta vinni leikinn muni Kristján Arason, þjálfari FH, fá tapið afskrifað og þar með vinna leikinn. Handbolti 16. nóvember 2010 17:49
Haukar kallaðir HK af Grosswallstadt Það styttist í að Haukar mæti þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt í EHF-bikarnum en liðin mætast ytra um næstu helgi. Handbolti 14. nóvember 2010 17:13
Logi: Mikill léttir að vinna þennan leik "Við erum hrikalega ánægðir með þennan sigur í dag. Þetta var ekki frábær leikur hjá okkur en við unnum. Ég er ógeðslega ánægður með það," sagði Logi Geirsson við Þorkel Sigurbjörnsson hjá Rúv eftir sigur FH á Val í dag. Handbolti 13. nóvember 2010 17:25
Ernir Hrafn: Lykilmenn eru að klikka Valsarinn Ernir Hrafn Arnarson var brúnaþungur eftir sjötta tap Vals í N1-deild karla. Valur hefur ekki enn unnið leik í deildinni og það er mikil krísa á Hlíðarenda. Handbolti 13. nóvember 2010 17:22
Botnlið Vals engin fyrirstaða fyrir FH FH komst aftur á sigurbraut í N1-deild karla í dag er liðið vann góðan útisigur á Val, 26-30, en FH leiddi með tveim mörkum í leikhléi, 13-15. Handbolti 13. nóvember 2010 17:16
HK-ingar á miklu skriði - myndir HK vann í gærkvöldi sinn fimmta leik í röð í N1 deild karla og er nú tveimur stigum á efttir toppliði Akureyrar eftir sex umferðir. HK vann 36-34 sigur á Íslandsmeisturum Hauka í gær og var sigurinn mun öruggari en lokatölurnar gefa tilefni til að halda. Handbolti 12. nóvember 2010 08:00
Daníel Berg: Með frábært byrjunarlið Daníel Berg Grétarsson átti frábæran leik í kvöld eins og svo margir í liði HK sem vann Hauka í N1-deild karla í kvöld, 36-34. Handbolti 11. nóvember 2010 22:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti