
Landin hættir í landsliðinu eftir Ólympíuleikana
Handboltamarkvörðurinn Niklas Landin hefur ákveðið að hætta í danska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í sumar.
Fréttir af Ólympíuleikunum sem fram fóru í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst 2024.
Handboltamarkvörðurinn Niklas Landin hefur ákveðið að hætta í danska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í sumar.
Emma Hayes er hætt þjálfun ensku meistaranna í Chelsea og er nú orðin landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. Þetta er stórt sumar fyrir hana á fyrstu mánuðunum í nýju starfi þar sem Ólympíuleikarnir í París eru næstir á dagskrá.
Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu.
Alþjóða hnefaleikasambandið hefur ákveðið að fylgja alþjóða frjálsíþróttasambandinu eftir og veita verðlaunahöfum á Ólympíuleikunum peningaverðlaun.
Brasilíski stangarstökkvarinn og fyrrum Ólympíumeistarinn Thiago Braz hefur verið dæmdur í 16 mánaða keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun.
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar.
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar.
Oksana Chusovitina, fimleikakona frá Úsbekistan, verður ekki með á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta verða fyrstu Ólympíuleikarnir síðan 1992 sem hún missir af.
Sá böggull fylgir skammrifi fyrir bestu handboltamenn heims að á meðan að þeir eru önnum kafnir við stórmót landsliða og með félagsliðum, þá missa þeir af dýrmætum tíma með fjölskyldunni.
Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur, er mjög bjartsýnn á það að henni takist að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í París í sumar.
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í öðru sæti á þríþrautarmóti á Filippseyjum í dag og náði sér þar með í dýrmæt stig í baráttunni um laus sæti á Ólympíuleikunum í París seinna í sumar.
Ólympíuleikarnir fara fram í París í sumar og nokkrar af íþróttagreinunum á leikunum eiga að fara fram í ánni Signu sem rennur í gegnum borgina.
Steve Redgrave er fimmfaldur Ólympíumeistari en hann er ekki hrifinn af því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætli að verðlauna gullverðlaunahafa sína á Ólympíuleikunum í París með peningagjöf.
Sir Steve Redgrave, fimmfaldur ólympíumeistari í róðri, er alls ekki hrifinn af ákvörðun alþjóða frjálsíþróttasambandsins um að veita í fyrsta sinn verðlaunafé á Ólympíuleikunum í París í sumar.
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta hefur gefið það út að hún muni spila sína síðustu landsleiki á árinu 2024 en hún er þó samt ekkert hætt í fótboltanum.
Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir.
Ísland átti fulltrúa þegar hlaupið var af stað með Ólympíueldinn í Ólympíu í Grikklandi í vikunni. Elín Lára Reynisdóttir segir þessa stund hafa gefið sér mikið.
Bandaríkin mun senda stjörnum prýtt lið til leiks í körfubolta á komandi Ólympíuleikum sem fara fram í París þetta árið. Landsliðshópurinn hefur verið opinberaður. LeBron James verður fyrirliði liðsins.
Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að borga gullverðlaunahöfum á Ólympíuleikunum í París í sumar í peningum og þeim þykir heiðurinn eða gullverðlaunin ekki vera nóg.
Kylian Mbappé er enn leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain en engu að síður hefur spænska félagið Real Madrid fengið ákall frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands vegna franska landsliðsframherjans.
Þó íslenska karlalandsliðið í handbolta verði ekki á Ólympíuleikunum í París síðar á þessu ári þá mun Ísland eiga sína fulltrúa á handboltahluta mótsins.
Ólympíudraumar Eyglóar Fanndal Sturludóttur rættust ekki alveg á dögunum en þeir lifa samt hjá læknanemanum sem er staðráðin að verða fyrsta íslenska lyftingakonan til að keppa á Ólympíuleikunum.
Bandaríkjamenn kynntu um helgina búningana sem keppnisfólkið þeirra mun klæðast á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það er óhætt að segja að margar af íþróttakonunum séu ósáttar.
Anton Sveinn McKee virðist á hárréttri leið í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París í sumar því hann sló fimm ára gamalt Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi, þegar hann varð Íslandsmeistari í gær.
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið fyrst allra að veita peningaverðlaun til þeirra sem vinna gullverðlaun á Ólympíuleikum.
Svana Bjarnason er 32 ára gömul klifurkona sem var nýverið tekin inn í Ólympíuhóp Íþróttasambands Íslands. Hún á því möguleika á því að keppa fyrir Ísland á Ólympíuleikunum í París í sumar.
Íranska íþróttakonan Saman Soltani hefur haldið sig frá heimalandi sínu síðustu átján mánuði, eftir að hafa birt myndir af sér í sundfötum á samfélagsmiðlum, enda gæti hún lent í fangelsi við heimkomu.
Rússneski glímumaðurinn Abdulrashid Sadulayev verður ekki meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann fær ekki að keppa í undankeppninni í Aserbaísjan um helgina.
Einn allra besti handboltamaður allra tíma, Mikkel Hansen, tilkynnti í dag opinberlega á blaðamannafundi að hann myndi leggja skóna á hilluna í sumar. Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, vill ekki lofa því að Hansen muni fyrst spila á Ólympíuleikunum í París.
Frakkar hafa gripið til stóraukinna varúðarráðstafana í aðdraganda Ólympíuleikanna í París sumar. Viðvörunarstig er nú eins hátt og það getur verið.