Ólympíuleikar 2024

Ólympíuleikar 2024

Fréttir af Ólympíuleikunum sem fram fóru í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst 2024.

Fréttamynd

Skipu­lögðu á­rásir í Þýska­landi og víðar í nafni ISKP

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 

Erlent
Fréttamynd

Tókst loks eftir fimm ár að bæta eigið met

Anton Sveinn McKee virðist á hárréttri leið í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París í sumar því hann sló fimm ára gamalt Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi, þegar hann varð Íslandsmeistari í gær.

Sport
Fréttamynd

„Þetta er sorgardagur“

Einn allra besti handboltamaður allra tíma, Mikkel Hansen, tilkynnti í dag opinberlega á blaðamannafundi að hann myndi leggja skóna á hilluna í sumar. Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, vill ekki lofa því að Hansen muni fyrst spila á Ólympíuleikunum í París.

Handbolti