

Óskarsverðlaunin
Fréttir af Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.

Stórmyndir í útrýmingarhættu
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir risabreytingar á sjónvarps- og kvikmyndamarkaði útskýra hvers vegna færri kannast við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna í ár heldur en tíðkaðist á árum áður þegar stórmyndir voru gjarnan tilnefndar. Hann segir alveg ljóst að stórmyndin sem slík, blockbuster myndin, sé í útrýmingarhættu.
Fréttir í tímaröð

Hefndi kossins með kossi
Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum.

Enginn nakinn á Óskarnum
Stærstu stjörnur leiklistarheimsins skinu skært á rauða dreglinum í gær þegar Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í 97. skipti í Los Angeles. Þær gáfu ekkert eftir í elegansinum og dregillinn minnti að vanda á hátísku hátíð.

Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins
Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar.

Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin
Kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hefur verið valin á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokknum besta erlenda kvikmyndin.

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum
Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.

Snerting framlag Íslands til Óskarsins
Kvikmyndin Snerting verður framlag Íslands til Óskarsveðlaunanna 2025. Í janúar verður ljóst hvort myndin hlýtur tilnefningu til verðlauna eða ekki.

Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF
Suður-Kóreski handritshöfundurinn og leikstjórinn Bong Joon Ho verður heiðraður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár. Hann er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Parasite, sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta myndin árið 2020.

Louis Gossett Jr. látinn
Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri.

Stóð við sextán ára gamalt loforð til pabba síns
Leikkonan Anya Taylor-Joy sló í gegn í Netflix seríunni The Queen's Gambit og hefur síðan þá fengið hlutverk í stórmyndum á borð við Mad Max og Dune. Hún skein skært á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár og stóð við loforð sitt sem var að taka pabba sinn með sér.

Stjörnulífið: Binni Glee fær ekki nóg af Laufeyju
Viðburðarík vika er nú að baki og báru árshátíðir og tónleikar Laufeyjar Lín í Hörpu þar hæst. Þá nýttu margir tækifærið og skelltu sér á skíði áður en snjórinn kveður okkur í bili.

Rúrik skemmti sér með stórstjörnum hjá Elton John
Athafnamaðurinn Rúrik Gíslason er staddur í Los Angeles um þessar mundir og lætur sér ekki leiðast. Hann skellti sér í Óskarspartý hjá Elton John í gærkvöldi en þar voru hinar ýmsu Hollywood stórstjörnur.

Ryan Gosling kom Margot Robbie á óvart og fékk Slash með sér á svið
Kanadíski leikarinn Ryan Gosling vakti mikla athygli í gærkvöldi þegar hann söng lagið I'm Just Ken úr Barbie myndinni. Hann virtist meðal annars koma Margot Robbie, aðalleikonu myndarinnar á óvart.

Stærstu stundirnar á Óskarnum: Grínuðust með Barbenheimer og John Cena mætti nakinn
Óskarsverðlaunahátíðin fór fram með pompi og prakt í Los Angeles borg í gær. Líkt og fyrri ár voru þar nokkrar stundir sem slógu í gegn og vöktu meiri athygli en aðrar.

Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni
Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki.

Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum
Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood.

Spáir í spilin: „Alveg eins hægt að afhenda Nolan styttuna nú þegar“
Óskarsverðlaunin verða veitt í 96. skiptið í kvöld. Annar lýsandi hátíðarinnar segir Oppenheimir munu vinna flest verðlaun en harmar hve fáar tilnefningar Barbie fær.

Ryan Gosling sársvekktur yfir Óskarstilnefningunum
Kanadíski leikarinn Ryan Gosling segist vera vonsvikinn og sársvekktur vegna þess að Greta Gerwig, leikstjóri Barbie og Margot Robbie, aðalleikkona myndarinnar, hafi ekki verið tilnefndar til Óskarsverðlauna líkt og hann sjálfur.

Óskarstilnefningar 2024: Oppenheimer í aðalhlutverki en Volaða land úr leik
Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, Volaða land í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, er ekki á meðal þeirra erlendu mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna í ár.

Tilnefningar til Óskarsverðlauna í beinni á Vísi
Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin með pomp og prakt 10. mars næstkomandi þar sem helstu stjörnur leiklistarheimsins keppast um gullstyttuna eftirsóttu. Tilnefningarnar verða tilkynntar á eftir í beinu streymi, hér á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Volaða land skrefi nær Óskarstilnefningu
Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu.

Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn
Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári.

Sophia Loren vistuð á spítala
Ítalska leikkonan Sophia Loren var í dag send í aðgerð eftir að hafa fallið illa á heimili sínu í Sviss. Mun aðgerðin hafa gengið vel að sögn talsmanns hennar.

Volaða land framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna
Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni.