Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Fjórum frumvörpum til laga var vísað til nefndar í kjölfar fyrstu umræðu á þingfundi Alþingis í dag. Þar á meðal er frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð og frumvarp menntamálaráðherra um síma í grunnskólum. Innlent 11.11.2025 23:59
Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Allt að fjörutíu milljarðar króna streyma úr landi til erlendra veðmálasíðna á hverju ári. Mögulegar tekjur ríkissjóðs af netspiluninni eru ellefu milljarðar. Talið er að óbreytt staða til lengri tíma sé það versta sem gæti gerst. Innlent 11.11.2025 21:34
Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. Innlent 11.11.2025 20:38
Allt kann sá er bíða kann Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja þessa dagana í landsmálunum. En er þó allt sem sýnist? Innherji 11. nóvember 2025 10:02
Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Innlent 10. nóvember 2025 22:01
Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Innlent 10. nóvember 2025 20:27
Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar. Innlent 10. nóvember 2025 19:15
Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 10. nóvember 2025 19:01
Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Frumvarp um breytingu á húsleigulögum voru samþykkt til laga á Alþingi í dag. Meðal breytinganna er afnám undanþágu leigusala frá upplýsingarétti almennings. Innlent 10. nóvember 2025 18:00
Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Utanríkisráðherra synjaði beiðni norðlenska fyrirtækisins Vélfags um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum gegn félaginu. Þvingununum var beitt vegna grunsemda um tengsl fyrirtækisins við Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna stríðsins í Úkraínu. Viðskipti innlent 10. nóvember 2025 14:58
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. Innlent 10. nóvember 2025 12:09
Umhverfisráðherra á von á barni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Anna Bergljót Gunnarsdóttir efnafræðingur, eiga von á barni næsta vor. Lífið 10. nóvember 2025 11:38
Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. Innlent 10. nóvember 2025 11:08
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. Innlent 10. nóvember 2025 11:00
Við erum að vinna fyrir þig Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona. Skoðun 10. nóvember 2025 07:00
Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Tuttugu og tveggja ára karlmaður sem nýlega hóf lyfjameðferð vegna áralangrar misnotkunar á ópíóíðum segir þjónustu Reyks hafa bjargað lífi sínu og óttast að ef henni verði lokað muni fjölmargir deyja. Hann hefur nýtt sér þjónustuna vikulega á þessu ári og er edrú í dag. Innlent 10. nóvember 2025 06:47
Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Hann greinir frá þessu í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 9. nóvember 2025 16:04
Byggjum fyrir síðustu kaupendur Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili. Skoðun 9. nóvember 2025 14:30
„Dagur, enga frasapólitík hér“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi. Innlent 9. nóvember 2025 14:09
Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Innlent 9. nóvember 2025 13:15
Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9. nóvember 2025 13:04
„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn. Innlent 9. nóvember 2025 12:29
Píratar kjósa formann í lok mánaðar Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins. Innlent 9. nóvember 2025 09:11
Engin ástæða til að breyta neinu Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar. Innlent 8. nóvember 2025 23:12