Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta var ekki rétt, al­veg klár­lega“

Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu.

Innlent
Fréttamynd

Úlfar hættir sem lög­reglu­stjóri

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður.

Innlent
Fréttamynd

Tími til um­bóta í byggingar­eftir­liti

Húsnæðismál eru eitt stærsta hagsmunamál almennings. Þegar fólk fjárfestir í íbúð, leggur það oft stærstu fjárhagslegu skuldbindingu ævi sinnar undir. Þá skiptir öllu máli að sú íbúð sé örugg, vönduð og án leyndra galla. 

Skoðun
Fréttamynd

Stærð er ekki mæld í senti­metrum

Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni.

Skoðun
Fréttamynd

Mál Os­cars sé barna­verndar­mál en ekki út­lendinga­mál

Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra frá Kólumbíu, segjast orðin svartsýn á að hann fái að vera áfram á landinu. Oscar hefur fengið endanlega synjun og á að fara frá landi en niðurstaðan er þó til meðferðar fyrir dómi. Svavar og Sonja telja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en útlendingamál.

Innlent
Fréttamynd

Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikil­vægari en aðrir

Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. 

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­ráð­herra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur

Við þátttakendur í Janusi endurhæfingu erum mjög viðkvæmur hópur af einstaklingum með fjölþættan vanda og hefur verið fyrir utan vinnu, náms og virkni í lengri tíma. Margir hafa erfiðleika við það að koma sér úr rúminu hvað þá út í samfélagið eftir að hafa lokað sig af í mislangan tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­björg um sér­stakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“

Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Í­búðar­hús­næði sem heimili fólks

Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur.

Skoðun
Fréttamynd

Hrærður yfir á­huga stjórnar­and­stöðunnar en hafði annað að gera

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. 

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið ræður fjögur ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki vegna sölunnar á Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Of­gnótt af van­nýttum stæðum“

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Verið er að um­breyta borginni en hvað viljum við?

Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt.

Skoðun