Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fall Play á­fall en að ein­hverju leyti fyrir­séð

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kallar þjóðaröryggis­ráð saman

Þjóðaröryggisráð kemur saman á föstudag vegna drónaumferðar við flugvelli, bæði hér á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“

Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki sama hvaðan gott kemur

Fyrr í mánuðinum lögðum við í Framsókn til að Reykjavíkurborg yrði aðili að verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem er hluti af alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative.

Skoðun
Fréttamynd

Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum út­gjöldum er lykillinn að sjálf­bærum rekstri sveitar­fé­laga

Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum

Undanfarnar vikur höfum við orðið vitni að alvarlegum og vaxandi árásum á mikilvæga innviði í Evrópu. Í Kaupmannahöfn þurfti að loka alþjóðaflugvellinum vegna drónaflugs, forsætisráðherra Danmerkur kallaði það alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Í Eistlandi brutust rússneskar orrustuþotur inn í lofthelgina og neituðu að hlýða fyrirmælum. Í Póllandi voru rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi landsins, forsætisráðherrann sagði að staðan hefði aldrei verið jafn alvarleg frá lokum síðari heimsstyrjaldar.

Skoðun
Fréttamynd

Skora á Snorra að gefa kost á sér

Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

„Það verður boðið fram í nafni VG“

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

„Þjóðar­öryggis­ráð er ekki upp á punt“

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“

Innlent
Fréttamynd

Þór sækist eftir endur­kjöri

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, hyggst aftur bjóða sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill efna „stærsta loforð“ flokksins, að byggja nýjan leikskóla. Á sama tíma hafa foreldrar í bæjarfélaginu gagnrýnt bæjaryfirvöld þar sem ekki hafa öll ungbörn á Nesinu fengið leikskólapláss.

Innlent
Fréttamynd

Um­búðir en ekkert inni­hald í Hafnar­firði

Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti.

Skoðun
Fréttamynd

Mansalsmál á Ís­landi

Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi.

Skoðun
Fréttamynd

Hættur heimsins virða engin landa­mæri

Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað.

Skoðun
Fréttamynd

Jónína vill taka við af Ás­mundi Einari

Jónína Brynjólfsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis ritara Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason lét af embættinu í dag, en kosið verður um nýjan ritara á miðstjórnarfundi flokksins 18. október.

Innlent
Fréttamynd

„Ég bý ekki einu sinni í Reykja­vík“

Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif.

Innlent