Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Vest­manna­eyingar fá að eiga Vest­manna­eyjar

Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ár­sæll hringdi beint í utan­ríkis­ráð­herra eftir fundinn

Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara ljótt“

Deildar meiningar eru um kynnta aðgerðaráætlun Loga Más Einarssonar menningarráðherra á fjölmiðlamarkaði. Sjálfur segir Logi aðgerðirnar skýrar, fjármagnaðar og til þess gerðar að efla lýðræðið í landinu en Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður segir aðgerðirnar þunnt kaffi.

Innlent
Fréttamynd

„En hver sagði að þetta ætti að vera auð­velt?“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að neita því að skakkaföll hafi orðið á atvinnulífinu hér á landi að undanförnu. Borið hafi á úrtöluröddum sem nýti hvert tækifæri við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að skipta um stefnu og að þrýst hafi verið á stjórnarmeirihlutann til að falla frá erfiðum ákvörðunum.

Innlent
Fréttamynd

Svona gerum við… fjár­magn til á­fengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur, sem reyndar á árs afmæli í dag, er meðal áhersluatriða að fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Í heilbrigðisráðuneytinu hefur á árinu verið unnið með margvíslegum hætti að málefnum sem tengjast fíknivanda. Sérfræðingum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga sem og öllum samstarfsaðilum eru færðar þakkir fyrir frábært starf og samstarf á árinu.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­stíga ríkis­stjórn í sigri og þraut

Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf.

Skoðun
Fréttamynd

Milljónir til al­manna­tengla og átta sinnum meira en í fyrra

Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Innlent
Fréttamynd

Bindur vonir við Vor til vinstri

Fráfarandi formaður Vinstri grænna vonar að vinstri flokkum í Reykjavík takist að stilla saman strengi undir framboðinu Vor til vinstri. Sjálf er hún að yfirgefa hið pólitíska svið eftir tuttugu ár í stjórnmálum. Undanfarið hefur hún verið að skrifa og hugsar sér jafnvel að gefa út bók enda þurfi að halda ýmsu til haga, eins og hún orðar það.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er al­veg á­sættan­legur samningur“

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir veiðirétt íslensks sjávarútvegs á makríl samkvæmt nýju samkomulagi ekki langt frá vonum sínum. Viðbúið hafi verið að 16,5 prósent hlutur Íslands af heildarmakrílkvótanum væri ekki raunhæfur.

Innlent
Fréttamynd

Rokk í boði Ríkisins - mögu­leg tíma­skekkja

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Verður vonandi til að styrkja ís­lensku einka­reknu miðlana“

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lög til einka­rekinna fjöl­miðla næstum tvö­faldast

Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2.

Innlent
Fréttamynd

Stór­aukið fjár­magn til Frú Ragn­heiðar

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður.

Innlent
Fréttamynd

Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild

Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­gjöf ríkis­stjórnarinnar

Alþingi lauk störfum í gær eftir þingvetur sem verður helst minnst fyrir skattahækkanir. Ríkisstjórn lýkur nú öðru þingi sínu og aftur var mest púður lagt í að hækka álögur á fólk og fyrirtæki.

Skoðun
Fréttamynd

Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einka­rekinna fjöl­miðla

Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn.

Innlent